Beðist afsökunar á lágkúrulegri fréttamennsku

Morgunblaðið gerir hið eina rétta og biður Geir Hilmar Haarde, formann Sjálfstæðisflokksins, afsökunar á lágkúrulegri fréttamennsku sinni þar sem starfslokum hans var gert skil með komu hjálparhundar fyrir sjóndapran þingmann á Alþingi. Flestum blöskraði mjög þessi framsetning fréttamannsins sem fór í hundana með framgöngu sinni.

Þetta er eitthvað sem á ekki að sjást til fréttamanns á virtasta dagblaði landsins, eigi það og hún að halda einhverjum snefil af trúverðugleika. Því er afsökunarbeiðnin til Geirs í rökréttu framhaldi af umræðunni.

mbl.is Afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú í lagi að hafa smá húmor?

Björn G. (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 11:13

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér fannst þessi frétt fyrst og fremst krúttlegt - út af hundinum. Það  var verið að tala um tilviljanir. Ekki finnst mér svo rétt að dæma allan fréttamannsferil eins fréttamanns út af einu atviki.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.3.2009 kl. 11:16

3 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Þetta er gott fordæmi. Nú er komið að Geir að biðja þjóðina afsökunar á sínum afglöpum.

Sigurður Ingi Jónsson, 26.3.2009 kl. 11:19

4 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Ég segi nú bara fyrir mig að ég sá ekkert sérstaklega athugavert við þessa frétt og fannst eiginlega bara sniðugt að tengja þá saman á Norskum uppruna. Eitthvað hefur farið framhjá mér því mér fannst fréttin frekar jákvæð í ljósi þess að Helgi fær þessa líka fínu aðstoð.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 26.3.2009 kl. 11:29

5 identicon

Það er hægt að biðjast afsökunar á þessu já.. en ekki á grein Kolbrúnar Bergþórsdóttur varðandi Frjálslynda Flokkinn.

Arnar Bergur (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 12:39

6 identicon

Þú verður að útskýra hvað var svona móðgandi við þessa frétt? Afhverju blöskrar fólki?

Ingi Björn Guðnason (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 13:31

7 Smámynd: Einar Axel Helgason

Já, stórundarlegt að þessar fréttir skuli settar saman, enda um vænan hund og góðan að ræða, heyrist mér.

Einar Axel Helgason, 26.3.2009 kl. 16:43

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Og Geir biður flokkinn sinn afsökunar á dómgreindarlausri stjórn flokksins, ekki þjóðina.

hilmar jónsson, 26.3.2009 kl. 23:33

9 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þetta var högg undir beltisstað. Dálítið ólíkt Morgunblaðinu.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 28.3.2009 kl. 09:50

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er ekkert að marka afsökunarbeiðnir einar og sér. Orðunum skal fylgja viðhlítandi gjörningur. Þessi fréttamaður á að hætta.

Baldur Hermannsson, 28.3.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband