Höskuldur stöðvar Seðlabankafrumvarpið

Ég er ekki hissa á því að Framsóknarflokkurinn hafi bremsað af Seðlabankafrumvarpið og átti satt best að segja von á því. Auðvitað er eðlilegt að þetta frumvarp verði ekki afgreitt með einhverri fljótaskrift og farið verði vel yfir að það sé hreinlega í lagi. Miklar efasemdir eru um það á þessu stigi, enda frumvarpið meingallað frá fyrstu stundu og hefur verið breytt gríðarlega í meðförum þingsins. Þó er enn deilt um marga þætti þess, t.d. hversu valdamikill forsætisráðherra verður í verklagi Seðlabankans, enda má færa rök fyrir því að forsætisráðherra hafi aldrei áður orðið eins valdamikill beinn aðili að yfirstjórninni.

Höskuldur Þórhallsson færir mjög sannfærandi rök fyrir afstöðu sinni. Enda er algjör óþarfi að samþykkja þessi lög með fljótaskrift og einhverju ofsakeyrslu á færibandinu. Reyndar hefur þetta frumvarp afhjúpað að þessi ríkisstjórn hefur ekki náð samstöðu um neitt nema semja frumvarp í skjóli nætur með ekkert annað markmið en losa sig við Davíð Oddsson, sama hvað það kostar. Flýtirinn og vandræðagangurinn í þessu máli hefur verið þeim frekar dýrkeyptur og greinilegt að framsóknarmenn vilja ekki samþykkja hvað sem er.

mbl.is Skynsamlegt að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er annaðhvort hræðsla eða hórdómur sem er að hrjá framsókn núna...annaðhvort veit Davíð eitthvað eða það er búið að lofa Famsókn einum bankastjórastól ef þeim tekst að stöðva þetta....ég get lofað því að ef þetta verðu ekki afgreitt í vikunni verða nýjir eldar kveiktir og það verður ekki tekið á NEINUM með einhverjum silkihönskum, lögreglan ætti að fara undirbúa sig undir meiriháttar átök!! 

Atvinnumaður (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 15:28

2 identicon

Hvaða "sannfærandi rök" færði Höskuldur? Eru það sannfærandi rök að bíða eftir ársskýrslu um seðlabanka Evrópu? Þetta er annað hvort lappadráttur af vanþekkingu eða strengjatogi. Birkir Jón fyrrv. formaður fjárlaganefndar vissi betur. Getur verið að hér hafi prófkjöratitringur ráðið ferðinni? Hvenær fer Höskuldur yfirum.... eins og Jón Magnússon?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 15:37

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Framsóknarmönnum er greinilega ekki alls varnað.

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 23.2.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband