Natasha Richardson látin - Redgrave-ógæfan

Natasha Richardson (1963-2009)
Þá er breska leikkonan Natasha Richardson, eiginkona leikarans Liam Neeson, látin, aðeins 45 ára að aldri. Þetta eru afar sorgleg endalok, en haldið var um stund í þá veiku von að hún myndi ná sér. Natasha Richardson var ekki aðeins heimsþekkt leikkona og gift frægum leikara, einum af þeim bestu í kvikmyndabransanum, heldur afkomandi þekktra leikara.

NR og Neeson
Móðir hennar er óskarsverðlaunaleikkonan Vanessa Redgrave, sem þekktust er fyrir óskarstúlkun sína í Juliu árið 1977, auk Agöthu og Howards End, og pólitíska þátttöku og umdeildar skoðanir, og faðir hennar var leikstjórinn Tony Richardson, sem hlaut leikstjóraóskarinn fyrir kvikmyndina Tom Jones árið 1963 og gerði t.d. ennfremur Blue Sky í upphafi tíunda áratugarins.

Vanessa Redgrave
Vanessa var eitt sinn í sambúð með Bond-leikaranum Timothy Dalton, og er auðvitað dóttir hins fræga breska leikpars Michael Redgrave (sem var einn besti leikari Bretlands fyrr og síðar) og Rachel Kempson. Natasha lék sjálf talsvert og átti ágætis feril, lék t.d. í myndinni um Patty Hearst og Nell (hún kynntist Neeson við gerð hennar) og Parent Trap.


Hún var samt alltaf í skugga systur sinnar, Joely, sem þekkt er fyrir leik sinn í Nip/Tuck og fjölda kvikmynda. Redgrave-ógæfan er orðin margfræg. Þó fjölskyldan hafi verið mjög fræg og verið ein sú traustasta í breskri leiksögu og orðið heimsfræg hefur hún orðið fræg fyrir persónulega erfiðleika og ólán í einkalífinu. 

Sjálf neitaði Natasha þessu oft og sagði þetta þjóðsögu. Sorgleg örlög hennar fær eflaust marga til að hugsa um Redgrave-ógæfuna.

mbl.is Natasha Richardson látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög góð færsla og ótrúlega sorglegt þegar að svona gerist :(

En reyndar kynntist Natasha Neeson þegar að þau voru saman í Broadway leikriti árið 1993 en gerðu síðan myndina Nell fljótt þar á eftir. En þau urðu ástfangin þegar að þau voru í þessu leikriti.

Iris (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband