Baráttan um heimsfræga barnið

Óhætt er að segja að stúlkubarnið breska sem á unglingsforeldra hafi orðið heimsfrægt á einni nóttu og myndin af þrettán ára pabbanum, sem lítur frekar út eins og átta eða níu frekar ára, er á öllum helstu vefmiðlum heims. Í Bretlandi hefur umræðan þó aðallega snúist um siðferðilegu hliðina, þ.e.a.s. á hvaða leið breskt samfélag sé og hvort þetta sé dæmi um hnignandi siðferði og tákni veikari stöðu fjölskyldugildanna. Meira að segja Gordon Brown og David Cameron hafa komið í fjölmiðla til að lýsa yfir áhyggjum sínum af því að unglingar verði foreldrar.

Nú er komið í ljós að pabbinn ungi er kannski ekki pabbi eftir allt. Strákar standa víst í biðröð og gera tilkall til þess að eiga hið heimsfræga barn. Þetta mál er að snúast upp í algjöran skrípaleik og vekur sennilega einmitt frekar upp siðferðilegar spurningar en annað og vekur upp vangaveltur um breskt samfélag og þróun þess.

mbl.is Hver er pabbinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Mikið er ég sammála þér Stefán..við erum alltaf að sjá það betur og betur hvernig siðferðinu hrakar jafnt og þétt. Þetta er auðvitað alveg skelfilegt og það ætti enginn að verða foreldri svona ungur, ef það er þá hægt að kalla þessa krakka það. Persónulega finnst mér agalegt þegar börn byrja að stunda kynlíf allt of ung án þess að hafa hvolpavit á því hvað þau eru að gera.

TARA, 15.2.2009 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband