Ný framboð ná engu flugi - fjórflokkur sterkur

Nýjasta skoðanakönnunin gefur til kynna að grasrótarframboðin, Borgarahreyfingin og L-listinn, ná engu flugi. Mér finnst mjög merkilegt hversu fjórflokkurinn hefur sterka stöðu eftir allt sem á undan er gengið í íslenskum stjórnmálum á síðustu mánuðum. Ákallið eftir breytingum virðist ekki ná út fyrir fjórflokkana. Spurt verður þó um það hversu miklar breytingar verða innan þessara fjögurra flokka. Ljóst er að ný forysta verður kjörin í Sjálfstæðisflokknum og bendir flest til þess að nýr formaður hans verði um fertugt.

Engar breytingar hafa orðið í prófkjörum Samfylkingarinnar. Þar hafa sitjandi ráðherrar bankahrunsins verið klappaðir upp, sumir með traustri kosningu þrátt fyrir að hafa sofið á vaktinni. VG hefur engu breytt nema að hafna Kolbrúnu Halldórsdóttur og umhverfisöfgum hennar í Reykjavík og velja Svandísi Svavarsdóttur og Lilju Mósesdóttur í örugg þingsæti. Frjálslyndir virðast heillum horfnir. Framsókn hefur endurnýjað sig nær alveg frá síðustu kosningum, ef Siv Friðleifsdóttir er ein undanskilin.

Þetta verða kosningar þar sem horft verður til breytinga og pólitískra þáttaskila. Ég vona það. Slík eiga skilaboðin að vera. Við eigum að velja nýtt fólk til forystu og stokka hressilega upp. Því vekur athygli að fjórflokkurinn dómínerar algjörlega en nýju framboðin ná ekki flugi. Væntanlega hefði lengri kosningabarátta hjálpað þeim eitthvað, en þetta er erfið barátta við tímann fyrir lítið skipulagða maskínu með litla peninga.

mbl.is Samfylkingin stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband