Tryggvi Þór tekur þátt í prófkjörinu í Norðaustri

Mér líst mjög vel á þá ákvörðun Tryggva Þórs Herbertssonar, prófessors, að taka þátt í prófkjöri okkar sjálfstæðismanna hér í Norðausturkjördæmi og gefa kost á sér í forystusveit flokksins hér. Þörf er á traustu og öflugu fólki á þing núna og gott að sterkir kandidatar gefi kost á sér við þær aðstæður sem nú eru uppi.

Held að þetta verði spennandi prófkjör hjá okkur. Mesti slagurinn mun greinilega verða um annað sætið og ljóst að margir munu sækja að Arnbjörgu Sveinsdóttur, auk þess sem þriðja sætið er laust eftir að Ólöf Nordal ákvað að fara fram í Reykjavík.


mbl.is Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Þar kom skýringin á Kastljósviðtalinu þar sem hann reyndi að telja okkur trú um að allt skuldavesenið væri ofmetið.

Sigurður Ingi Jónsson, 19.2.2009 kl. 16:20

2 identicon

Með fullri virðingi fyrir öllum nýjum frambjóðendum, þá finnst mér Tryggvi skara fram úr. Tími til kominn að maður með þekkingu og reynslu eins og Tryggvi, og kemur úr atvinnulífi en ekki flokkstarfi, sýni áhuga á að setjast inn á alþingi. Fær vonandi fleiri til að hugsa málið.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 16:25

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Væri ekki nær að maðurinn færi fram í Reykjavík þar sem hann býr? Maður spyr sig...

Héðinn Björnsson, 19.2.2009 kl. 17:03

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þessu  Stefán Friðrik,þetta verður gott fyrir okkur/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.2.2009 kl. 17:58

5 identicon

Engin sæti eru föst eða laus hélt ég.  Allir eiga rétt á því að bjóða sig fram. Engin hreyfing á þér Stebbi?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:08

6 identicon

Þar kom að því!!

Útrásarvíkingur í boði Sjálftökufloksins.

Allt er nú lepjað upp.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband