Engin breyting hjá VG í NA - veikur listi

Mér finnst niðurstaða forvals VG í Norðausturkjördæmi vera góð tíðindi fyrir andstæðinga flokksins hér á svæðinu. Engin breyting verður í efstu sætum og listinn hlýtur að teljast mjög veikur í því ljósi. Mér finnst það mjög lélegt að vinstri grænir hafni algjörlega Hlyni Hallssyni og taki þá afstöðu að velja aðra fulltrúa í forystusveitina. Með þessu verður yfirbragð listans frekar einsleitt og veiklulegt.

Fyrir andstæðinga VG er þetta óskaniðurstaða og eykur líkurnar á því að VG verði á svipuðum slóðum og í síðustu kosningabaráttu. Þá byrjaði VG vel en tapaði fylgi eftir því sem nær kosningum dró. Veikleikar listans komu þá vel í ljós á öllum sviðum. Listi án Hlyns er mjög veikur sérstaklega hér á Eyjafjarðarsvæðinu, rétt eins og síðast. Þetta er því góð útkoma fyrir þá sem eru í öðrum flokkum.

Baráttan við VG um fylgi hér á Akureyri verður mjög skemmtileg í ljósi þess.


mbl.is Steingrímur J. efstur í NA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þér listi með Steingrím Joð í fyrsta sæti veikur? Heldurðu að hann sé óskaandstæðingur Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu? Trúirðu þessu sjálfur?

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þessi listi er mjög veikur fyrir VG hér á Akureyri, rétt eins og það var í síðustu þingkosningum. VG tapaði bara fylgi á lokaspretti baráttunnar hér síðast. Var framan af spáð þremur kjördæmakjörnum þingmönnum en endaði með tvo og var minnstur af fjórflokkunum. Ég held að þetta sé veikur listi, enda engin breyting og lítil sem engin ferskleikamerki.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.3.2009 kl. 22:10

3 identicon

Veikur listi í sama skilningi og staða Obama var veik í forvali demókrata í fyrra og eftir að hann náði kjöri? Þá stefnir nú í stórsigur hjá VG í þessu kjördæmi.

Lárus Viðar (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 07:16

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég dreg það í efa að vg fái nema einn mann í þessu kjördæmi og teldi ég það ákveðin sigur fyrir hinn útbrunna leiðtoga vg.

Óðinn Þórisson, 5.3.2009 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband