Hreinn embættismaður eða ævintýramaður?

Mér fannst mjög áhugavert að lesa viðtalið við Hrein Loftsson sem fellir mikla dóma yfir einkavæðingarferlinu og þeim sem hafa farið yfir strikið á síðustu árum í skjóli bankavaldsins. Vissulega er það gott að hann tali um ævintýramenn og sé heiðarlegur í mati á þeim sem hafa skilið þjóðina eftir í skuldafeni. En hverjir eru þessir ævintýramenn sem hann talar um? Er Hreinn sjálfur án tengsla við þessa ævintýramenn. Þegar litið er á Baugsmálið og stærsta eiganda Glitnis er ekki nema von að hugleitt sé hvort Hreinn sé að fella dóma inn á við hjá sjálfum sér.

Á amx.is í dag er góð umfjöllun um þetta. Þar segir orðrétt: "Ummæli embættismannsins fóru sem ferskur blær um smáfuglana sem fögnuðu því að nú væri kominn fram hreinn embættismaður sem gæti hafist handa við að uppræta flókin viðskiptanet útrásarvíkinganna og varpa ljósi á það sem þar gerðist. Vona smáfuglarnir að embættismaðurinn beini fyrst sjónum sínum að stærsta gjaldþroti Íslandssögunnar sem með ævintýralegum hætti tókst að fá að láni um þúsund milljarða króna. Mörgum spurningum þarf hinn aldni embættismaður að leita svara við.

Hverjir voru það sem færðu slíkt fé út úr Glitni til eigin félaga að stjórnendum bankans varð svo mikið um að haldnir voru næturfundir með ráðamönnum? Hver var stærsti og áhrifamesti hluthafi Glitnis þegar bankinn fór á hausinn? Hver hafði barist árum saman um yfirráð í Glitni? Hver notaði fé Glitnis og annarra íslenskra banka til að fjármagna eina mestu skuldsettu útrás í Evrópu? Hverjir notuðu íslenskt lánsfé til að kaupa einkaþotur og snekkjur fyrir milljarða króna? Hverjir skulduðu á tímabili hátt í þúsund milljarða á Íslandi?

Hverjir fengu bankann sinn til að beina fjárfestingum af flestum sviðum bankans í eigið fyrirtæki? Hverjir áttu fjölmiðlaveldi sem notað var til að fylgja skuldaævintýrinu eftir af mikilli hörku? Hverjir létu fjölmiðla sína ofsækja stjórnmálamenn sem stóðu í vegi fyrir skuldavextinum? Hverjir hafa kostað íslenskan almenning mest í sögu landsins? Hverjir voru þessir ævintýramenn sem settu bankana á hliðina? Hverjir voru ævintýramennirnir sem stóðu að baki stærsta gjaldþroti Íslandssögunnar sem kostað var af íslensku bönkunum?"

Góðar spurningar. Svipað fór í gegnum huga minn þegar ég las þetta viðtal við embættismanninn Hrein sem eins og hreinn stormsveipur gerði upp við mann og annan.

mbl.is Lentu í höndunum á ævintýramönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Frábært nafn "Hrein - Loftsson" í ljósi þess að fjöldi "stjórnmálamanna & útrásár skúra - þar með talinn umræddur Mr. Clean, þurfa að útskýra aðeins betur fyrir þjóðinni hvað gerðist á þeirra vakt - var þetta bara óheppni og nú er ævintýrið búið, eða var þetta allt saman "lofbólu hagfræði" og er þetta þannig föður Mr. Clean að kenna?  Þegar Mikki refur (Toxit Jón) bauð BLÁSKÁ upp á skemmdu vínberin (ca. 300 millur eða svo) - hvar var samviska Mr. Clean?  Þegar stórt er spurt er fátt um svör....  En ég er ánægður að Hr. Hreinn & beinn ætli nú að hreinsa upp eftir sig & vini sýna, ekki veitir af..!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 24.3.2009 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband