Hversu virkur er nornagaldurinn?

Mér finnst það kaldhæðnislegt að konan sem hefur verið að magna upp nornagaldur gegn þjóðþekktu fólki og talað gegn því sé að loka galdrabúðinni sinni. Kannski fer það stundum svo að galdurinn beinist gegn fólkinu sjálfu og komi þeim sjálfum sem verst. Hver og einn á að tala um aðra eins og þeir vilja að talað sé um það sjálft. Illur andi og almenn lágkúra hittir fólk fyrir síðar meir.

mbl.is Nornabúðin lokar dyrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki betur séð en að bölvanir á hendur ríkisstjórnar og aðra hafi verið vel verðskuldaðar. Þar fyrir utan fólust þessar 'bölvanir' aðallega í því að vanhæft fólk segði af sér og kynni að skammast sín. Mér þykir lágkúrulegra að hlakka yfir því að einstakt fyrirtæki þurfi að hætta og þar með minnki flóran á viðskiptalífi þessa lands.

Alexander (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 15:14

2 identicon

Takk fyrir frábært blogg á þessa frétt og takk fyrir að vitna í orð lausnarans.
Drottinn blessi þig og varðveiti þig!
Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur!
Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið!

4. Mósebók 6:24-26

Halldór Dorit Nilsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 15:23

3 identicon

Yfirleitt finnst mér þú nú ekki svo áhugaverður penni að ég nenni að kommenta hjá þér Stefán en þar sem mér er málið skylt óska ég eftir nánari skýringum á þeirri kenningu sem hér liggur undir, að ég hafi:

a) staðið fyrir illan anda og lágkúru

b) orðið fyrir einhverskonar ógæfu.

Ég kannast nefnilega við hvorugt.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband