Ólga hjá VG í NA - frambjóðendum mismunað?

Greinilegt er að mikil ólga er innan VG með úrslit forvalsins hér í Norðausturkjördæmi, þar sem engin endurnýjun varð og ungu fólki var sérstaklega hafnað og þeim sem þorðu að fara fram gegn Steingrími J. Sú kjaftasaga hefur verið mjög hávær í umræðunni hér á Akureyri að frambjóðendum hafi verið mismunað í forvalinu hjá VG í kjördæminu. Þeim hafi ekki verið heimilaður aðgangur að kjörskrá, félagatali flokksins, og helstu gögnum sem teljast sjálfsögð frá flokksskrifstofu til frambjóðenda, og bannað að auglýsa.

Augljóst er að Steingrímur J. Sigfússon var mjög ósáttur við að Hlynur Hallsson skyldi nefna framboð í fyrsta sætið, gegn sér, og nefndi þrjú fyrstu sætin, enda augljóst samkvæmt flokksreglum að yrði Steingrímur efstur yrði kona í öðru sætinu óháð atkvæðafjölda. Mikið hefur verið talað um að Steingrímur J. hafi myndað blokk, valið fólk í lest og látið kjósa hann inn og ekki viljað neina nýliðun í efstu sætin.

Sú niðurstaða er augljós þegar litið er á úrslitin og hversu neðarlega Hlynur varð. Þessi niðurstaða vekur athygli hér á Akureyri, enda hefur Hlynur verið mjög áberandi við að tala máli VG en ekki gengið alltaf í takt með formanninum og lagði sérstaklega í metnaðarfullt framboð, ekkert síður gegn Steingrími en Þuríði Backman og Birni Val Gíslasyni. Þessi niðurstaða hefur líka vakið mikla athygli.

Ég heyri þær kjaftasögur, og þær eru staðfestar á netmiðlum í dag, að sama hafi gerst í Norðvesturkjördæmi þar sem Grímur Atlason skoraði Jón Bjarnason á hólm. Bannað að auglýsa og ekki aðgangur að flokksskrá. Varla er við því að búast að hægt sé að vinna prófkjör þegar svo ójafn aðgangur er að lykilgögnum. Myndaður er varnarveggur um Steingrím og Jón.

Þetta er lýðræðið í sinni merkilegustu mynd hjá vinstrimönnum, sem svo hátt tala um að lýðræðið eigi að vera virkt hjá öllum nema þeim sjálfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband