Svandís fer fram gegn Katrínu og Kolbrúnu

Mér finnst það merkileg ákvörðun hjá Svandísi Svavarsdóttur, borgarfulltrúa, að fara í landsmálin á þessum tímapunkti enda er hún þar með að fara fram gegn ráðherrunum Katrínu Jakobsdóttur og Kolbrúnu Halldórsdóttur, sem báðar hafa mjög nýlega tekið sæti í ríkisstjórn, auk þess sem Katrín er auðvitað varaformaður VG. Flestir höfðu talið að hún færi fram í Norðvesturkjördæmi þar sem líklegt er að Jón Bjarnason dragi sig í hlé. Ákvörðun Svandísar hleypir því spennu í forval VG í Reykjavík.

Varla verður pláss fyrir allar þessar konur samkvæmt kynjakvótum í forystusætunum, séu þeir við lýði sem hlýtur að vera í flokki á borð við VG sem hefur talað mjög fyrir slíkum mörkum til að tryggja jafna aðkomu beggja kynja. Annars þarf svosem enginn að vera hissa á því að Svandís krefjist forystuhlutverks hjá VG á landsvísu. Talað hefur verið um hana sem leiðtogaefni í landsmálum alveg síðan hún varð foringi VG í borgarmálunum.

Mikið hefur verið rætt um að Steingrímur J. hætti í landsmálum á næstu árum, enda setið mjög lengi á þingi, 26 ár, og aðeins Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, verið þar lengur. Framboð Svandísar hlýtur því að teljast yfirlýsing um að hún ætli sér að taka við VG af Steingrími fyrr en síðar.


mbl.is Svandís stefnir á 1. sætið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Segir það ekki sitt hvað mikið úrval kvenna er í forystusveit VG á höfuðborgarsvæðinu? Svandís, Katrín, Kolbrún, Álfheiður, Guðfríður Lilja...

Ég held að þú þurfir nú frekar að hafa áhyggjur af kvenkyns frambjóðendum á listum Sjálfstæðisflokksins en VG, er það ekki Stefán?

Sigurður Hrellir, 17.2.2009 kl. 15:21

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér líst illa á þetta framboð Svandísar það verður ekki VG til framdráttar. Ekki svo að þetta komi mér nokkuð við enda óflokksbundinn með öllu

Finnur Bárðarson, 17.2.2009 kl. 18:18

3 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

enn og aftur afar biturt blogg....hvar eru sjalla-konurnar segi ég nú bara??

Aldís Gunnarsdóttir, 17.2.2009 kl. 18:34

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Ég vil nú bara minna ykkur á að Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkur landsins sem á konu á þingi í öllum kjördæmum landsins. Samfylkingin hefur enga konu á þingi í Norðvestur-, Suður- og Norðausturkjördæmi og VG hefur enga konu á þingi í Suðvestur-, Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Framsókn hefur svo enga konu á þingi í Norðvesturkjördæmi en á svo engan þingmann reyndar í Reykjavík. Svo því sé til haga haldið.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.2.2009 kl. 20:44

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Skiptir það virkilega máli hvort þessi eða hinn komminn bjóði sig fram. Aðalmálið er að eins fáir af þessu afturhaldsfólki komist að á alþingi Íslendinga - því færri því betra.

Óðinn Þórisson, 17.2.2009 kl. 20:53

6 identicon

Svandís er að mínu mati afksaplega áhugaverður stjórnmálamaður, hefur sýnt það með sínum störfum í Borginni. En landsmálin eru allt annar vettvangur og þar reynir á skapgerð hennar fyrst og fremst. Konur gætu orðið konum verstar þegar á reynir. En hún er tvímælalaust framtíðar leiðtogi VG. Því miður er hún í þeim flokki. Veit ekki af hverju.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 23:41

7 identicon

Þörf upprifjun á konumálunum Stebbi!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 08:58

8 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það eru ríflega 20 þingsæti í Reykjavíkurkjördæmunum og því ekkert til fyrirstöðu að koma þessum konum öllum á þing gegnum VG í Reykjavík ef vel gengur í kosningum.

Héðinn Björnsson, 18.2.2009 kl. 09:20

9 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Hjá Samfylkingu eru 6 af 18 þingmönnum konur sem gera 33%

9 af 25 þingmönnum Sjálfstæðisflokks eru konur (voru 8 af 25 eftir kosningar), 36%

Hjá VG eru 4 af 9 þingmönnum konur, 44%

Hjá Framsókn eru 4 af 7 þingmönnum konur (var 2 af 7 eftir kosningar), 57%

Hjá Frjálslyndum er engin kona þingmaður.

Af þessum tölum er ljóst að þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þingkonu í öllum kjördæmum, sem er gott út frá kynjasjónarmiðum, þá standa VG og Framsókn ykkur framar hvað varðar hlutfall kvenna í þingflokknum. Miðað við stærð Sjálfstæðisflokksins, væri mjög óeðlilegt ef ekki væri þingkona í öllum kjördæmum. Framsókn og VG eru auðvitað með mun færri þingmenn og því ekki hægt að bera þetta saman eins og þú gerir Stefán.

Samfylkingin þarf augljóslega að hvetja konur á landsbyggðinni enn frekar til að bjóða sig fram þar sem allir þingmenn landsbyggðarinnar eru karlar.

Smári Jökull Jónsson, 18.2.2009 kl. 09:48

10 identicon

Svandís er í hópi flottustu stjórnmálamanna þjóðarinnar og ég gleðst heilshugar yfir framboði hennar - þrátt fyrir að tilheyra ekki VG.

Virðing almennings fyrir hinu háa Alþingi hefur dvínað mjög undanfarna mánuði og nú liggur á að koma orðræðunni þar á bæ upp úr forinni.

Fáa veit ég betri til að legga þar hönd á plóg en Svandísi Svavarsdóttir.

PEX (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 10:45

11 identicon

Aukist hafa heldur vandræðin, hornkerlingar!

Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband