Illuga Gunnarsson til forystu í Reykjavík

Ég er mjög ánægður með þá ákvörðun Illuga Gunnarssonar að sækjast eftir fyrsta sætinu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri í Reykjavík og styð hann heilshugar. Að mínu mati hefur Illugi verið í sérflokki þingmanna Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili og á nú að fara í forystusveit Sjálfstæðisflokksins. Illugi hefur víðtæka þekkingu á öllum helstu málaflokkum og er sérstaklega mikilvægur fyrir flokkinn í umræðum um efnahags- og umhverfismál.

Því er mikilvægt að hann fái góða kosningu í prófkjörinu. Ég styð Illuga til allra góðra verka!


mbl.is Illugi gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjörinu í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tek undir orð þín Stefán.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.2.2009 kl. 14:52

2 identicon

Finnst ykkur allt i lagi to svo ad hann hafi enga abyrgd og i raun ekki utskyrt hvers vegna farid var a skjon vid yfirlysta stefnu peningamarkadssjodanna hja Glitni,  Ad eg tali nu ekki um hvad umrædan hefur tynst vardandi ta peninga sem dælt hefur verid inn i sjodinn af peningum skattborgara.

Tu taldir 24 milljonir Gudlaugs vera of mikid,  hvad med milljardana sem dælt var i klaufaskap Illuga.  Er lika athyglisvert ad benda a ad sem althinigsmadur hefdi hann att ad hafa hag hins almenna Jons og Gunnu ad leidarljosi i peningasjodnum en hann brast skildu sinni sem thingmadur folksins og gekk i blindur med audmonnunum sem voru ad dæla peningum i einkafyrirtæki sin i krafti eignarhluta i bankanum. 

Hann syndi tarna tvi midur, otrulegan domgreindarskort og jafnvel ma yja ad spillingu, tar sem hann hefur ekki skyrt nogu vel fra tessum malum.

Nei takk Sjalfstædisflokkurinn hlytur ad hafa betri menn sem hafa trausta domgreind sama hvad gengur a.  Tad er tannig folk sem Sjalfstædisflokkurinn tarf i forystu.

sigthor (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 15:41

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Illugi er einn af hæfustu stjórnmálamönnum, ég styð hann heilshugar og vonandi tekur hann slaginn um varaformanninn

Óðinn Þórisson, 24.2.2009 kl. 18:06

4 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Þetta verður spennandi að sjá hvernig fer á milli hans og Gulla.

Heilbrigðismálin kannski hjá Gulla og sjóður 9 á Illuga, hvernig komast þeir frá þessu.

Carl Jóhann Granz, 24.2.2009 kl. 18:28

5 identicon

Það er alveg með eindæmum hvað þetta Sjóðs 9 mál ætlar að ganga langt. Þetta er ekkert nema óhróður og lygar.
Það voru aldrei settir 11 milljarðar úr ríkissjóði í Sjóð 9. Sigurður G lögmaður laug því og ég hef heimildir um það að það sé staðreyndin, hann laug og hefur viðurkennt það. Hvernig ætti nú ríkissjóður Íslands að fela þessa 11 milljarða? Farið endilega inná www.fjarlog.is og reynið að finna þetta? Þetta gerðist aldrei. Í staðinn voru fjármagni úr Stoðum sem að gamli Glintir átti sett inní sjóðina til að geta borgað 80% af eignum þeirra sem áttu í sjóðnum, enda var það brýnt mál að gera þar sem að mörg sveitafélög áttu stóran hlut í þessum sjóði.

 Svo er það annað mál, að sú skrítna hugmynd um það að Illugi hafi verið stjórnarFORMAÐUR sjóðsins er einnig gróusaga, hann var einungis stjórnarmaður og hafði ekki einusinni framkvæmdarvald. Hann var fenginn í þetta til að hafa eftirlit áður en hann fór útí pólítík og hann er þannig gerður maðurinn að hann ætlar að klára þetta, og klára sína vinnu og ekki hlaupast í burtu eins og margir aðrir. En hann hefur samt viðurkennt að það á ekki saman að vera í pólitík og í stjórn sjóðsins. Því efast ég um að hann haldi áfram eftir næsta aðalfund sjóðsins. 

 Endilega vinnið heimildavinnuna ykkar betur, þessir 11 milljarðar eru peningar sem við skattgreiðendur borguðum aldrei, og afhverju ætti ríkissjóður að eyða 11 milljörðum í einhvern ómerkilegan þingmann ?  Fáranlegt. 

 Svo líka eitt, afhverju hafa þá vinstri-menn ekki nauðgað þessari staðreynd til þess að koma á óhróðri á Illuga og sjálfstæðisflokkinn? Jú - vegna þess að þetta er ekki satt. 

dante (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband