Úrræðaleysi í ofbeldis- og eineltismálum í skólum

Mér finnst það mjög alvarlegt mál þegar ráðist er á nemanda í skóla af samnemendum og ekki sé tekið á því með viðeigandi hætti, en það látið dankast og ekkert gert í því. Málið í FSU á Selfossi hlýtur að teljast skólabókardæmi um það hvernig skólayfirvöld eigi ekki að taka á málum. Þegar foreldrar tjá ósætti sitt við fjölmiðla og sjá ástæðu til að kvarta yfir vinnubrögðum yfirstjórnar skólans er ljóst að eitthvað er að. Mér finnst það sjálfsögð krafa að nemendur geti sinnt sínu námi án þess að eiga á hættu árás eða aðkast á skólalóðinni.

Slíkt getur þó gerst því miður og er málið í FSU eitt þeirra alvarlegri. Skólayfirvöld verða þá að geta tekið á málinu af festu og ábyrgð. Í raun ættu að vera einhverjar verklagsreglur og skýr vinnubrögð til staðar í svona málum, enda á að vernda rétt þeirra sem stunda nám eða verða fyrir síendurteknu eða alvarlegu ofbeldi eða einelti af einhverju tagi. Slíkt á ekki að líðast af nokkru tagi.

Gróft ofbeldi og einelti er partur af því sem vinna á gegn í skólum landsins með öllum tiltækum ráðum.

mbl.is Hópur unglinga réðist á einn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Algjörlega sammála.

Þessi árás var það alvarleg og áverkar piltsins það miklir að þessir nemendur áttu ekki að fá að koma aftur í skólann. Hefði átt að reka þá þaðan um leið.

Nú voru nemendur reknir úr öðrum skóla (heimavist) afþví að það fannst pípa í herbergjum þeirra. Það var talið vera grafalvarlegt og þeir nemendur fengu ekki að snúa aftur í skólan, en þegar nokkrir nemendur ráðast saman á einn og valda honum miklum áverkum, það miklum að hann getur ekki haldið áfram námi sínu fyren 2 vikum síðar, þeir fá að koma í skólan 3 dögum seinna.

Þarna er eitthvað mikið að og þeir sem stjórna þessum skóla eru ekki starfi sínu vaxnir. Maður þarf ekki að smíða eldflaugar til að sjá það út.

Og að foreldrar fórnarlambsins fá ekki að tala við stjórnendur skólans, þeim er bent á lögfræðinga.... hverskonar vinnubrögð eru þetta??

ThoR-E, 18.2.2009 kl. 13:35

2 identicon

Mér finnst þetta frekar vera mál fyrir lögreglu en skólayfirvöld. Ofbeldi á hiklaust að kæra til lögreglu

Johanna (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband