Kristinn formaður VR - Gunnari Páli hafnað

Ég fagna því hversu traustan sigur Kristinn Örn Jóhannesson vann í formannskjöri VR. Gunnari Páli Pálssyni, fráfarandi formanni, er hafnað alveg afdráttarlaust. Ég verð þó að viðurkenna að ég var farinn að halda að Gunnar Páll myndi græða á því að tveir sóttu að honum og vinna kosninguna vegna þess.

En þetta eru afgerandi úrslit, krafa um breytingar og horft verði fram á veginn í stað þeirrar sukkuðu sýnar sem einkenndi fortíðina, ákvarðanir fortíðar á vakt fráfarandi formanns. Fólki var nóg boðið af þeim vinnubrögðum.

Óska Kristni Erni til hamingju með glæsilegt kjör og óska honum góðs gengis í störfum sínum.

mbl.is Kristinn kosinn formaður VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að Gunnar Páll skyldi fá 28% atkvæða er auðvitað félaginu til skammar.

Þetta samsvarar svona ca. þeim 28% sem Íhaldið gæti fengið í næstu kosningum, sama hvað á hefur gengið. Ótrúlegt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband