Eignir fólks fuðra upp - aðgerðarleysi algjört

Mjög dapurlegt er að sjá hvert stefnir hjá fjölda fólks í íslensku samfélagi. Á hverjum degi heyrum við fréttir af fólki sem er komið að fótum fram, ævistarfið fuðrað upp í bálinu og enginn sem tekur á vandanum af festu og alvöru. Þetta er hinn napri veruleiki málsins. Stjórnvöld hafa ekki staðið sig í stykkinu. Enginn er að taka ákvarðanir sem skipta máli og tekur á stöðunni. Okkur vantar leiðtoga sem hafa bein í nefinu, skilja vandann og geta ráðist að rótum hans án hiks og málalenginga.

Stjórnvöld virðast ekki hafa bein í nefinu til að standa sig, sofa á verðinum og virðast vera að bíða eftir að einhverjir aðrir en þeir nái tökum á vandanum. Mér finnst raunalegt að sjá fjármálaráðherra þjóðarinnar ástunda ásökunarpólitík á fullum hraða þegar hann ætti að vera að taka ákvarðanir og leiða þessa þjóð. Hann virðist engar lausnir hafa á vandanum eða beinar aðgerðir á takteinum til að taka forystuna og leiða þjóðina út úr ólgusjó vandræðanna.

Sjálfsagt erum við komin í ferli þar sem stjórnvöld halda áfram að sofa af sér vandann og vona að allt lagist af sjálfu sér. En það mun ekki gerast. Okkur vantar fólk sem þorir að taka ákvarðanir og leiða okkur úr vandanum.

mbl.is Ævistarfið farið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Að "vera kominn að fótum fram" þýðir að vera við dauðans dyr.

En þessi ríkisstjórn er jafn slök og forverinn því Sjálfstæðismenn bjuggu til þetta kerfi sem verið er að vinna með. 

Þess vegna vill Borgarahreyfingin koma að breytingum því fjórflokkarnir geta ekki breytt um vinnulag.  

Margrét Sigurðardóttir, 1.4.2009 kl. 17:50

2 identicon

Þetta finnst mér ekki sanngjarnt hjá þér, Stefán.  Það er óraunhæft að gera þá kröfu að hægt sé að reisa við efnahag heillar þjóðar á örfáum vikum, þegar einn flokkur, sem ráðið hefur ríkjum í 18 ár, hefur brennt niður stoðir samfélagsins. Það er fyrst og fremst Sjálfstæðisflokknum að kenna að eignir fólks fuðra upp.

Við erum aftur á móti sammála um að þetta er sársaukafullt og dapurlegt ástand.

Baldur (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 17:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við þorum að taka ákvarðanir og leitum allra leiða út úr efnahagsvandanum.

Sértu fylgjandi fullveldi og viljir sjá breytingar skaltu hugleiða möguleikann.

Hugsum stórt, áfram Ísland! X-L

Guðmundur Ásgeirsson, 1.4.2009 kl. 18:24

4 identicon

Komd þú með hugmyndir!

 Ég lofa þér því að ef það væri hægt að "redda þessu" þá væri búið að því. Sérstaklega þar sem ný ríkisstjórn var sú sem gagnrýndi hvað mest aðgerðarleysi hinnar ríkisstjórnarinnar en hefur samt ekki "gert neitt"

Er orðin svo skelfilega leið á því að fólk tali um aðgerðarleysi því að það er ekki til nein töfralausn.   Það er bara ekki réttlátt að setja endalaust út á þá sem sitja í ríkisstjórnum sem eru án vafa að REYNA. Og hana nú.

sunna ókunnug (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 19:49

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ertu hissa? Þessi maður hefur aldrei borið skyn á fjármuniH hann hreykir sér á valdastólnum en kann ekki sð stjórna og veit ekkert hvað til bragðs skal taka. Vendu þig við þetta ástand strax. Svona verður það næstu 4 árin.

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 21:13

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stebbi minn... ertu haldinn afneitun og blindu á alvarlegu stigi eða er þetta hluti af hefðbundinni mykjudreif Sjálfstæðisflokksins..

Jón Ingi Cæsarsson, 1.4.2009 kl. 21:14

7 identicon

Það fer ekkert af stað fyrr en eftir kosningar og það er heldur ekki eins og stjórnarandstaðan sé með húsð sitt fult af hugmyndum, nema þá helst að ekki eigi að hækka skatta, sem þýðir að velferðakerfinu á að fórn á altari mammons.

Valsól (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:16

8 identicon

Sammála, Stebbi.  En hvers vegna?  Hér er mín skoðun.

Það engin hefð eða söguleg nauðsyn fyrir forystuhæfileikum í sögu landsins. Ég undanskil sögu landsins fram að Gamla sáttmála. Forystuhæfileikar koma ekki úr þurru lofti; þeir þurfa aðdraganda og sögu. Það er á þrem sviðum sem hefð forystuhæfileika skapast: frelsis og réttlætisbaráttu, iðnaðar og fjármálasviði, og hermennsku.

Okkur Íslendingum var meira eða minna rétt upp í hendurnar sjálfstæði okkar. Okkur vour gefnir ráðherrar, rituð var embættismannastjórnarskrá fyrir okkur, frelsið var gjöf frá Danakonungi. Rétt er að margir Íslendingar s.s. Fjölnismenn, Jón Sigurðsson, et. al gengu vaskir fram, en ekki er hægt að líta á þá sem frelsishetjur eða baráttumenn í neinum skilningi. Enginn íslenskur hugsjónamaður var nokkurn tímann hengdur í baráttu fyrir frelsi eða réttlæti til handa þjóðinni.

Þessi saga skapaði okkur Íslendingum hefð embættismanna en ekki leiðtoga. Bjarni Bjarnason, Geir Haarde, Davíð Oddson þetta ættu allt að vera færustu menn og miklir leiðtogar, framleiðsla okkar bestu skóla og stofnana. En þetta eru embættiskarlar og pólitískir þrasarar fyrst og síðast. En það er framleiðsla kerfisins, saga þjóðarinnar, hefð landsins.

Ég get ekki fjölyrt um sögu okkar í hernaði hvorki til sóknar né varnar. Hún er engin, en hermennska er mikill framleiðandi forystuhæfileika og forystuhefðar.

Íslendingar hafa verið afkastamiklir á sviði verslunar og viðskipta. En það hefur allt verið í litlum stíl, sniðið að þröngum stakki lítils hagkerfis. Engin meiriháttar átök á vinnumarkaði eru í okkar sögu með blóðsúthellingum, eymd og volæði. Fjármálahrun er óþekkt í okkar sögu, fyrr en nú.

Sjálfsagt eru margir Íslendingar sáttir við að saga landsins hefur verið laus við þau átök, áföll og skálmaldir sem dunið hafa yfir flest önnur ríki. En það hefur kostað okkur líka. En erfiðir tímar skapa mikla leiðtoga. Ef til vill er ástandið ekki orðið nógu slæmt ennþá fyrir íslensku leiðtogaefnin að stíga fram.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 22:25

9 identicon

Þú virðist ekki átta þig á því að þetta gerist eftir 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins þar sem fjármagnseigendur höfðu töglin og haldirnar og allt regluverk sem hefti frjálsan markað var af hinu slæma (Pétur Blöndal).  Skíturinn sem þessi valdaseta íhaldsins olli er einfaldlega allt of djúpur til þess að við komumst upp úr honum einn tveir og þrír.

Ekki voru viðbrögðin hjá ríkisstjórninni neitt allt of hröð þegar hrunið varð í október og ef ég man rétt þá voru sjálfstæðismenn við völdin þá.  Það er einmitt athyglisvert að heyra málflutning ykkar sjallanna nú þegar þið eruð komnir í stjórnarandstöðu og aðrir þurfa að taka til í skítnum eftir ykkur þar sem gengdarlaus spilling, einkavinavæðing og misskipting viðgekkst.

Þið einfaldlega klúðruðuð málunum rosalega þegar þjóðin þurfti að þola stjórnarsetu ykkar og nú er komið að skuldadögum.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 23:07

10 identicon

Heldur þú, Stefán, að þessi vandi sé jafnaldri núverandi ríkisstjórnar ?  Nei, góði minn, hann fylgdi með í kaupunum við stjórnarskiptin og það er ærið verkefni að uppræta þann fjanda.  En það krefst tíma og þolinmæði að klóra yfir skítinn.  Vonandi tekst það nú samt.  Ég hef fulla trú á liðinu sem nú er inná.

núll (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 23:54

11 identicon

Ég hallast nú frekar að því að sum "verk" núverandi ríkisstjórnar komi illilega í bakið á okkur seinna meir og ef svo "óheppilega" fer að þau lendi saman í næstu ríkisstjórn og þurfi að takast á við og lagfæra sín fyrri "verk" verður hringavitleysan fullkomnuð.  Mitt mat er að bæði Steingrímur og Jóhanna ofmeti getu sína í þessu vinnuferli og góðar hugmyndir frá öðrum virðist vera það versta sem í þeirra eyru kemur og auðvitað ekki skoðað.  Það virðist ekki vera sama hvaðan gott kemur.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 00:23

12 identicon

Stefán,

ég skildi ekki commentið hjá þessum ágæta manni.  Hann sagði að 75 ár væru farin í vaskinn.  Hvernig stjórn er á fyrirtæki, sem hefur verið rekið í þetta langan tíma, sem ekki getur staðið af sér 6 mánaða kreppu?

Nær væri að spyrja, hvað eru þessir menn búnir að borga sér í arð síðustu 75 ár.

kv

Jóhann (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 12:29

13 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég er sammála þér Stefán, ríkisstjórnin gerir akkúrat ekki neitt, ekki einu sinni "almennileg" vettlinga tök.

Við þurfum að sönnu leiðtoga, einstakling sem hefur bein í nefinu, dug, hugrekki og áræðni til að ganga hreint til verks og láta verkin tala, en ekki bara munninn, en það virðist vera það eina sem stjórnmálamennirnir eru færir um í dag.

Við höfum ekki efni á að hafa stjórnmálamenn sem eru sífellt hræddir við kjósendur og sveiflast eins og vindhanar eftir pólitískum vindum samfélagsins hverju sinni.

Það er deginum ljósara að slíkur er ekki til í stjórnarráðinu.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.4.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband