Mögnuð skrif Jóns um Seðlabankafarsann

Jón Sigurðsson, fyrrum seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra, ritar frábæra grein á Pressunni um Seðlabankafarsann hér á Íslandi. Þar segir hann í raun allt sem segja þarf um lélegan aðdraganda breytinganna og ófagleg vinnubrögðin, slöpp vinnubrögð sem vonandi munu aldrei endurtaka sig. Pólitísk hrossakaup og baktjaldamakk lýsa ekki nýrri sýn á ákvarðanatöku og lýðræðislegum vinnubrögðum sem vinstriflokkarnir hafa svo oft heitið að standa fyrir. Þeir féllu á fyrsta og mikilvægasta prófinu.

Eftirfarandi skrif Jóns standa upp úr öllu öðru góðu:

"Pólitískur flokksforingi hitti útlendan pólitískan foringja á flokksfundi og bað hann vinsamlegast að útvega Íslendingum seðlabankastjóra. Útlendi stjórnmálaforinginn litaðist um í höfuðborg heimalandsins og fann fyrrverandi aðstoðarráðherra og náinn trúnaðarmann í forystu norska Jafnaðarmannaflokksins. Svo voru þessi pólitísku skilaboð send til Íslands. Bingó. Norðmaðurinn er settur seðlabankastjóri í Reykjavík.

Hvað er ,,faglegt" við þetta?

Hvað í þessu getur nokkru sinni ,,réttlætt" eða ,,útskýrt" þá ráðstöfun að hrekja íslensku peningamálasérfræðingana Eirík Guðnason og Ingimund Friðriksson úr störfum? Er það virkilega allur munurinn að Norðmaðurinn er krati en Davíð Oddsson hægrisinnaður? Er það annars stigs pólitík að vera aðstoðarráðherra og náinn trúnaðarmaður flokksformanns - en forystuferill Davíðs þá einhvers konar fyrsta stigs pólitík? Skiptir slíkt máli í seðlabankastörfum?"

Svo mörg voru þau orð - sannkölluð skyldulesning!


mbl.is „Hvað er faglegt við þetta?"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband