Guðlaugur Þór verður að víkja

Mér finnst yfirlýsing Guðlaugs Þórs Þórðarsonar fjarri því eyða efasemdum um hlutdeild hans í styrkjamálinu. Hann er að stórskaða flokkinn og ætti að sjá sóma sinn í að víkja. Heimildir bæði RÚV og Moggans eru afdráttarlausar um aðkomu hans að styrkjunum og mér finnst varla hægt að bjóða flokksmönnum upp á getgátur um þetta það sem eftir lifir kosningabaráttunnar. Ekki er hægt að klára þetta mál með sóma nema viðurkenna þátttöku í styrkjasiðleysinu og þeir víki sem þar komu nálægt.

Þetta er lágmarkskrafa hins almenna flokksmanns. Þeir sem ætla sér að sitja sem fastast og ætla að draga flokkinn með sér í því falli ættu að muna það sem Jóhann Hafstein, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði forðum daga, að enginn einn maður væri merkilegri en Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur.

Mér finnst að forysta Sjálfstæðisflokksins á síðustu þremur árum eigi að skammast sín og biðja almenna flokksmenn opinberlega afsökunar á siðleysi sínu. Þau brugðust sjálfstæðisfólki um allt land sem unnið hefur fyrir flokkinn og stutt það í góðri trú.

mbl.is Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ertu að nálgast vandamálið úr réttri átt Stefán?

Þú telur að forystan hafi brugðist ykkur fótgönguliðinu.

Ég held að þið berið ábyrgðina - þið kusuð þetta lið til forystu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 9.4.2009 kl. 17:47

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég get ekki verið meira sammála þér vegna þessa, þetta er engin hæfa hve stíft menn sækja að halda völdum á kostnað okkar skattgreiðenda, það virðist vera sama hve sannanir eru ríkar á þeirra hendur, þeir eru alltaf með afsakanir og útúrsnúninga á reiðum höndum! dapurlegt!

Guðmundur Júlíusson, 9.4.2009 kl. 17:57

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég get ekki verið meira sammála þér vegna þessa, það er engin hæfa hve stíft menn sækja að halda völdum á kostnað okkar skattgreiðenda, það virðist vera sama hve sannanir eru ríkar á þeirra hendur, þeir eru alltaf með afsakanir og útúrsnúninga á reiðum höndum! dapurlegt!

Guðmundur Júlíusson, 9.4.2009 kl. 17:57

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

mér finnst að sjálfstæðismenn ættu að halda áfram málþófinu á þingi.... þeir geta varla skipt um umræðuefni úr þessu... allt sem þeir hafa gert uppá síðkastið er þeim til sóma svo forustskipti og þess háttar getur varla verið málið... Geir hefur friðþægt fyrir flokkinn sinn og það verður að nægja... verjum gömlu gildin og stjórnarskrána... það er mikilvægast núna... nefnilega...

Gísli Ingvarsson, 9.4.2009 kl. 18:00

5 identicon

Stoltur af þér félagi. Þú sýnir loksins á þér hlið sem fáir Sjálfstæðismenn hafa þorað að sýna á undanförnum misserum. Nefnilega Siðferðiskennd. En þú þarft líka að átta þig á því að þinn flokkur þarf meira eina endureisnarnefnd og landsfund til að uppræta áratuga spillingu. Ef vel er unnið að hreinsunarstarfinu þá verður þessi flokkur kannski alvöru valmöguleiki eftir 4. ár.

Fólk lætur ekki plata sig lengur á Íslandi og veit að of margt er að á þessari stundu til að kjósa flokkinn.  Of mörg krabbamein eru í líkama hans og það þarf algert detox í langann tima til að breytast aftur í Stjórnmálaflokk. Í dag er hann Valdaflokkur. 

Már (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 18:09

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hjartanlega sammála þér Stefán Friðrik - þetta lið á að skammast sín og Guðlaugur Þór á að víkja sæti, spurning meira að segja hvort aðrir þurfi ekki að skoða sin gang líka. Hreinsa bara vel út og byrja frá grunni - held að það geti orðið heillavænlegt skref fyrir flokkinn.

Gísli Foster Hjartarson, 9.4.2009 kl. 19:02

7 identicon

Sæll Stefán minn. Eg vona að þú sért núna búinn að sjá það svart á hvítu hvað búsáhaldabyltingin var lífsnauðsynleg fyrir landsmenn.

Fyrsta skrefið til að hreinsa til í þjóðmálunum var að koma getulausri stjórn samfylkingar og sjálfstæðisflokksins frá völdum og hreinsa til í stjórnkerfinu.

Vinsamlega áttaðu þig á því að VG og samspillingin hafa enga burði til að leysa vanda Íslendinga. Sjáumst í júníbyltingunni

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 20:52

8 identicon

Eftir allt sem undan er gengið í þessum flokki þá eru það annaðhvort hálfvitar eða fólk sem grætt hefur á Sjálfstæðisflokknum í gegnum tíðina með að hafa þá við kjötkatlana, sem kjósa þá aftur. Ég biðst foláts á orðbrqgði mínu gagnvart þroskaheftum. Sjá síðan í gær formanninn á kjördæmafundinum reyna að verja kvótalögin eins og þau eru fram í rauðan dauðann þrátt fyrir að  hluti útgerðar- manna sé  búin að  veðsetja aflaheimildirnar fram í tímann. Það þarf að koma öllu þessu pakki í burtu og fá nýja vendi.

thi (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 20:55

9 identicon

Með leyfi, höfundar bloggsíðu.

Stefán, þú ert sannur Akureyringur. Gengur hreint til verks og segir þína skoðun afdráttarlaust. Ef ég hyggðist kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sem auðvitað hefur, eða öllu heldur hafði  til síns ágætis nokkuð, þá hefði ég hugsað málið á svipuðum nótumog þú. En þið sjálfstæðismenn. Lofið  Guðlaugi að njóta vafans, á meðan óyggjandi sannanir, um vafasama aðkomu hans að málinu, liggja ekki fyrir. Ekki taka hann af lífi, rétt si sona bara, fyrirfram,  til að friða kjósendur, þó þið séuð í tímahraki. það er stutt  til kosninga, ég veit það, en samt. Dokið við. 

Með afar góðri kveðju, til Akureyrar

Kolbrún

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 21:18

10 identicon

Með leyfi, höfundar bloggsíðu.
Stefán, þú ert sannur Akureyringur. Gengur hreint til verks og segir þína
skoðun afdráttarlaust. Ef ég hygðist kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sem
auðvitað hefur, eða öllu heldur hafði  til síns ágætis nokkuð, þá hefði ég
hugsað málið á svipuðum nótum og þú. En þið Sjálfstæðismenn. Lofið  Guðlaugi samt að njóta vafans, á meðan óyggjandi sannanir, um vafasama aðkomu hans að málinu, liggja ekki fyrir. Ekki taka hann af lífi, rétt si sona
bara, fyrirfram  til að friða kjósendur, þó þið séuð í tímahraki. það er
stutt  til kosninga, ég veit það, en samt. Dokið við.
Með afar góðri kveðju, til Akureyrar
Kolbrún

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 21:31

11 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna erum við ekki sammála Stefán Friðrik,það er engin sekur fyrr en sekt er sönnuð/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.4.2009 kl. 22:00

12 identicon

Sammála þér, hann þarf að segja af sér. Nú kemur í ljós hvort honum sé annt um flokkinn.

kv.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 23:26

13 Smámynd: Einar Solheim

Stefán Friðrik hefur ekki öðlast neina siðferðiskennd. Hann hefur aldrei verið mikið fyrir GÞÞ, enda heiðblár Davíðsmaður.

Einar Solheim, 10.4.2009 kl. 13:26

14 identicon

Vandamálið með Sjálfstæðisflokkinn er að hann er að allur að rotna að innan. Í flokknum er tvær fylkingar sem berjast um völdin. Annars vegar gamla valdaklíkan þar sem Björn Bjarnason er guðfaðirinn og Bjarni Ben og Illugi nýju prinsarnir og hins vegar grasrótarklíkan þ.e. fólkið sem alltaf var haldið út og vildi komast í kjötkatlana í óþökk flokkseigandanna. Nýju klíkan valdi sér Guðlaug þór sem forningja og tókst að sparka BB í prófkjöri fyrir tevimur árum og nú er BB að hefna sín.

Stefán Friðrik var mikill stuðningsmaður Bjarna Ben (yngri) og því spurning hvað liggur á bakvið blogginu hans. Það sagt þá finnst mér sjálfsagt að Guðlaugur segi af sér ef satt er að maðurinn hafi verið sá sem stóð á bakvið styrkina en sé hann saklaus ættu aðrir menn að íhuga afsagnir.

Landið (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband