Pétur heldur áfram - slagur um annað sætið

Ég verð að viðurkenna að ég taldi allt þar til í dag að Pétur H. Blöndal myndi draga sig í hlé og láta af þingmennsku í vor. Kjaftasögurnar voru nær allar samhljóma í þá átt. Enn og aftur kemur hann á óvart og tilkynnir framboð þegar flestir áttu von á að hann myndi hætta. Ég veit að Pétur varð fyrir vonbrigðum með úrslit síðasta prófkjörs enda datt hann niður um nokkur sæti og ég átti eiginlega ekki von á að hann myndi skella sér í slaginn vegna þess og fara aftur í prófkjör.

Slagurinn um fyrsta og annað sætið verður ansi áhugaverður hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík. Augljóst er að Illugi Gunnarsson og Guðlaugur Þór berjast um fyrsta sætið og um annað sætið berjast Ólöf Nordal, Pétur, Jórunn Frímannsdóttir og Sigríður Andersen væntanlega, þó hún nefni ekki beint hvaða sæti hún vilji. Enn eru þó einhverjir ekki búnir að gefa sig upp en ljóst er að hart verður barist um toppsætin, enda nokkur að losna með brotthvarfi Björns, Geirs og Guðfinnu.

Verður spennandi að sjá frambjóðendahópinn á morgun. Sjálfur veit ég af nokkrum nöfnum til viðbótar sem enn eru ekki opinber og hlakka til að sjá hvort einhver önnur bætist við.


mbl.is Pétur Blöndal sækist eftir 2. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Stefán Friðrik mer finnst að þú gleymir þarna Sigga Kára illilega/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 20.2.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband