Logos vinnur úr málum Baugs - er þetta í lagi?

Gjaldþrot Baugs er risavaxið í Íslandssögunni. Því vekur eðlilega athygli að Erlendur Gíslason, lögmaður hjá Logos, sé valinn skiptastjóri þrotabúsins. Tengsl Logos við Baug eru augljós og endanlega staðfest nú. Er þetta í lagi? Ætlar þjóðin virkilega að láta þetta yfir sig ganga? Er að eðlilegt að lögmaður þessarar lögfræðistofu taki öll völd í þessu mikla þrotabúi - staða skiptastjóra er jú gríðarlega sterk í þessu ferli.

Allar vanhæfisreglur hljóta að verða virkar í þessu máli - allar bjöllur hljóta að klingja. Miklu skiptir að mál á borð við þetta sé hafið yfir allan vafa og augljóst sé að unnið verði heiðarlega og vel. Enginn vafi má vera þar. Varla er hægt að finna stofu sem tengist fyrirtækinu Baugi með jafn afgerandi hætti og Logos.

Þessi tengsl eru nú endanlega staðfest. Hafa vissir menn aðra í vasanum endalaust? Þennan gjörning verður að stöðva!


mbl.is Logos vann fyrir Baug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta er ekki í lagi - ef þessi náungi á Logos er að ljúga þá á að svifta hann lögfræðileifi núna

Jón Snæbjörnsson, 16.3.2009 kl. 11:41

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sæll Stefán,

Það er allt á sömu bókina lagt. Menn kunna ekki lengur að segja satt. Þetta er bara virkilega spennandi í hinu s.k. Nýja Íslandi!!!

Kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 16.3.2009 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband