Fréttastjórafarsi á Stöð 2 - hreinsanir framundan?

Mjög furðulegt er að fylgjast með hinum endalausa farsa á fréttastofu Stöðvar 2. Nú hefur fréttastjórinn hætt við að hætta, enda greinilegt að hann hefur haft sigur í baráttu um stefnumótun innanhúss. Væntanlega þýðir þetta hreinsanir í fréttamannahópi og enn meiri áherslubreytingar en orðið er. Nýjustu breytingarnar hafa verið mjög umdeildar, enda hefur fréttatíminn verið poppaður upp og Ísland í dag er að verða eins og séð og heyrt í sjónvarpi með dass af smá þjóðmálahugleiðingum.

Ég held að breytingarnar verði þó bara hjóm af því sem tekur nú við, væntanlega með fullnaðarsigri fréttastjórans á þeim hópi sem lengst hefur unnið á Stöðinni og staðið vörð um alvöru fréttavinnslu af gamla skólanum, ábyrgar og traustar fréttir en ekki poppaðar fréttir, gul pressa í sjónvarpi. Væntanlega mun þetta verða stóra breytingin ásamt einhverjum útlitsbreytingum. Varla heldur fréttastjórinn áfram nema hafa tekið þann slag og haft betur. Væntanlega þess vegna sagði hann upp.

Þetta er spá en eitthvað segir mér að þessi málalok þýði miklar breytingar í mannskap og áherslum í fréttum Stöðvar 2.

mbl.is Óskar Hrafn dregur uppsögn sína til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Það úrvals fólk sem hefur unnið sem fréttastjórar á stöð 2 enda allir atvinnnulausir, eða fjarri fréttum sökum ótta um leka . Var Óskari ekki einfaldlega hótað, hann yrði að vera áfram. það segir sig engin úr mafíu, menn eru reknir úr henni.

Stefán Óli Sæbjörnsson, 16.2.2009 kl. 00:17

2 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Kannski líklegt skýring sem þú nefnir. Skelfilegt! Vonandi lifir 365 ekki mikið lengur núna eftir að það er búið að þoka öllu í þessa átt.

Gerist það hins vegar að þetta veldi lifi með þssa stefnu er það þyngra en tárum tekur.

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 16.2.2009 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband