Laumuspil og pólitískt baktjaldamakk forsetans

Björn Ingi Hrafnsson staðfestir í greinaskrifum í morgun það sem allir í raun vita; Ólafur Ragnar Grímsson er guðfaðir minnihlutastjórnar vinstriflokkanna með atbeina Framsóknarflokksins. Laumuspil og baktjaldamakk forsetans var augljóst í myndun stjórnarinnar og hann lék þar stórt hlutverk enda kom hann fram eins og hjúskaparmiðlari vinstriflokkanna þegar hann kynnti skilyrði sín fyrir stjórnarmyndun og paraði flokka saman áður en viðræður hófust í kjölfar þess að Geir Haarde baðst lausnar.

Allt vinnuferlið við myndun stjórnarinnar var eins og leikrit í uppsetningu. Eina augnablikið þegar það var vandræðalegt og hikaði í meðförum leikaranna var þegar Framsókn setti vinstriflokkana í gíslingu og lét þá engjast aðeins - Jóhanna og Steingrímur voru þá orðin pínleg í að reyna að þóknast þeim en fengu sitt í gegn.

Framganga forsetans er fordæmalaus, enda á það að vera hlutverk forseta að reyna að stýra myndun starfhæfrar meirihlutastjórnar. Undarlegt er að hann hafi ekki viljað að mynduð yrði þjóðstjórn allra flokka, slík stjórn hefði verið besti kosturinn í þessari stöðu, enda ekki þörf á pólitísku karpi eins og raunin er.

En forsetinn er svosem fyrir löngu búinn að missa titil sinn sem sameiningartákn þjóðarinnar heldur er táknmynd hinna liðnu útrásartíma og mun daga uppi sem tákn auðmanna.

mbl.is Segir afskipti forsetans af stjórnarmyndum opinbert leyndarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert algjör táknmynd Sjálfstæðisflokksins að því leytinu til, að þú ert með Ólaf Ragnar Grímsson forseta algjörlega á heilanum! Fimm bloggfærslur á fjórum dögum segja allt sem segja þarf.

Síðan kvartið þið vesalingarnir yfir því hvað allir eru vondir við Davíð Oddsson og fordæmið þetta "hatur" í hans garð. Bíddu, var Times ekki að útnefna hann einn af 25 helstu sökudólgum efnahagskreppunnar? En kannski er hatrið búið að smitast inn á ritstjórnarskrifstofur Times líka?

Halldór (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:16

2 identicon

Hann á tvímælalaust að segja af sér. Hann hefur þvílíkt leikið af sér undanfarið. Hann er rúinn öllu trausti blessaður maðurinn.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:30

3 identicon

Þeir sem vilja nýjan forseta geta staðfest vilja sinn á Facebook undir group "NÝJAN FORSETA".

ErrErrrErr

Raskolnikof (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 19:54

4 identicon

Á þeim 13 árum sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur setið í embætti forseta Íslands hefur pólitíkin yfirleitt verið átakalítil og ekki reynt að Bessastaðabóndann við stjórnarmyndunarviðræður svo tali taki. Hins vegar höfðu fyrirrennara hans mikil afskipti af stjórnarmyndunarviðræðum, svo það er tæplega rétt sem segir í pistli þínum, Stefán, framganga forsetans nú sé "fordæmalaus". Minni ég þar sérstaklega á afskipti Ásgeir Ásgeirssonar af stjórnmálunum undir lok sjötta áratugarins; fyrst myndun minnihlutastjórnar Alþýðuflokksins og síðan Viðreisnarstjórnarinnar árið eftir, það er 1959. Segja má að forsetinn hafi komið samstarfi þessara flokka um kring - í þeim tilgangi að koma á nýrri kjördæmaskipan og síðar gjörbreyta allri efnahagsstjórn, eins og gekk eftir.

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:27

5 identicon

Á þessum skrifum þínum þikist ég sjá að þú ert eldheitur sjálfstæðismaður,

en það er þitt vandamál.Það vildi svo til að í eldhúsdagsumræðum sem

fram fóru af tilviljun þriðjudaginn eftir yfiryöku Glitnis bauð Steingrímur J

upp á að formenn stjórnarandsstöðuflokkana settust að borðinu með stjórninni

og að yrði tekið á þessum alvarlegu málum sameiginlega,öllum öðrum deilum

vikið til hliðar og ekki staðið upp fyrr en gefið hefði verið hvítt reykmerki,þessu

var hafnað,hef grun um margir sjái eftir að hafa ekki þegið boðið.

Þú skalt halda áframm skrifum í þessum dúr ef það er ásettningur þinn að

gera lítið úr sjálfstæðisflokknum.

Helgi Sæmundsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:38

6 identicon

Á þeim 13 árum sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur setið í embætti forseta Íslands hefur pólitíkin yfirleitt verið átakalítil og ekki reynt að Bessastaðabóndann við stjórnarmyndunarviðræður svo tali taki. Hins vegar höfðu fyrirrennara hans mikil afskipti af stjórnarmyndunarviðræðum, svo það er tæplega rétt sem segir í pistli þínum, Stefán, framganga forsetans nú sé "fordæmalaus". Minni ég þar sérstaklega á afskipti Ásgeir Ásgeirssonar af stjórnmálunum undir lok sjötta áratugarins; fyrst myndun minnihlutastjórnar Alþýðuflokksins og síðan Viðreisnarstjórnarinnar árið eftir, það er 1959.

Segja má að forsetinn hafi komið samstarfi þessara flokka um kring - í þeim tilgangi að koma á nýrri kjördæmaskipan og síðar gjörbreyta allri efnahagsstjórn, eins og gekk eftir.

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:46

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Enn gríður Ólafóbían Stebba Fr

Jón Ingi Cæsarsson, 13.2.2009 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband