Óvænt forstjóraval - móða og stórfiskar

Ég verð að viðurkenna að val ríkisstjórnarinnar á Gunnari Andersen sem forstjóra Fjármálaeftirlitsins kom mér nokkuð á óvart. Enda hafði ég eins og fleiri átt von á að ríkisstjórnin tæki pópúlismann á þetta og myndi velja Vilhjálm Bjarnason sem forstjóra. Gunnar er mun minna þekktur og t.d. það lítið þekktur að engin nógu stór mynd er til af honum enda er hann í móðu bæði á fréttavef Moggans og vísis.is.

Vona samt að Gunnari gangi vel. Hans bíða mikil verkefni hjá Fjármálaeftirlitinu, eftir að síðasti viðskiptaráðherra skildi FME eftir nær stjórnlaust fyrir nokkrum vikum. Ég vona að Gunnar muni hafa annað að gera en nornaveiðar á fjölmiðlamönnum. FME hlýtur að geta elt uppi stærri fiska í sjónum en þá.

mbl.is Gunnar Andersen forstjóri FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband