Átti Jón Ásgeir snekkjuna og flugvélina?

Varla er nokkur hissa á því að Jón Ásgeir hafi selt snekkjuna og flugvélina, enda Baugur kominn á hausinn og blekkingarhjólið verið stöðvað. Á þessi tilkynning að fá þjóðina til að vorkenna honum eða til að róa landsmenn? Þeir fái á tilfinninguna að Jón Ásgeir ætli nú að slá af í lífsstandard og taka því rólega. Meira ruglið.

En stóra spurningin er sú hver átti þessa snekkju og flugvél. Napra staðreyndin virðist vera sú að bankarnir hafi átt þetta allt og fjármagnað þessa vitleysu. Kjaftasagan um íbúðina í New York var jú sú að hún hafi verið lánuð í topp af Landsbankanum. Tekin svo upp í skuldahítina.

Ég sá um daginn hina miklu frétt að Jón Ásgeir hefði verið á farrými skör neðar en Saga Class og verið mjög órólegur. Efast um að margir gráti í takt við þessa aumu pr-mennsku vissra aðila.


mbl.is Jón Ásgeir selur snekkju og flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Auðvitað átti hann ALDREI eitt eða neytt í þessu, þetta var allt eign bankanna sem lánuðu honum upp í topp til að geta keypt "einkaþotu, snekkju og penthouse íbúð".  Menn geta svo spurt sig AF HVERJU vildi Jón Ásgeir fara út í jafn "heimskulegar neyslufjárfestingar...??"   Svarið er frekar augljóst:  "með því að geta sagt við bankastjóra að hann hefði t.d. flogið á fundinn í einkaþotu og síðan segir hann við þessa sömu bankastjóra að hann verði í viku frí á snekkjunni sinni o.s.frv - síðan kemur að því að Jón (Toxit geilsaBAUGUR) biður þennan bankastjóra um "tug milljarða lán" fyrir nokkrar verzlanir sýnar, það gengur nefilega svo vel hjá mér - ég þarf að bæta við fleiri verzlunum!  Hann fær lánið og "bingó - hann flýgur til næsta bankastjóra & þess næsta" alstaðar er spiluð sama rullan.  Hann fær því miður "endalaus lán út á falska ímynd...."  Á næstum tveim árum mun koma rækilega í ljós hversu mikið af hans viðskiptum voru "svikamyllur..!"  Eflaust má finna eitthvað sem vitræn glóra var í, sérstaklega í byrjun, en síðustu 2 árin eða svo þá held ég að Jón hafi einfaldlega misst sig út í eitthvað brjálæðislegt "egó flip - því miður fyrir alla sem lánuðu honum þá skilur hann eftir sig sviðna jörð, "jafnt hérlendis sem erlendis".

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 16.3.2009 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband