Spron heyrir sögunni til

Spron heyrir sögunni til eftir inngrip Fjármálaeftirlitsins í dag. Þetta eru mjög harkaleg endalok í sögu þessa stóra og volduga sparisjóðs sem forðum var flaggskip hinna íslensku sparisjóða og var tákn um trausta viðskiptahætti lengst af. Ég vorkenni aðallega starfsmönnum Spron en augljóst að þeir eru nær allir atvinnulausir eftir atburði dagsins, þegar Spron verður í raun skúffa í Kaupþingi. Sparisjóðabankinn fer svo undir Seðlabankann.

Þegar samruni Kaupþings og Spron var í umræðunni var mikið talað um hversu margir starfsmenn myndu verða eftir hjá Spron, sem átti að starfa áfram í nær óbreyttri mynd að því er fullyrt var. Nú eru endalokin staðreynd og starfsmennirnir búnir að missa vinnuna. Ég held að allir hljóti að hugsa til þeirra sem þarna missa vinnuna.

Spron hefur verið ein umdeildasta fjármálastofnun landsins síðustu árin og mikið barist um yfirráðin yfir þessu forna og volduga fyrirtæki, sem hefur verið á fallanda fæti síðustu mánuði. Endalokin eru blóðug, eftir eru aðeins rústir þar sem áður var stöndugt og traust fyrirtæki.

mbl.is SPRON til Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefanía

Þetta er þyngra en tárum tekur, ég trúi varla að bankinn minn sé ekki lengur til.

Stefanía, 21.3.2009 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband