Vinstrimenn setja neyðarhemilinn á

Nú þegar vinstrimenn geta ekki lengur kennt Davíð Oddssyni um allt sem aflaga fer í Seðlabankanum hljóta menn að hugsa um hvað hafi gerst á vakt Seðlabankans síðustu dagana. Krónan súnkar niður og allt er í voða. Hverjum ætla vinstrimenn að kenna um nú? Vandi er um að spá. Varla fara þeir að kenna sjálfum sér um þetta, sem þó væri ansi rökrétt túlkun á því sem gerist þessa dagana. Og þó.

Frumvarpið í þinginu er neyðarhemill á alla lykilþætti. Við erum að stefna í haftatíma á fullum krafti. Allt í boði vinstrimanna. Þetta er ekki beysin framtíðarsýn, ofan í skattatalið og hugleiðingar um höftin. Kannski ættu menn að fara að rifja upp hvernig Ísland var á tímum haftanna.

mbl.is Brýnt og óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stefán,

Viltu sem sagt meina að það sé sök þessarar stjórnar að útflytjendur komi ekki heim til Íslands með gjaldeyrinn og séu jafnframt  að braska með hann á undirmörkðuðum erlendis?

Þórdís (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 20:42

2 identicon

Stebbi Fr.

Hvað er í boði og frá hverjum ?

Allt sem hér hefur verið gert til að koma okkur í þetta ástand, og allt sem þarf að gera til að bjarga okkur úr því , var og er í boði Stebba Fr. og félaga í sjálfstæðisflokknum !

JR (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 21:19

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Fyrstu gjaldeyrishöftin voru sett á í síðustu ríkisstjórn, sem Sjálfstæðisflokkurinn átti aðild að. Þær reglur voru greinilega meingallaðar því menn fóru framhjá þeim höftum eins og ekkert væri og því er verið að setja þessar reglur núna, sem allir flokkar virðast vera sammála um að setja.

Það er því ódýr útskýring hjá þér að mínu mati að þessi neyðarhemlun sé í boði vinstri manna.

Smári Jökull Jónsson, 31.3.2009 kl. 21:22

4 identicon

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:00

5 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Það tekur mörg ár að þrífa skítinn upp eftir sjálfstæðisflokkinn. Það er sko ekki gert á örfáum vikum, því miður.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 31.3.2009 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband