Rosaleg mistök hjá Háskólanum

Þeim hlýtur að hafa liðið illa, nemendunum við Háskóla Íslands, sem var úthýst úr skólanum fyrir stundarsakir í gær og klippt á tenginguna við stúdentakortið þeirra. Þvílíkt högg sem svona tilkynning hlýtur að vera fyrir fólk. Þessi mistök, mannleg eða vélræn, eru rosaleg og hljóta að vekja spurningar um hversu áreiðanlegt kerfið sé.

Svona á einfaldlega ekki að geta gerst, og geti það gerst þarf að fara yfir alla vankanta og reyna að koma í veg fyrir að svona veikleikar séu til staðar og fylla upp í þær holur. Stundum er sagt að tölvan geti alltaf klikkað og minnstu hnökrar geti haft alvarlegar afleiðingar. Þetta er sannarlega eitt af þeim tilvikum.

mbl.is Þúsundum vísað úr HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég var einn sem "var vísað úr" skólanum og hafði þetta engin áhrif og var búið að laga þetta áður en ég sá þennan póst. Ég held að ekki margir eða enginn hafi lent í einhverjum vandræðum vegna þess, kannski brugðið.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 14:21

2 identicon

Ég er sammála Haraldi með að það sé svolítið mikið gert úr þessu. 

Greinin er afar villandi.  Nemendum var aldrei vísað úr námi né skráðir úr Háskólanum fyrir kerfismistök eins og haldið er fram í greininni.

Það sem gerðist var að Stúdentaráð fengu í hendurnar gallaðan stúdentalista.

Kerfi sem Stúdentaráð rekur og sér um að uppfæra stúdentakort notaði þennan stúdentalista til að óvirkja um 8 þúsund kort og sendi viðkomandi nemendum póst um að slíkt hafi verið gert.

Stúdentaráð virkjaði að sjálfsögðu kortin aftur um leið og þetta uppgötvaðist og sendi viðkomandi nemendum tölvupóst um að mistök hafi átt sér stað.

Ragnar Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 17:01

3 identicon

Ansi dramatískt blogg hjá þér Stefán. Næstum dramatískara en þessi skrítna frétt sem sem þú sást ástæðu til að blogga um. Ég ætla ekki að fara ofan í staðreindavillur í fréttinni og tel að þetta hafi haft lítil eða jafnvel engin áhrif á stúdenta eins og Haraldur bendir á.

Sigurður (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband