Einfaldleikinn sigrar maskínuna í Eurovision

Mér finnst það svolítið skondið að lögin sem mest voru prómóteruð af einhverjum pr-sérfræðingum og hafin upp til skýjanna með ofspilun hafa tapað Eurovision-keppninni tvö ár í röð. Þetta gerðist í fyrra með lag Merzedes Club og aftur nú með Elektru. Reyndar er merkilegast af öllu við keppnina í ár að ballaða, mjög einföld í sniðum og látlaus, vinni keppnina umfram þau sem mest voru kynnt og voru í einhverju svokölluðu Eurovision-formi.

Þrátt fyrir að reynt hafi verið að höfða til ungra sms-kjósenda tókst markaðssetningin einfaldlega ekki, einhverra hluta vegna. Einhverjir myndu kannski segja að þessi blokk hafi einfaldlega skipst á Elektru og Ingó Idol og það tryggt Jóhönnu Guðrúnu sigur. Ég hallast þó að því að einfaldleikinn hafi einfaldlega sigrað pr-maskínuna sem sett var upp með lagi Elektru.

mbl.is Elektra miklu vinsælli en Jóhanna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sem betur fer er þetta óútreiknanlegt

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.2.2009 kl. 17:18

2 identicon

nákvæmlega,   365 miðlar hafa líka verið að hampa "sínu" fólki meira en öðrum... þá er ég að tala um þá sem hafa verið í IDOL og X faktor.  Þeir varla spiluðu önnur lög á Bylgjunni nema á þá flytjendur sem hafa verið í fyrrnefndum keppnum.   Frábært að Jóhanna Guðrún sé okkar fulltrúi

Jórunn (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 18:19

3 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er alveg buinn að vera. Ber abyrgð á hruninu.

Ruglið í þeim er þeim til mikillar skammar.

Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:47

4 Smámynd: Ellert Júlíusson

Eða landinn hafi skyndilega fyllst skynsemi og kosið það lag sem ekki er líklegt til sigurs :) Því að það verður okkur jú mikill baggi ef við lendum í því að hýsa þessa vitleysu!

Ellert Júlíusson, 19.2.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband