Ragnheiður Elín og Unnur Brá leiða í Suðrinu

Ég er mjög ánægður með fyrstu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðrinu. Þar eru Ragnheiður Elín og Unnur Brá í forystu. Líst mjög vel á það. Þær eru öflugar og traustar - eiga skilið að leiða listann í kjördæminu. Margir töldu djarft hjá Ragnheiði Elínu að færa sig í Suðrið en þar tefldi hún skynsamlega og vel, leysti líka vissa leiðtogakrísu í kjördæminu. Hún bauð flokksmönnum þar nýjan og góðan valkost.

Unnur Brá, góð vinkona og félagi úr SUS-starfinu í denn, hefur verið að styrkjast í pólitíkinni á síðustu árum og verða traust forystuefni á Suðursvæðinu. Hún varð sveitarstjóri í Rangarþingi eystra eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar og náði svo fimmta sætinu á framboðslistanum í Suðrinu fyrir síðustu kosningar. Hún stimplar sig inn á þing nú. Óska minni góðu vinkonu til hamingju með árangurinn!

Vona að Íris Róbertsdóttir færist upp fyrir Árna Johnsen þegar líður á talninguna. Bind vonir við að fleiri ungliðar verði ofarlega líka. Ég held að allir viti um skoðanir mínar á Árna Johnsen. Varla þörf á að endurtaka það hér og nú.

mbl.is Ragnheiður Elín efst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Stebbi minn þú ert örugglega ekki einn um skoðanir á Árna Johnsen - he he

Gísli Foster Hjartarson, 15.3.2009 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband