Aukið umfang saksóknara - nauðsynlegt skref

Mjög mikilvægt er að tekin hafi verið formleg ákvörðun um að fjölga starfsmönnum hjá sérstökum saksóknara bankahrunsins. Augljóst var allt frá upphafi að auka þyrfti umfang starfseminnar gríðarlega, til að ná utan um málið og að það væri einhver trúverðugleiki yfir störfum þess. Mikilvægt er að hlúa vel að þessu starfi svo landsmenn finni vel fyrir því að alvara er í þessari rannsókn og hún geti tekist á við hið risavaxna verkefni sem þetta mikla hrun er.

Koma Evu Joly til landsins og boðskapur hennar var gott innlegg í þessa vinnu. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld og embættismenn geti treyst á góða ráðgjöf frá henni og fleirum sérfræðingum, auk þess sem starfsmönnum við embættið fjölgi í takt við aukið umfang. Þetta eru nauðsynleg skref á þeirri vegferð sem við erum á til að klára þetta mál með trúverðugum hætti.

Þetta mál hvílir sem mara yfir þjóðinni og það verður að vinnast fumlaust og af ábyrgð.

 
mbl.is Saksóknari fær 16 fastráðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband