Virðing og réttlæti í reynd í VR - dræm kjörsókn

Úrslitin í formannskjörinu í VR markar þáttaskil. Fyrst og fremst um mikilvægi endurnýjunar - kallað er eftir nýjum tímum. Ég held að félagsmenn hafi viljað virkja lykilorð félagsins í reynd: Virðing og réttlæti. Eitt vekur þó athygli, umfram annað. Kjörsókn er mjög dræm. Aðeins fjórðungur félagsmanna fer á netið og tekur þátt í mjög auðveldri og aðgengilegri kosningu. Þetta hlýtur að vera gott dæmi um almennt áhugaleysi á kosningu og er svarti bletturinn á annars merkilegri útkomu.

En kannski er þetta bara svona. Þegar kosið er um heildarsamninga og leitað eftir rödd hins almenna félagsmanns taka mjög fáir þátt. Víða eru svo stjórnir slíkra verkalýðsfélaga ákveðnar í bakherbergjum og settir upp miklir múrar henni til varnar. Þetta er ekki bara í VR, heldur víða um land. Mjög sjaldgæft er að alvöru átök verði um forystuna og sótt að henni með því að krefjast kosningar, enda þarf mikið afl til að setja saman lista og formannsefni þarf að fara langa leið til að ná settu marki.

Gunnar Páll Pálsson gerði að sumu leyti margt gott, framan af sínum ferli. Hann markaði VR traust markmið og innleiddi margt jákvætt. Honum varð hinsvegar sjálfum stórlega á. Hann kom ekki hreint fram, baðst ekki afsökunar og sýndi alvöru iðrun þegar á reyndi. Hann fær líka þungan skell.

mbl.is Kaupþingsmálið vó þungt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það hefur lengi verið viðloðandi stéttarfélög að þátttaka í kosningum er mjög lítil bæði um stjórn og kjarasamninga.  Fólk er orðið svo vant því að hafa í raun lítil áhrif og stór gjá er á milli stjórnenda og félagsmanna.

Jakob Falur Kristinsson, 11.3.2009 kl. 16:55

2 Smámynd: Sigurður Rúnar Magnússon

Ég tek heilshugar undir þetta nú þarf bara gera sömu byltinguna í hinu stóra félaginu.  Eflingu stéttarfélagi.

Sigurður Rúnar Magnússon, 11.3.2009 kl. 21:25

3 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Tja ... ekki fékk ég að kjósa í þessum kosningum þótt ég sé búinn að vera félagsmaður VR í mörg ár. Ég reyndar greiddi síðast félagsgjald í janúar/febrúar og þar síðast í ágúst/september. Þau hefðu allavega fengið eitt atkvæði í viðbót til að bæta við tölfræðina :)

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 12.3.2009 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband