Ólafur Ragnar rúinn trausti hjá landsmönnum

Stóru tíðindin í könnun MMR í dag er að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er rúinn trausti meðal landsmanna. Ég efast um að íslenskur forseti hafi áður verið jafn óvinsæll og haft veikari stöðu meðal landsmanna og Ólafur Ragnar hefur nú. Virðing forsetaembættisins er farin veg allrar veraldar í forsetatíð Ólafs Ragnars og hann er flæktur í dægurþras sem hefur dregið embættið á mjög lágt plan. Því ættu þessar tölur ekki að koma að óvörum en þær marka samt sem áður nýja tíma fyrir embætti sem eitt sinn var á tyllistundum kallað sameiningartákn þjóðarinnar.

Ég held að Ólafur Ragnar hljóti að sjá gríðarlega eftir því að hafa ekki hætt í lok síðasta kjörtímabils. Þar vanmat hann stöðu sína og sá ekki fyrir endanlega hnignun forsetaembættisins við fall útrásarinnar sem var svo nátengd honum persónulega. Hann mun fara stórlega skaddaður af velli þegar hann lætur loks af embætti og í raun er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort forsetaembættið verði nokkru sinni samt eftir misheppnaða forsetatíð hans.

mbl.is Flestir bera traust til Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Er ekki komin tími á að leggja þetta embætti niður. Ég sé ekkert vit lengur í að eyða milljónum í embætti sem skilur bara eftir spurningamerki.

Valdimar Samúelsson, 16.2.2009 kl. 17:24

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Úr þessu held ég að vil leggjum þetta embætti bara niður. Það er orðið of erfitt fyrir sálarheillina að horfa á þessar uppákomur .

Finnur Bárðarson, 16.2.2009 kl. 17:28

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður hefði nú haldið að þetta ætti frekar við stjórnmálamenn sem stjórnað hafa undanfarin ár/ekki hefur Forsetin gert það/hvað fáið þið sem eylíflega eru að skíta forsetan út ,eiginlega út úr  þessu/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 16.2.2009 kl. 18:19

4 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Þetta er hárrétt greining hjá Stefáni. Stóru tíðindin eru að Ólafur Ragnar hefur misst traust landsmanna. Það vissu nefnilega allir fyrir að Geir Haarde og Davíð Oddsson voru rúnir fyrir jól.

Sigurður Ingi Jónsson, 16.2.2009 kl. 20:31

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ólafur Ragnar getur ekki sagt að hann hafi ekki verið varaður við þegar hann valdi að draga embættið á plan dægurmála. Hann í reynd fékk það sem hann bað um, í stað þess að sitja á friðarstóli, eins og forverar hans, logar ófriðarbál í kringum hann og embættið, sem meira að segja eiginkona hans hefur dregist inní. Þetta er auðvitað ekki það sem þjóðin vill eða nokkurn tímann hafði í huga um þróun embættisins. Tilraun Ólafs til að gera embættið pólitískt gildandi hefur mistekist, og var í reynd andvana fædd. En flónum dettur ýmislegt í hug.

Gústaf Níelsson, 16.2.2009 kl. 21:17

6 Smámynd: TARA

Mikið er þetta góður pistill hjá þér Stefán, eins og við er að búast af góðum penna. Ég ber nokkuð góðan hug til Jóhönnu og held að hún standi sig vel, en ég verð að viðurkenna að ég hélt að forsetinn lofaði góðu en hef orðið fyrir vonbrigðum með hann að undanförnu. Og það er eflaust rétt hjá þér að embættið befur beðið hnekki og verður ekki auðvelt fyrir næsta forseta að rétta það við, en auðvitað vonar maður það besta. 

TARA, 16.2.2009 kl. 21:28

7 identicon

Nú er best að nota tækifærið og leggja "forsetaembættið" niður.  Fyrir utan ruglið í blessuðum forsetanum þá er löngu tímabært að leggja niður embættið.   Það væri ágætis hugmynd að breyta Bessastöðum í "sögusafn".

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 01:05

8 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það dapurlega og undarlega í þessu máli er, að Ólafur Ragnar smakkar hvorki vín né tóbak. Hann er bara svona. Það er vonandi loksins að renna upp fyrir þjóðinni, hvernig hann er og hvers vegna við, sem vorum honum samtíða í MR, kölluðum hann þá þegar ávallt "Óla grís". Það er með miklum ólíkindum hvað langt hann hefur komist og hvað honum hefur tekist að troða sér áfram.Yfirgangurinn er slíkur að hann minnir helst á einhvern stórgrip, t.d. nashyrning.

Vilhjálmur Eyþórsson, 17.2.2009 kl. 02:42

9 Smámynd: Stefanía

Sammála öllum nema Haraldi !

Við höfum ekki efni á að halda úti þessu hræsnis embætti !

Sem er svona misnotað.

Stefanía, 17.2.2009 kl. 02:47

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fæst ykkar virðast taka eftir því, að þó að vantraustið á Ólafi Ragnari sé 5,3% meira en traustið, þá er vantraustið á Geir næstum tvöfalt meira en traustið, og í Davíðs tilfelli er vantraustið rúmlega SJÖFALT meira en traustið! Sjá nánar HÉR! – og gengur mér það ekki til að verja Ólaf.

Jón Valur Jensson, 17.2.2009 kl. 05:06

11 identicon

Afsögn Ólafs Ragnars er auðvitað löngu tímabær fyrir margra hluta sakir.  Persónuleikabrestum hans var best lýst í grein Ragnars Kjartanssonar hér um árið þegar Ólafur fór fyrst í framboð 1996.  Þar spurði Ragnar:  „Hvernig ætlar þú, Ólafur Ragnar, að vera fyrirmynd okkar hinna og ­ hvernig ætlar þú að efla manngildið hjá hinni íslensku þjóð?“   Spurning sem Ragnar varpaði fram eftir að hafa lýst þeirri frekar ógeðfelldu aðför sem Ólafur hafði gert að honum sjálfum, æskuvini sínum, í Hafskipsmálinu.  Í ljós hefur komið að Ólafur Ragnar var engan vegin fær um nákvæmlega þetta, að vera fyrirmynd.  Hann var einfaldlega fótaþurrka þeirra sem vildu næra framagirnd hans og athyglissýki.  Það sem verra er að vegna skilningsleysis Ólafs á íslensku þjóðarsálinni dreifir hann núna óhróðri um okkur öll hvar sem hann er og hvert sem hann fer.  Hvort sem það er hann sjálfur að tala við erlenda sendiherra eða blaðamenn eða frúin að dreifa heimskulegum hugmyndum eins og að Ísland verði ný svalari útgáfa af Dubai.  Saman eru þau auljóslega eins og algjörir bjánar þar sem hún segist þar að auki kúguð eins og eiginkona araba.  Fordómar og vitleysa bókstaflega flæða upp úr þeim á afar óviðeigandi hátt. 

Einar Páll Svavarsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 08:33

12 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Ólafur Ragnar á að segja af sér, hann fór alveg með það þegar hann byrjaði í slagtogi með Jóni Ásgeiri og fleiri útrásarmönnum. Svo þegar hann er að reyna koma þessu embætti til pólitískra áhrifa það gat ekki annað en mistekist

Guðrún Jónsdóttir, 17.2.2009 kl. 08:54

13 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mikill er munurinn á Ólafi Ragnari og ýmsum pólitíkusum: Ólafur Ragnar gaf út þá yfirlýsingu að hann hafi blekkst af þessari útrásarbylgju sem að miklu leyti var engin raunveruleg efnahagsleg forsenda fyrir. Hann kvaðst hafa iðrast og bað þjóðina fyrirgefningar.

Þegar ráðamenn Sjálfstæðisflokksins eru inntir eftir ábyrgð þeirra á útrásinni yppa menn öxlum og varpa alfarið af sér allri ábyrgð. Þeir telja nú af og frá að þeir beri nokkra ábyrgð þó svo að þeir ýttu þessu útrásarbrjálæði úr vör með einkavæðingu bankanna og ýmsu fleira sem olli hruninu. Voru þeir kannski viðriðnir að einhverju leyti þessa gríðarlegu fjárglæfri og vilja því ekki kannast við nokkurn skapaðan hlut? Þrjótarnir eru yfirleitt þrjóskir og vilja ekki kannast við neitt. Eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki að vissu leyti í þessari afneitun gagnvart því sem gerst hefur?

Í kristni siðfræði er mikilvægt að þegar einhverjum verði á í messunni, að sýna iðrun og yfirbót. Það er því mjög mikilvægt að í stjórnmálum séu einhverjar siðareglur til að fara eftir og virða.

Þó svo að margan snöggan blett megi finna á Ólafi Ragnari þá finnst mér hann þó umfram allt vera heiðarlegur gagnvart þjóðinni að viðurkenna mistök. Fyrir það mættu aðrir taka hann sér til fyrirmyndar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.2.2009 kl. 09:14

14 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Finnst þér það vera stóru tíðindin! Að gamall kommi njóti ekki trausts. Hvað með þá félaga Geir og Davíð. Vantraust með tölum sem varla hafa sést áður, fimmtíu og e-ð prósent og yfir SJÖTÍU prósent. Þetta finnast mér nú vera meiri tíðindi . Það er reyndar ótrúlegt hvað ykkur hægri mönnum tekst alltaf að sjá hlutina frá einkennilegu sjónarhorni. Samt gaman að lesa bloggið þitt.

Eysteinn Þór Kristinsson, 17.2.2009 kl. 09:49

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hann nýtur samt traust svipaðs fjölda hlutfallslega og kaus hann upphaflega.

ÓRG er ekki og hefur aldrei verið minn forseti.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.2.2009 kl. 11:20

16 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Meðan ORG var í stjórnmálum var ekkert óeðlilegt við það að hann væri umdeildur líkt og Geir, Davíð o.fl., en sem "sameiningartákn" þjóðarinnar á hann að vera yfir slíkt hafinn og hann á að halda sér frá dægurþrasi og frá því að valda sífeldum "misskilningi" í útlöndum.

ORG hefur farið illa með forsetaembættið og verður ekki öfundsvert fyrir arftaka hans að ávinna það traust sem forsetaembættið á að hafa innanlands og utan.

Vandamál ORG er að hann er haldinn athyglissýki, honum virðist ekki duga að vera forseti, hann vill eitthvað miklu meira, eitthvað sem þjóðin er ekki tilbúin að láta honum í té.

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.2.2009 kl. 14:02

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt hjá þessum unga manni, Tómasi, hér í lokin. Fylgist með honum! – hann á eftir að leggja fleira gott til samfélagsumræðunnar.

Jón Valur Jensson, 17.2.2009 kl. 15:08

18 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Tek undir með Tómasi.

Einar Örn Einarsson, 17.2.2009 kl. 21:13

19 identicon

Já, ég er sammála að í stjórnarskrárbreytingum verði breytiingar á forsetaembættinu,  það er ein leið til að spara.  Eins á að leggja niður sem flest sendiherraembætti, sem eru með öllu óþörf., á nýrri tölvuöld.   En um leið langar mig að segja að Vigdís FInnbogadóttir var þjóðinni til sóma, og ég er stolt af hennar verkum,  og fyrir utan það var hún fyrsti kvenforseti heimsins.  Fyrir minn smekk bar hún af öllum fyrirrennurum sínum. 

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband