Þingið þarf að starfa í sumar - virðing þingsins

Ég er algjörlega sammála Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, alþingismanni, um að þingið sem kjörið verður 25. apríl verður að vera vinnusamt. Þar verður að vinna verkin hratt og vel af ríkisstjórn með sterkt umboð. Engin traust verk verða í raun unnin fyrr en eftir að þessari kosningabaráttu lýkur. Þingstörfin hafa verið í einhverju rugli milli fylkinga í þinginu á síðustu vikum, enda enginn virkur þingmeirihluti og allt starf verið þar í limbó.

Funda verður í sumar að einhverju leyti á Alþingi. Mikilvægast af öllu er að Alþingi endurheimti virðingu sína og verði falin alvöru verkefni og verkstjórn í málum, í stað þess að ráðherraræðið verði algjört. Minnihlutastjórnin var ekki lengi að svíkja loforð sitt um lýðræðisleg vinnubrögð. Starfsaldursforsetarnir Jóhanna og Steingrímur voru ekki lengi að valta yfir þingræðið með ákvarðanir og vildu ráða hraðanum þar.

Þingræði á að vera staðreynd en ekki orð á blaði. Því þarf nýtt þing að vinna vel, bæði til að vera vandanum vaxinn, sjálfstæð stofnun þar sem verkin eru unnin, en ekki afgreiðslustofnun ráðherranna einvörðungu. Leita þarf að virðingu Alþingis í þeim rústum sem þessi minnihlutastjórn skilur eftir sig.

mbl.is Steinunn Valdís: Vill að þingið starfi í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband