Silfrið án Egils Helgasonar

Egill Helgason Það var svolítið tómlegt að horfa á Silfur Egils í dag án Egils Helgasonar, sem var greinilega fjarri góðu gamni. Þó að Svavar Halldórsson sé ágætur að þá er þessi þáttur svo tengdur persónu Egils Helgasonar að ekki er neinum öðrum en Agli gefið að ganga inn í stjórn hans með góðum hætti.

Það var þar reyndar ágætisviðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem var að reyna að útskýra orð sín á flokksfundi Samfylkingarinnar á Reykjanesi í gær og þar voru líflegar umræður um stjórnmálaviðhorfið við Sæunni, Össur, Ögmund og Ólaf F. sem voru svo sannarlega ekki sammála um allt.

En fjarvera Egils Helgasonar var mjög áberandi. Hann mætti ekki í Ísland í dag í vikunni vegna veikinda í fjarlægri borg, að því er sagt var. En það að hann vanti í þáttinn sinn, Silfur Egils, eru mikil tíðindi, enda man ég varla eftir þættinum Silfri Egils án sjálfs Egils. Það er reyndar liðónýtt prógramm án hans, svo maður tali hreint út.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Það gefur augaleið - það er ekkert Silfur án Egils.

Jón Agnar Ólason, 3.12.2006 kl. 19:31

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Nákvæmlega. Alveg pottþétt mál. Silfur Egils án Egils er ekki Silfur Egils.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.12.2006 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband