Opin skýrsla hjá Evrópunefndinni

Mér finnst skýrsla Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins mjög opin og gefur enga eina niðurstöðu inn á landsfundinn. Niðurstaðan mun ráðast af skoðanaskiptum í Laugardalshöllinni á morgun, eftir framsögu Kristjáns Þórs Júlíussonar, formanns nefndarinnar. Enda er það eðlilegt að skýrslan sé vinnuplagg inn á fundinn þar sem farið er yfir málin. Svo verður það fundarmanna að taka afstöðu til þess. Sú umræða verður væntanlega lífleg og spennandi, enda heitar tilfinningar í málinu.

Mér finnst samt mjög ólíklegt að hörð Evrópustefna verði fyrir valinu. Þetta verður væntanlega mjög traust skýrsla gegn aðild, þó ekki verði í sjálfu sér útilokað. Ég les þannig í spilin að þetta verði lífleg skoðanaskipti en niðurstaðan verði að fara ekki í þann Evrópukúrs sem leit út fyrir að yrði ofan á meðan samstarfið við Samfylkinguna stóð enn.

Bæði formannsefnin í flokknum hafa tekið eindregna andstöðu gegn ESB-aðild og frekar lokað þeim glugga frekar en hitt, eftir að hafa horft jákvætt til Evrópuumræðunnar í upphafi meðan fyrra stjórnarsamstarf var við lýði. Ég tel að flokksmenn láti hjartað ráða för og kjósi gegn hörðum Evrópukúrs. Það er engin stemmning í flokknum fyrir þeirri keyrslu.

mbl.is Evran komi í stað krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getum við ekki bara tekið upp dollar?

Sigrún Lovísa Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 11:44

2 identicon

Hvað varðar formannsefni sem þú nefnir, þá geri ég ráð fyrir að þú sért að tala um Bjarna og Kriistján. Báðir hafa reyndar verið með opnum huga gagnvart aðildarviðræður. Annar með Illuga og hinn með Samherja. Ef þú birtir þetta þá eru þetta heimildir mínar:

Bjarni Benediktsson  formannsefni Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að beita sér fyrir afnámi verðtryggingar. Hann telur málið engan tíma mega missa. Bjarni segir jafnframt nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að gera upp hug sinn til ESB-aðildar. Sjálfur telur hann stöðugleika ekki nást með krónu og enginn kostur sé jafnsterkur og evran með ESB-aðild í stað krónunnar. (Pressan)
Tveir frammámenn Sjálfstæðisflokksins á þingi, Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, lýsa því yfir í Fréttablaðinu í dag að þeir vilji að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið og að innganga í sambandið verði borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.

 Um þessi málefni þarftu að vanda umfjöllun þína.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband