Vestfirskir barnavagnadekkjaþjófar

Ekki finnst mér nú mikil reisn yfir því að sautján ára strákar geti ekki fundið sér önnur dekk á kassabílinn sinn nema að stela því að barnavagni. Ekki mjög frumlegt og eiginlega pínlega slappt að öllu leyti. Get ekki ímyndað mér að þeir séu stoltir af því að verða þekktir sem barnavagnadekkjaþjófar. Ekki mikil karlmennska yfir því, satt best að segja.

Þeir sem hafa ekkert við tímann að gera nema að stela frá smábörnum eru ekki beint merkilegir. En vonandi gengur þeim betur við kassabílinn og geta fengið sér almennileg dekk án þess að leita til smábarnanna.

mbl.is Stálu dekkjum undan barnavagni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband