Baugur gjaldþrota - endanlegt fall útrásarinnar

Gjaldþrot Baugs markar mikil þáttaskil í íslensku viðskiptalífi. Þetta mikla fall er í raun hið endanlega skipbrot íslensku útrásarinnar. Í sögubókum framtíðarinnar mun útrásinni á undanförnum árum verða lýst sem mikilli loftbólu, sem var að mestu án innihalds og hrein svikamylla. Þessi leiðarlok markar því um leið endalok mikils sjónarspils.

Mikið var talað gegn þessum sjónhverfingum í bissness. Þeir sem gagnrýndu hana voru úthrópaðir í samfélaginu. Þeir höfðu allir rétt fyrir sér. Á þá átti að hlusta og taka meira mark á þeim. Þeir standa uppi sem boðberar sannleikans.

En hvað verður um bissness Baugsmanna hér á Íslandi? Á maður að trúa því að ekki verði gengið á Haga. Á viðskiptagjörningur Baugsfeðga varðandi Haga að verða endanleg niðurstaða. Varla getur það gengið upp.

mbl.is Ósk um gjaldþrotaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Stefán Friðrik,þú heldur þig við sama heiðarðhornið/ferðu aldrei i Bónus/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 11.3.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband