Mikilvægt að fá ráðleggingar frá Evu Joly

Viðtalið við Evu Joly í Silfri Egils í gær er með þeim betri í íslensku sjónvarpi mjög lengi. Hún hefur mikið fram að færa fyrir íslenska þjóð, við erum á krossgötum og þurfum alþjóðlega aðstoð til að komast úr þessum vanda. Við þurfum ráðleggingar fyrst og fremst.

Íslenskir embættismenn verða að standa undir sér í þeim verkefnum sem framundan eru, en við verðum að leita til fólks sem þekkir vandann og getur greint hann á örskotsstundu - hefur átt við svipuð mál og þekkir allar aðstæður í raun.

Við þurfum að leita til hennar og fá hana til aðstoðar, eða tryggja aðkomu sérfræðinga að málinu, fyrst og fremst til að veita því verkstjórn og fóstra það - fólk sem getur tekið á málinu fumlaust og af ábyrgð með þeim sem leiða málið nú.


mbl.is Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Alveg sammála um það að Eva Joly er mjög hæfileikarík og skynsöm kona og hún hefur ráðlagt mörgum þjóðum í gegnum tíðina og störf hennar eru mikils metin. Þetta er kona sem veit hvað hún syngur og okkur ber skylda til að hlusta á hana.

Það sem hún sagði í Silfri Egils í gærkvöldi var alveg einstakt að mínu mati.

TARA, 9.3.2009 kl. 19:53

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Hjartanlega sammála. Nú vona ég bara að tekið verði tillit til orða hennar.

Þráinn Jökull Elísson, 10.3.2009 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband