Mun Kaupþing verða hið íslenska Enron?

Bókhaldsbrellurnar í Kaupþingi, sem eru nú að verða opinberar, eru skelfilegar. Manni finnst hið íslenska Enron-mál vera hreinlega í uppsiglingu. Þetta er helsjúkur veruleiki sem afhjúpast með skrifum Morgunblaðsins í dag um Kaupþing. Við erum að sjá inn í innstu kviku geðveikislegrar hringekju spillingar og fjármálalegs sukks. Manni blöskrar vinnubrögðin og er hreinlega flökurt. Veruleikinn er dekkri og tragískari en manni óraði fyrir.

Lánabókin hjá Kaupþingi sýnir okkur vinnubrögðin í hnotskurn. 170 milljarða lán fór til Lýðs og Ágústs Guðmundssona, eigenda Exista, stærsta hluthafans í Kaupþingi. Ólafur Ólafsson í Samskipum og bissnessfélagar hans fengu 79 milljarða lánaða. Róbert Tschenguiz fékk svo fyrirgreiðslu til lánveitinga upp á rúmlega 200 milljarða. Hvernig veruleiki er það sem gúdderar svona sukk og svínarí?

Þetta er með mestu svikamyllum Íslandssögunnar. Manni dettur já Enron í hug. Ætlar RÚV ekki að endursýna þá frábæru mynd? Hana ætti reyndar að sýna reglulega til að við getum meðtekið allt sukkið sem var leyft að gerast hér á Íslandi!


mbl.is 500 milljarðar til eigenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á að henda þessum mönnum í steininn strax í kvöld.  Þetta land okkar er að verða að athlægi um víða veröld vegna þeirra huggulegu vettlingataka sem tekin eru á þessum mönnum, með öðrum orðum ekkert er gert.  Hvað með Sjálfstæðisflokkinn, af hverju er hann ekki fyrir löngu búinn að bregðast við í þessum efnum.

ÞJ (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband