Góður landsfundur - þrumuræða Davíðs

Ég er mjög ánægður með landsfund okkar sjálfstæðismanna. Þetta hefur verið frábær helgi með góðum vinum og kunningjum. Okkur hefur tekist að skyggja algjörlega á fundinn hjá Samfylkingunni og ná fókus á okkar mál og baráttupunkta fyrir kosningarnar. Davíð Oddsson flutti mikla þrumuræðu og gerði upp átakamál síðustu mánaða traust og flott. Hann var í essinu sínu, tókst algjörlega að skyggja á formannsefnin og um leið að klára lykilmál síðustu mánaða. Þetta var traust uppgjör.

Spennandi lokadagur fundarins er framundan. Kosið verður milli góðra valkosta í formannskjörinu. Þeir fluttu báðir góðar ræður og komu sínum áherslum vel til skila. Flokksmenn hafa þó skýra og ólíka valkosti í kjörinu. Framtíðin verður mótuð með kjöri nýs formanns.

mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Þrumari hefur fleiri en eina merkingu...

Björn Leví Gunnarsson, 29.3.2009 kl. 04:41

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ágæti Stefán, má þá álykta sem svo að þú hafir sama húmor og þrumuræðusmiðurinn?

Glottirðu, eða hlóstu upphátt,  það er spurning dagsins í dag?

Ef þú kallar þetta uppgjör, þá er ekki víst að þú ríðir feitum hesti við kosningauppgjör þjóðarinnar, enda var trú á þrumugvuði og aðrar vættir aflögð með lögum árið 1000 að mig minnir.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 29.3.2009 kl. 06:23

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Davíð minnti landsfundarmenn á hvernig formenn eiga að vera: málsnjallir, hugvitssamir og kjarkmiklir. Þessi ræða var hrein snilld.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 08:23

4 Smámynd: Heidi Strand

Var athyglissamkeppni í gangi?

Heidi Strand, 29.3.2009 kl. 09:20

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta var flott og magnþrungin ræða sem ég er mjög ánægður með.
Ég hef einhvernvegin á tilfinningunni að við höfðum ekki heyrt það síðasta frá honum fyrir þessar kosningar  það er a.m.k mín von.
Að Sigumdunur Ernir hafi fært sig til innan samsteypunnar - góður punktur.

Óðinn Þórisson, 29.3.2009 kl. 09:33

6 identicon

ánægjulegt að horfa uppá formanninn biðjast afsökunar á sínum þætti í hruninu,síðan kemur bitur gamall einstaklingur sem fyrrverandi formaður og upplýsir um kunnáttuleysi sitt á google,og drullar yfir eign flokksmenn sem settir voru til að meta hvað hafði brugðist,þar upplýsir hann sína fávisku að stefnan hljóti að hafa brugðist fyrst hann segir að mennirnir brugðust ekki síðan drullar hann yfir þa´sem eiga við þann hræðilega sjúkdóm alsheimer að etja ræðst síðan að einstakling í öðrum flokki sem missti barn í vikunni(svoleiðis er látið vera hjá fólki með einhverja sjálfsvirðingu)og davið bregst ekki frekar en fyrr með að geta ekki rætt um og borið virðingu fyrir fólki í öðrum flokkum.aumkunnarverður,sjálfstæðismenn sem ég hef rætt við og hafa einhverja virðingu fyrir náunganum hafa sagt mér að davið hafi stórskaðað flokkinn með svona framkomu rétt fyrir kosningar,það hafi bara verið skrýmsladeildin og hannesaræskan sem klöppuðu,hvoru tilheyrir þú,p.s. ég hef ekki trú á að þú hafir manndóm til að birta þetta en þú hefur gott af að lesa það. 

zappa (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 11:29

7 identicon

Ég brosti stundum, ég viðurkenni það alveg, en mér fannst ræðan smekklaus í flesta staði. Davíð opnaði munninn og sagði tvö orð, gerði svo hlé á máli sínu þá klappaði allur salurinn eins og salurinn væri fullur af litlum hlýðnum skólastrákum. Hvað voru Sjálfstæðismenn þá sammála því að Sjálfstæðisflokkurinn væri algjörlega saklaus af efnahagshruninu? Davíð líkti sér á mjög ósmekklegan hátt við ekki minni mann en sjálfan Jesús Krist. Svo gerði hann grín af kvennréttindabaráttu með því að gefa skít í það að nektardans væri bannaður. Landsfundargestir tóku undir og klöppuðu mansali lof í lófa. Svo tók Davíð sig til og gerði grín af alshæmer. Hann talaði einnig mikið um stjórnarskránna en gleymdi auðvitað að minnast á það að hann hefði marg brotið það plagg sjálfur. Hann líkti fólkinu sem mótmælti þessu ástndi sem hér hefur ríkt við arfa, takk fyrir það Davíð. ósmekklegt var einnig að hlusta á manninn gera grín af útliti Jóhönnu (,,hún lítur reyndar út ein og álfur út úr hól”) Sigurðar og því að hún væri samkynhneigð. Svo sagði hann að það væru mörg ár síðan hann hafi farið að hafa áhyggjur af bönkunum, bíddu, út af hverju gerði hann þá ekkert, út af hverju sagði hann þá ekkert, út af hverju í andskotanum gerði valdamesti maður íslands ekki rassgat til að koma í veg fyrir þetta, nei hann montaði sig frekar fyrir hverjar kosningar á því hvað kæmi mikið í ríkissjóð frá bönkunum. Það sem stendur eftir þessa ræðu er það eitt að maðurinn er svo firrtur að hann heldur því blákalt fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé bara algjörlega saklaus, hafi í raun bara ekki komið nálægt þessu. Já mikið getum við íslendingar þakkað fyrir að hafa átt mann eins og Davíð Oddsson, svo þarf enginn að segja mér það að ef ráðherranefndin sem öllu réði um sölu bankanna hefði viljað selja bankana í dreifðri eingaraðild þá hefði það ekki verið neitt mál, svo það er ansi ódýrt að klína því á Samfylkinguna að bankarnir hafi verið seldir vinum Sjálfstæðis og Framsóknarflokksins. Það er sem sagt bara áframhaldandi eintómur HROKI úr þessari áttinni! Einnig var aumkunarvert að hlusta á meðbærður fíflsins hlægja og klappa með öllu ruglinu.

Valsól (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 11:48

8 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll Stefán og þakka þér góðar greinar.  Mig langar til vita hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn til að ræða skuldaniðurfellingarleið Tryggva Þórs og fl. sem mér sýnist vera eina rökrétta leiðin til að koma fjölskyldunum í landinu til hjálpar.  Mín skoðun er sú að ef þessi leið verður valin og hún sé framkvæmanleg, þá eigi flokkurinn, ef hann fylkir sér um þessa leið, stóran möguleika á góðri útkomu í kosningunum.

Sigurður Sigurðsson, 29.3.2009 kl. 18:51

9 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Fannst þér allt smekklegt sem foringinn ykkar fór með, t.d. að bera sig saman við Frelsarann á krossinum, eða það að óska seðlabankastjóranum þess að vera veikur af alzheimer sjúkdómnum? Eins og Davíð getur nú verið skemmtilegur ræðumaður þá fannst mér hann ekki vera sá hinn sami og hann var fyrir, segjum 8 - 12 árum síðan, hann virkar beiskur og sár maður svo ég taki nú ekki dýpra í árinni.

Gísli Sigurðsson, 29.3.2009 kl. 21:22

10 Smámynd: Stefanía

Ég gat engan vegin heyrt Davíð " bera sig saman við Frelsarann", Það er ótrúlegt hvað fólk sýnir mikinn vilja til misskilnings og mistúlkunar þegar það er í vörn. Þetta var snilldarræða !

Stefanía, 29.3.2009 kl. 22:47

11 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ég held að Davíð hafi verið að reyna að fæla óháða kjósendur frá D og yfir til B eða S.  Taktískt er það rétt hjá Davíð.

Andri Geir Arinbjarnarson, 30.3.2009 kl. 00:32

12 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Bara svona upp á öryggið að gera þá langar mig að benda á að kaldhæðni kemur einstaklega illa fram í skrifuðu máli nema höfundur sé þeim mun betri penni en almennt gengur og gerist. Ég til dæmis forða mér frá því að reyna að vera kaldhæðin í lengstu lög ... og ég er að vona að öll "hallelúja" svörin séu kaldhæðni.

Björn Leví Gunnarsson, 30.3.2009 kl. 03:35

13 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Stefanía: Ég gat engan vegin heyrt Davíð " bera sig saman við Frelsarann"

Hérna er tilvitnunin: "Þeir þrjótar sem krossfestu Krist létu tvo óbótamenn honum til hvorrar handar á krossinum. En þegar verklausa minnihlustastjórnin hengdi þrjótinn Davíð, þá létu þau sig hafa það að hengja tvo strangheiðarlega og vandaða heiðursmenn, manninum sem þau þóttust eiga grátt að gjalda svona til samlætis."

Þetta er hefðbundin óbein tilvitnun, lætur áhorfanda túlka hvað er í raun og veru verið að segja ... Davíð setur sig óbeint í hlutverk Jesú með því að líkja hengingu samstarfsmanna sinna við hengingu óbótamannanna. Það er ekki hægt að segja að Davíð hafi beint líkt sér við Jesú, en tengingin þarna á milli gerir manni mjög auðvelt að draga þar línu á milli og segja að sú túlkun sé sönn.

Björn Leví Gunnarsson, 30.3.2009 kl. 04:05

14 identicon

Ef Davíð hefði hnerrað og sagt guð hjálpi mér, þá hefðu fjölmiðlar komið með útúrsnúninga um sagt að  Davíð teldi að hann væri í beinu sambandi við guð, eða eitthvað á þá vegu.

Allt sem maðurinn segir og gerir er túlkað á fjölda vegu með útúrsnúningum og rangtúlkunum.

jonas (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 18:47

15 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Þú hlítur að vera að grínast með þessari færslu. Þessi ræða var honum algjörlega til skammar.

Eggert Hjelm Herbertsson, 30.3.2009 kl. 18:48

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Snjöll samlíking, jonas. Davíð er risi og dvergarnir hata hann glórulausu hatri.

Einn Davíðshatarinn útskýrði þetta fyrir mér í fyrrasumar. Hann sagði: "ég hef ekkert á móti Davíð Oddssyni sem persónu og ekki heldur sem pólitíkusi eða Seðlabankastjóra, ég bara hata hann glórulausu, botnlausu og hamslausu hatri sem er ekkert hægt að útskýra".

Sem sagt: það var ekki mikið gagn að þessari útskýringu. Þessi maður er ágætlega greindur, háskólamenntaður, gegnir góðri stöðu hjá öflugu, víðfrægu fyrirtæki - og vinstri sinnaður.

Baldur Hermannsson, 30.3.2009 kl. 20:39

17 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Einn Davíðshatarinn útskýrði þetta fyrir mér í fyrrasumar. Hann sagði: "ég hef ekkert á móti Davíð Oddssyni sem persónu og ekki heldur sem pólitíkusi eða Seðlabankastjóra, ég bara hata hann glórulausu, botnlausu og hamslausu hatri sem er ekkert hægt að útskýra".

Beitum smá rökfræði og tölfræði á þetta dæmi þitt. Það er ekki hægt að draga neinar alhæfingar um hina "davíðshatarana" út frá þessum ákveðna Dhatara. Eitt stak úr þýði er ekki marktæk eða lýsandi fyrir það ... svolítið sömu mistök og Solla gerði á borgarafundinum þegar hún svaraði áhorfanda að (áhorfandinn) væri ekki þjóðin.

Dæmið snérist um að áhorfandinn var marktækara úrtak úr þýðinu en Solla vegna þess að færri þjóðfélagsþegnar eru utanríkisráðherrar en fleiri voru í sporum áhorfandans.

Aftur að þessum Dhatara þínum og þeirri "niðurstöðu" sem þú kemst að. Þú segir það svo sem ekki berum orðum að þessi Dhatari sé einkennandi fyrir þá alla en þú setur hins vegar enga fyrirvara á þá túlkun. Ef þú gefur eitt dæmi  án fyrirvara þá er of auðvelt að skilja það sem alhæfingu ... bara passa sig á svona næst ;)

Björn Leví Gunnarsson, 31.3.2009 kl. 02:54

18 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Finnst leiðinlegt að vera neikvæður ... en það sem jonas segir er hvorki samlíking né snjallt. Efast ekki um að Davíð, ef hann hefði viljað koma þeim skilaboðum á framfæri, hefði orðað það betur ... allavega á mun tvíræðari hátt OG fjölmiðlar voru ekki með neina útúrsnúninga á jesú samlíkingunni. Alveg eins og með úrtak Baldurs þá skein sú samlíking í gegn.

Björn Leví Gunnarsson, 31.3.2009 kl. 02:58

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn Leví, ertu ekki að grínast?

Baldur Hermannsson, 31.3.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband