Sjálfstæðisflokkurinn styrkist - VG dalar hratt

Augljóst er á skoðanakönnununum þessa dagana að staða Sjálfstæðisflokksins er að styrkjast eftir að stjórnarsamstarfinu við Samfylkinguna lauk. Flokkurinn hefur öll sóknarfæri til að snúa vörn í sókn með uppstokkun í prófkjöri og forystusveit sinni á landsfundi. Fylgi VG fer hratt minnkandi, eins og við var að búast þegar þurftu að taka ábyrgð á einhverjum verkum, og svo virðist sem sókn Framsóknarflokksins sé stopp í fimmtán prósentum og nái ekki lengra að svo stöddu.

Þessar kosningar munu væntanlega fyrst og fremst einkennast af því að pólitíska litrófið stokkar sig upp og endurnýjar sig, sérstaklega á hægrivæng stjórnmálanna. Flest bendir orðið til að Bjarni Benediktsson verði formaður Sjálfstæðisflokksins og með honum verði nýtt fólk í forystusveitinni í nokkrum kjördæmum og neðar á lista. Ekki þarf að efast um endurnýjun og breytingar þar.

Vinstriflokkarnir virðast mest staðnaðir og sérstaklega virðist VG lítið sem ekkert stokka sig upp. Helst að Jón Bjarnason muni hætta á þingi en annað verða eins. Ég held að fólk muni kjósa uppstokkun í vor og vilja breyta til og fá nýtt fólk til forystu, ekki fólk sem er hokið eftir margra ára þingsetu og hefur setið í ríkisstjórn bankahrunsins.

mbl.is Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Dream on........

hilmar jónsson, 13.2.2009 kl. 17:27

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvaða flokkur er gjörsamlega staðnaður? Að núa VG um nasir að hann sé staðnaður, kemur úr hörðustu átt!

Nóg er að minna á, að meira hefur gerst á einni viku í umhverfismálum en á 18 stjórnarárum Sjálfstæðisflokksins! Fyrir réttum 20 árum undirritaði þáverandi umhverfisráðherra svonefndan Árósarsamning. Þessi samningur var ekki fullgerður fyrr en nú á dögunum eftir ákvörðun Kolbrúnar Halldórsdóttur. Með fullgildingu þessa samnings er tryggð aukin lýðréttindi sem tengist umhverfismálum sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn töldu vera einkamál sín.

Um Árósarsamninginn má lesa: http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1377

Gríðarleg verkefni bíða eftir hrun bankakerfisins sem Sjálfstæðisflokkurinn ber fyrst og fremst ábyrgð á. Alvarleg mistök voru við nokkrar ákvarðanatökur sem leiddu af sér gríðarlega hrösun í fjármálum Íslands.

Ef menn átta sig ekki á afglöpum þeim sem þar hafa verið gerð, þá er spurning hvort þeir séu gjörsamlega fyrrtir venjulegri skynsemi.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.2.2009 kl. 18:17

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Staða Sjálfstæðisflokksins getur bara batnað eftir að vera laus úr prísund Sandfylkingarinnar.

 Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.2.2009 kl. 18:18

4 Smámynd: Brattur

Hvernig væri nú að setja upp gleraugun og hætta að lifa í sjálfsblekkingu..

Svona er könnunin rétt:

Framsóknarflokkur    8,6%
Sjálfstæðisflokkur    16,9%
Samfylking              14,0%
Vinstri grænir          13,6%
Aðrir og óákveðnir   46,9%

Rosalega stór sjálfstæðisflokkur 16,9%

Brattur, 13.2.2009 kl. 18:39

5 identicon

Það er fyndið að sjá íhaldið þakka það að fylgi þeirra eykst við að losna úr viðjum Samfylkingar, þar sem fylgi Samfylkingar eykst einnig. Lexían er sú að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eiga ekki að vera saman í stjórn, því að Sjálfstæðisflokkur býður upp á stefnu sem rekin var frá 1991 til 2009, og endaði með gjaldþroti þjóðarinnar. Flokkurinn virðist halda að hann eigi landið og miðin, en vill ekkert gera með mistökin -- og enn síður taka á sig neina ábyrgð. Samfylkingin ætti að bjóða upp á annað, og vonandi gefst þeim tækifæri til þess eftir kosningar.

Guðmdundur (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 19:10

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég tek skoðanakannanir með fyrirvara en það eru teikn á lofti að Sjálfstæðisflokkurinn sé að bæta við sig og fylgið við vg sé á niðurleið.


 

Óðinn Þórisson, 13.2.2009 kl. 20:35

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég er sammála því að Sandfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eiga ill saman í stjórn, reyndar fer Sandfylkingunni alls ekki að vera í stjórn.

En hvað með það þá má rekja vanda okkar, ekki til krónunnar eins og margir vilja halda, heldur til þess að við höfum farið ill með krónuna.  Það sem þarf að breytast er hugarfar okkar sjálfra gagnvarg gjaldmiðli okkar og gagnvart eigin fjármálum. 

Það þýðir ekkert að taka upp nýjan gjaldmiðil ef við hugsum okkur að halda áfram á sömu braut og við vorum á.

Við þurfum að vera ábyrg gjörða okkar í okkar persónulegu fjármálum og þeir sem bera ábyrgð á rekstri fyrirtækja þ.m.t. banka þurfa að reka fyrirtæki sín af ábyrgð og með það í huga að sérhver ákvörðun getur haft ýmist góð eða slæm áhrif á fyrirtæki þeirra og út í þjóðfélagið. 

Þarna ráða stjórnmálaflokkar engu um.  En þingmenn stjórnmálaflokkanna bera þó ábyrgð á tekjuöflun og útgjöldum ríkisins í samráði við ríkisstjórn hverju sinni. 

Sem betur fer var ríkissjóður orðinn nærri skuldlaus þegar áföllin dundu yfir okkur.  Réði Sjálfstæðisflokkurinn þar mest um.  Sjálfstæðismenn lögðu á það áherslu að greiða niður skuldir, en eyða ekki öllu saman, samt tel ég að þeir hefðu mátt gera betur á meðan vinstri flokkarnir vildu hækka útgjaldaliði enn frekar.

Ég hefði ekki boðið í það að lenda í þessum hremmingum með þann skuldabagga sem var fyrir í byrjun tíunda áratugarins.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.2.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband