Feigðarflanið mikla - máttur iðrunarinnar

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði rétt í að biðjast afsökunar á mistökum sínum á Skjá einum í kvöld. Hinsvegar er það alveg rétt hjá honum að stór hluti vandans er í bankakerfinu. Þann hluta þarf að gera upp og ég hef fulla trú á því að það gerist í rannsóknarferlinu og því sem tekur við í kjölfarið. Óhjákvæmilegt er að þeir sem unnu óeðlilega og áttu stærstan þátt í hruninu axli ábyrgð á því. Þeir sem leiddu þjóðina á þessum tíma eiga fyrst og fremst að sjá sóma sinn í að stíga til hliðar og hætta í stjórnmálum.

Geir H. Haarde ber mikla ábyrgð á því að hafa ekki gripið í taumana. Sjálfur hefur hann vikið af sviðinu, þá ákvörðun ber að virða. Ríkisstjórn hans svaf á verðinum. Sjálfsagt er að hann viðurkenni þá ábyrgð. Hann átti að gera það fyrir löngu síðan, enda er hún svo augljós. Mikilvægt er nú að við forystu Sjálfstæðisflokksins taki stjórnmálamenn sem ekki sátu í ríkisstjórninni sem brást. Þeir sem lögðu upp í feigðarflanið með Samfylkingunni eiga að víkja og láta öðrum forystuna eftir.

Því var mjög ánægjulegt að sjá nýja forystu myndast innan flokksins með prófkjörssigri Bjarna og Illuga, manna sem höfðu varað við hruninu í blaðagreinum og verið gagnrýnir á samstarf með SF. Ekki þarf mikinn spámann til að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin munu ekki í fyrirsjáanlegri framtíð mynda saman ríkisstjórn eða vinna saman á landsvísu. Stjórn flokkanna var handónýt, ákvarðanafælin og léleg. Hún stóð sig ekki í stykkinu.

Ég er einn þeirra sem varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum með pólitíska forystu Geirs. Ekki aðeins hans heldur fleiri innan flokksins sem leiddu okkur út í stjórnarsamstarf sem var andvana fætt. Ég gaf því tækifæri og afneitaði ekki þeim valkosti þegar hann kom til sögunnar. En þetta small aldrei saman og eftirmæli þessarar stjórnar verða því miður að hafa sofið á verðinum þar hún tók skellinn. Hún fékk hinsvegar ekki tækifæri til að standa í lappirnar og bæta fyrir mistök sín.

Betri valkostur er fyrir Sjálfstæðisflokkinn að standa utan ríkisstjórnar en stóla á sundraðan og veikan flokk margra fylkinga á borð við Samfylkinguna. Reynslan sýnir okkur að sá flokkur er í miklum innri væringum og ekki hægt að treysta honum - brást í verkefninu sem hún lagði upp í. Hún lagði á flótta frá vandanum.

Ég met mikils að menn geti beðist afsökunar. Slíkt er manndómsmerki. Margir fleiri þurfa að gera það en stjórnmálamenn. Þeir sem leiddu okkur út í þetta fen, útrásarvíkingar og bankamenn bera stóra ábyrgð sem þeir verða að taka á sig. Þeir hafa sloppið of billega frá þessu.

Ég skynja að Geir iðrast sinna mistaka. En hann greinilega túlkar stóru mistökin sín að hafa treyst á Samfylkinguna. Æ betur sést hversu mjög hann þóknaðist þessum margsundraða flokki og lagði eigin örlög í hendur aðila sem voru ekki heilsteyptir.

mbl.is Bankaleyndin gengið út í öfgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég missti algerlega af því að Geir bæðist afsökunar, en sá hann hafna því. Frétt Morgunblaðsisn er á sömu leið, svo ég skil bara ekki hvað þú ert að segja Geir hafa beðið afsökunar.

- Hitt er að þó Geir og einhverjum fleirum í Sjálfstæðisflokki henti að ásaka Samfylkingunni um að hafa misst þolinmæðina með „ekkerti“ Geirs þá hefur það aldrei talist gáfulegt í íslenskum stjórnmálum að dæma sjálfan sig til útlegðar með svona árásum og gífuryrðum eins og Geir notar.

Helgi Jóhann Hauksson, 21.3.2009 kl. 01:53

2 identicon

Hann baðst ekki afsökunar á einu né neinu í þessu viðtali, talaði um að hann gæti það svosem en í stað þess að gera það þá fór hann gera lítið úr sínum afglöpum í starfi og benda á að Bankarnir hefðu verið miklu verri, eins og smákrakki sem kann ekki að skammast sín.

Bjarni Hallsson (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 03:23

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvernig getur verið bót að því fyrir flokkinn að fá mann til formennsku, sem

1) gerðist jarðýta fyrir stórfyrirtækin með nefndum Illuga með því að leggja til enn frekari lækkun tekjuskatts fyrirtækja, þótt 15 prósentin, sem sá skattur stóð þá í og stendur enn, sé sá lægsti í OECD-löndunum?

2) lagði með Illuga til, að Íbúðalánasjóður yrði leystur upp og lagður undir bankana þrjá (sem rúlluðu reyndar áður en þeir komu þessu í framkvæmd á þingi)?

3) stefnir GEGN vilja 73–75% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, sem eru andvígir því, að sótt verði um inngöngu í Erópubandalagið?

4) er sjálfur margflæktur í mál stórfyrirtækja?

5) er einn þeirra, sem ábyrgð bera á því, að flokkurinn hefur fjarlægzt svo kristin gildi, að kristnir langtímakjósendur hans horfa upp á það með skelfingu?

(sjá nánar um allt þetta HÉR).

Annars virði ég við þig hreinskilni þína um nauðsyn endurnýjunar, Stefán. Bjarni er hins vegar ekki rétti maðurinn til forystu.

Jón Valur Jensson, 21.3.2009 kl. 04:09

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Skynja þennan pistil þinn hvort tveggja í senn; einlægan og frasakenndan.

Feigðarflanið sem þú lýsir svo stórbrotið ..... viltu þá ekki segja með hverjum þeir hefðu frekar átt að mynda stjórn?  What they maybe should have done?  Framsókn,  sammála það hefði verið flott, þá hefðu raunverulegir axlberar hrunsins fengið það beint í andlitið, þið og þeir eða ertu kannski að gefa í skyn að samstarfsflokkurinn hafi siglt með ykkur að þessu feigðarflani.

Tek undir mat þitt að það sé  betri valkostur að þið standið alveg utan við 'völd og stjórn' nokkur kjörtímabil.

En bíddu ... lagði á flótta frá vandanum,  hver er að skeina skítinn þessa dagana?

Þú virðist heill og sannur í þínum skoðunum,  reyndu að halda því en ekki detta í svona fúla forritaða frasa. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.3.2009 kl. 07:12

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Auðvitað voru það mistök hjá Geir að fara í samstarf við margklofinn og sundurtættan stjórnmálaflokk.

Bjarni Ben. talar í dag eins og hann hefur áður gert mjög skýrt um evru og esb-aðild.

Samfó og Vg( mín ósk að þeir sameinist ) hafa lýst yfir mikilli ást sín á milli á síðustu dögum, eru tilbúnir að setja málefnin til hliðar til að koma í veg fyrir (útiloka) Sjálfstæðisflokkinn frá því að komast í ríkisstjórn. Sem dæmi Helguvík sem fer ekki gegn nema með stuðningi Sjálfstæðisflokksins.

Stóra spurningin er þessi, vilji innan vg gagnvart Esb-aðild er 0 en sf segir að þetta sé stæðsta málið í komandi kosningum.

Óðinn Þórisson, 21.3.2009 kl. 09:31

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þessu að stórum hluta Stefán Friðrik,en samt,Geir er var of linur að mínu mati/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.3.2009 kl. 10:12

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sjálfstæðisflokkur og helstu þingmenn hans og áhrifamenn tjáðu mjög skýra „innlokunarstefnu“ að uppleggi Kristjáns Loftssonar og Davíðs Oddsonar og að þeir myndu ekki samþykja ESB-aðildarviðræður á komandi flokksþingi.

Þegar svo var komið hafði Samfylking ekkert nema að vinna við að ganga til samstarfs við VG og að láta eftir kröfum um kosningar sem fyrst. VG hlýtur að vera fyrsti samstarfsaðili um velferð og félagslegt öryggi sem svo illilega  þarf nú að tryggja.

Berlega eru fjárhagslegir einkahagsmunir Kristjáns Loftssonar og annarrra viðlíka miklu veigameiri en efnhagslegur stöðugleiki þjóðarinar og áhrif í þeim málum sem okkur snerta við ákvarðanatöku ESB í augum Sjálfstæðisflokks.

Auk þess sem það friðaði afar viðkvæmt og spennuþrungið andrúmsloft sem ríkti í þjóðfélaginu.

Helgi Jóhann Hauksson, 21.3.2009 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband