Er Obama að missa tökin á ástandinu?

Obama
Ég hef sjaldan eða aldrei séð Obama forseta eins vandræðalegan og þegar Ed Henry, fréttamaður CNN, spurði hann hreint út á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld af hverju hann hefði beðið í nokkra daga með að fordæma bónusgreiðslurnar margfrægu í AIG. Svarið var: "It took us a couple of days because I like to think about what I'm talking about before I speak". Þvílíkt klúður.

Obama virðist vera að missa tökin á eigin flokki vegna efnahagstillagnanna. Gagnrýnin eykst þar dag frá degi. Kent Conrad var ekki að spara stóru orðin í gagnrýni sinni í dag. Þingleiðtogar demókrata eru að færa sig upp á skaftið í sínu hlutverki í þinginu og sýna æ meira sjálfstæði í garð forsetans.



Annars vakti mesta athygli við blaðamannafundinn að Obama sleppti að nota teleprompter, sem hafa orðið einkennismerki hans, enda fylgja þeir honum hvert sem hann fer. Hann virðist hafa fengið nóg af gríninu um að hann sé forseti telepromptera og notaði í staðinn í kvöld stóran skjá í salnum til að hjálpa sér við tjáninguna. Þvílíkt og annað eins.



Þegar líða tók á blaðamannafundinn sást þegar Rahm Emanuel, starfsmannastjóri Hvíta hússins, og Valerie Jarrett, ráðgjafi forsetans, létu Blackberry-síma ganga á milli sín til að slá inn texta á skjáinn fyrir forsetann. Það gerist margt bakvið tjöldin hjá þessum forseta.

Varla furða að Bill Bennett sagði eftir blaðamannafundinn að Obama hefði helst viljað fara að sofa eftir spurningu Ed Henry sem hitti hann illa fyrir. Mér sýnist að ástarsambandi fjölmiðla við Obama sé formlega lokið.


mbl.is Obama hringdi út í geim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valan

Ég bý í USA og varð að slökkva á fundinum hérna áðan ég fékk svo mikinn kjánahroll.

Valan, 25.3.2009 kl. 03:45

2 identicon

Þetta eru ljótar fréttir að vestan og valda áhyggjum. Svona voða voða mikið klúður! Sástu ekki enn meira klúður í viðtalsþætti við forsetann við Jay Leno? Gott að þú lætur okkur vita af þessu. Maðurinn hlýtur fyrr eða síðar að axla ábyrgð.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 11:07

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna erum við ekki sammála Stefán Friðrik,Obama hefur og er að styrkja stöðu sina vel að mínu áliti !!!Horfði á hann hjá Jhon leno i gær þar fór hann á kostum,en erfitt er ástandið þarna ekki siður en hérna/Halli gamli 

Haraldur Haraldsson, 25.3.2009 kl. 15:08

4 Smámynd: Valan

Obama er málgagn Wall Street - skoðaðu bara hverjir eru ríkisstjórn hans.

Valan, 25.3.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband