Siðleysi forystunnar á Geirstímanum afhjúpað

Sífellt betur kemur í ljós hversu siðlaus forysta Sjálfstæðisflokksins var í formannstíð Geirs H. Haarde, honum til ævarandi skammar. Fólkið sem komst til valda innan flokksins á þessum tíma hefur skemmt gríðarlega fyrir trúverðugleika flokksins og á að sjá sóma sinn í að víkja úr toppstöðum áður en almennir flokksmenn fara að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum í massavís.

Ég get ekki hugsað mér að styðja Sjálfstæðisflokkinn að þessu sinni nema það fólk sem hefur brugðist flokksmönnum og verið staðið að sukki og svínaríi sé sparkað út. Nóg er komið af þessu helvítis kjaftæði og þörf á vorhreingerningu.

Göngum hreint til verks!


mbl.is Þingflokkur fundar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Ertu alveg viss um að þú þurfir ekki að leita lengra aftur í tímann en til Geirs varðandi siðleysi og spillingu í flokknum þínum?

Björgvin R. Leifsson, 10.4.2009 kl. 14:38

2 identicon

Vá, allt í einu er Akureyringurinn farinn að birta athugasemdir við skrif sín. Hvað kemur til? Kom heilagur andi yfir Stefán Friðrik? Vonandi fer hann samt ekki að predika. Hef oftar en einu sinni sent honum athugasemdir, en án árangurs. En batnandi Stefáni er best að lifa.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 15:45

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég spái að Illuga og Gulla verði boðið að yfirgefa skipið (FLokkinn)

Sverrir Einarsson, 10.4.2009 kl. 15:45

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Upp með skrúbbinn! Gerum vorhreingerningu og klárum þetta.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 10.4.2009 kl. 16:04

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Látum siðleysingja taka pokann sinn en ekki meginþorra félagsmanna. Þeirra er flokkurinn.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 10.4.2009 kl. 16:07

6 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég leyfi mér að bjóða ykkur að slást í för með Borgarahreyfingunni á næsta kjörtímabili. Hreyfingin var gagngert stofnuð til að vinna að bættri stjórnsýslu, gagnsæi, lýðræðisumbótum, undanbragðalausu uppgjöri við bankahrunið og síðast en ekki síst til að fást við aðsteðjandi efnahagsvanda með afgerandi hætti. Það eru ófáir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa haft samband við okkur því þeir óska einskis frekar en að flokkurinn sjái að sér og fari í eina allsherjar hreingerningu og uppgjör við það sem á undan er gengið.

Borgarahreyfingin er breytingaframboð sem ætlar sér takmarkaðan líftíma til að hrinda málum sínum í framkvæmd og hætta störfum að því loknu. X-O.

Sigurður Hrellir, 10.4.2009 kl. 16:31

7 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Það kæmi afar mikið á óvart ef Geir Haarde hefur verið höfðingi spillingarinnar í Sjálfstæðisflokknum . . . .   því allir vita að hann "innleiddi ekkert nýtt" . . og var sjálfur bara framlenging á Davíðstímanum . . . .

. . . . og það kæmi ekki síður á óvart ef spillingin væri á bak og burt í eitt skipti fyrir öll með því að afsprengi viðskiptaveldis Sveins Ben og fjölskyldu sest í formannsstólinn . . .  þó hann heiti Bjarni Benediktsson

Benedikt Sigurðarson, 10.4.2009 kl. 16:35

8 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Ja hérna, heldur þú að þetta jafni sig ekki með tímanum. Árni Johsen er t.d. ennþá á lista hjá ykkur og allir hættir að fárast út af því. Svo er Andri búinn að taka skellinn, væntanlega sem stuðpúði fyrir Guðlaug. Óreiðumaðurinn í Lanzbankanum víkur sér afsíðis og þá strax byrja menn að gleyma.

En, til þess að lina stundarþjáninguna og finna leið út úr reiðinni skaltu bara lesa bloggið hans Lofts, -Allra meinabót!!

 Kveðja,

Þorsteinn Egilson, 10.4.2009 kl. 16:37

9 identicon

sæll Stefán

er svo forvitin - hvaða fólk er það sem þú ert að tala um sem komst til forystu í formannstíð GHH - erum við að tala um allan þingflokkinn, borgarstjórn, sveitarstjórnir um allt land, varaformann og alla stjórn flokksins.. eða er um að ræða einhverja sérstaka?

bíð spennt...

Helga Vala (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 16:43

10 identicon

Ætli Bjarni hafi geð í sér til að takast á við þessi mál.  Hann verður í fjölmörg ár að vinna flokkinn út úr þessum flór ef hann þá getur það.  Dapurlegt fyrir annars viðfelldinn mann sem greinilega átti framtíð fyrir sér í pólitík að fá yfir sig ábyrgðina á þessu máli ef þeir óábyrgu gefa sig ekki fram.  Þá verður lítið eftir af því litla fylgi sem flokkurinn hefur þó í dag samkvæmt könnunum.

Það væri kannski snjallast af Bjarna að hóta afsögn til að fá þá óábyrgu upp úr holunum, varla færi flokkurinn að fórna Bjarna fyrir þá.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 16:47

11 identicon

Ég held ég verði að taka undir með BRL. Mér finnst ósennilegt að þetta sé bundið Geir og hans stjórnartíð.......

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 16:50

12 identicon

Algjörlega sammála þér. Bara sú staðreynd að jafn spilltur stjórnmálamaður og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson skuli hafa komist upp með að sitja ennþá í trúnaðarstöðu fyrir Sjálfstæðisflokkinn (hann er forseti borgarstjórnar) er einnig hneisa. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum í eitt skipti fyrir öll, allir þeir sem á einhvern hátt tengjast þessum spillingarmálum (hvort sem það tengist móttöku ofurstyrkja, REI málum eða hverju öðru misjöfnu) eiga að hypja sig - og það strax. Því fyrr þeim mun betra. Annars verður þetta bara ömurlegur flokkur áfram - rétt eins og a.m.k. tveir forsvarsmenn flokksins hafa þegar bloggað um.

Ásgeir Eiríksson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 16:55

13 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

éins og ég hef áður sagt Stebbi þá get ég aðstoðað þig við að segja þig úr spillingunni....er farinn að taka það að mér

Hilmar Dúi Björgvinsson, 10.4.2009 kl. 17:19

14 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Amen - og það veit ég Stefán Friðrik að það er fjöldi manns þér hjartanlega sammála, tala ég þó aðeins út frá því sem að ég heyri hér í Eyjum. Fór í vinnuna ímorgun, sem er nú varla frásögufærandi, en tók rölt eftir það vestur og suður á Eyju á leiðinni heim og hitti nokkuð af fólki og það var síður en svo sátt við það sem var að gerast, megnið af þessu liði er Sjálfstæðisfólk en fólk sem styður aðra flokka hræðist að sama bullið sé í gangi allsstaðar við því þurfum við að fá svör - göngutúrinn varð eiginlega svona rölt á milli aðila til að spjalla - hehe

Bestu kveðjur til þín  og eigðu góða páska helgi

Gísli Foster Hjartarson, 10.4.2009 kl. 17:36

15 Smámynd: ThoR-E

Ánægður með þetta Stebbi.

ThoR-E, 10.4.2009 kl. 17:37

16 identicon

Stefán, ég er  ekkert hissa á þessari ákvörðun þinni, þetta ættu fleiri að taka sér til fyrirmyndar.

Björn (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 18:30

17 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Bara skelfilegt!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 10.4.2009 kl. 19:34

18 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er ekki síður fréttnæmt að FL-Group og Landsbankinn gátu keypt Samfylkinguna og Framsókn fyrir langtum lægri upphæð.

Verum minnug þess að sex menningarnir í borgarstjórn voru ekki falir fyrir fé. Það voru SF og Framsókn hins vegar. Og það fyrir peanuts.

Ragnhildur Kolka, 10.4.2009 kl. 20:01

19 Smámynd: Gestur Halldórsson

Ég veit ekki hversu oft ég hef verið á leiðinni í að afmunstra mig úr flokknum síðustu átta árin, nú er komið að því.

Mér er það ómögulegt að styðja hann í væntanlegum kosningum, því mér er það óhugsandi að vera skráður í flokkinn og styðja hann ekki.

Í dag vantar Sjálfstæðisflokknum forustu, færni og frumkvæði í samfélagslegum málefnum, að gefa það frá sér sem kemur almenningi til að gráta af gleði, hamingju og öryggi.

- Koma á óvart í framkvæmdum, ekki loforðum -

Gestur Halldórsson, 10.4.2009 kl. 20:36

20 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það kemur mér svo sem ekki á óvart að þér sé ofboðið Stefán. Þó svo að ég hafi ekki í fan-clubnum þínum þá get ég varla þrætt fyrir að þú hefur töluvert meiri réttlætiskennd en flestir Sjálfstæðismenn og hefur krítiserað ýmislegt í gegnum tíðina.

En ég er forvitin
Hvaða fólk er það sem þarf að sparka út til að þú sættist við þinn flokk?

Heiða B. Heiðars, 10.4.2009 kl. 20:50

21 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Þetta er rosalega erfitt mál Stefán og reynir á formanninn. Ég fylgist grannt með hvað gerist á næstu dögum, veit ekki hvað maður gerir í framhaldi en uppgjör er óhjákvæmilegt.

Davíð Þór Kristjánsson, 10.4.2009 kl. 22:00

22 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mótlæti eru til að sigrast á  en ekki gefst upp/það gerum við/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.4.2009 kl. 22:18

23 identicon

Mér finnst þetta sorgarsaga. Í raun held ég að bæði Bjarni og Geir séu prýðismenn, en svo er að sjá sem innviðirnar og hugmyndafræðin innan flokksins séu svo gegnrotin að litið sé svo á að svona lagað sé allt í lagi.

Menn furðuðu sig á þrákelkni Davíðs við að opna bókhald stjórnmálaflokkanna, en nú er komið í ljós hvað olli.

Hvernig ætli síðustu áratugir líti út? Hversu gjörspillt er þetta litla land okkar?

Mokum út, bætum stjórnsýsluna, setjum almennileg viðurlög við vondum stjórnvaldsaðgerðum, látum fólk taka pokann sinn ef það verður uppvíst að vondri stjórnsýslu. Síðast en ekki síst, stofnum nýjan hægri flokk sem ekki burðast með alla þessa siðspillingu og getur staðið sem boðberi heilbrigðra hægri gilda, því þau eru jú til.

Hinrik (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 22:26

24 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Það er sárt að fá hnífinn í bakið frá sínum eigin flokksmönnum-Brútus hét hann hér um árið. Mörgum Sjálfstæðismönnum finnst þeir hafa verið sviknir. Flestir Sjálfstæðismenn vilja vel en að selja sig var ekki hluti af dílnum.

Helga Þórðardóttir, 10.4.2009 kl. 23:36

25 identicon

Það er gott að þú hefur vaknað til vitundar Stefán. Það eru margir Sjálfstæðismenn búnir að sjá þetta fyrir löngu og hafa horfið frá flokknum. En viðurkenni að mér brá að sjá þig viðurkenna þetta. Gat ekki stillt mig um að vitna í þig úr færslu hjá mér. Tek undir spurninguna hennar Heiðu? Fólk er engu nær. Nema að fylgi flokksins fer minnkandi með hverjum klukkutímanum.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 23:41

26 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stebbi minn... Geir Haarde gerði ekkert sjálfstætt með þennan flokk. Allt það sem nú er að afhjúpast er arfur eldri tíma sem kristallaðist og marfaldaðist undir frjálshyggjuleiðsögn Davíðs og félaga hans. Geir Haarde var síðan sakleysisleg framlenging á Davíð sem hélt áfram að ráða för og ákveða leiðir og stefnu.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.4.2009 kl. 00:01

27 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Heyr heyr! Það er gott að heyra að þú ert búinn að átta þig svona afdráttarlaust á þessu.  Ég held að sú nauðsynlega siðbót sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda, ætli hann sér að öðlast einhverja sanna reisn að nýju, verði ekki byggð á hröðu útsparki allra reyndra þingmanna flokksins, heldur þurfi þeir að taka þátt í ferlinu og miðla af reynslu sinni.   Auðvitað þó af því gefnu að þeir sjái mistökin og skoði leiðir til endurbóta af einlægni.  Þetta mun taka tíma og því ættu atkvæðin ekki að fara til xD þann 25. apríl næstkomandi.  Sjálfstæðisflokkurinn þarf að upplifa það að vera í stjórnarandstöðu og hafa ekki völdin til þess að komast almennilega niður á jörðina og tileinka sér betri gildi.  Náist það ekki er allt eins gott að hann leysist upp.  

Ég ritaði blogg í gær sem ég stíla á sjálfstæðismenn (sem enn eru) og fer þar yfir "afrekalista" flokksins.  Hver með réttu ráði getur kosið xD í dag?

Svanur Sigurbjörnsson, 11.4.2009 kl. 03:35

28 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Sæll Stefán,

Það eru erfiðir tímar hjá Sjálfstæðismönnum núna, stefnan hefur brugðist og passar ekki við nútímann og þær aðstæður sem við búum við. Fólkið sem stýrði Sjálfstæðisflokknum hefur líka brugðist og raunar stefnt okkur öllum í mjög hættulegt ástand. 

En það er mikils um vert að allt hugsandi fólk á Íslandi taki þátt í stjórnmálum og geri það ekki í blindri flokkshollustu. Ég hef starfað í Framsóknarflokknum í nokkur ár og sá flokkur sveigði á tímabili allhressilega af þeirri leið sem við flestir Framsóknarmenn viljum feta, leið samvinnu og félagshyggju þar sem manngildi er sett ofar auðgildi. Það er erfitt að breyta stjórnmálaflokki en það er betra fyrir Ísland að við gerum öll okkar besta til að breyta þessum fjórum flokkum sem sitja á þingi og hafa möguleika til áframhaldandi þingsetu.

En velkominn í Framsóknarflokkinn ef þú getur ekki hugsað þér að starfa áfram með Sjálfstæðisflokknum!

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.4.2009 kl. 06:28

29 Smámynd: Hlédís

Fólk sem ekki getur hugsað sér að kjósa D-lista eftir 2 vikur -  en vill að Sjálfstæðisflokkurinn fái tíma til að rísa - betri - úr öskunni, hefur þann möguleika að kjósa O í þetta sinn. Þar er á ferðinni hreyfing fólks úr öllum flokkum sem hefur afmörkuð stefnumál og er ekki á leið að skapa nýjan Flokk. Alþingi hefur gott af því að fá nú inn óflokkað og óflekkað fólk.

Stjórnlagaþing er einnig nauðsyn til stórhreingerningar í íslenskri pólitík.

Hlédís, 11.4.2009 kl. 08:31

30 Smámynd: Benedikta E

Spurningar til þín Stefán.

1 ) Hvaða siðferðislegur  munur er á stærri styrk - eða - minni styrk - frá sama aðila ?

2 ) Hvernig vilt þú standa að vorhreingerningunni ? - sem þú talar um að þurfi að fara fram.

Benedikta E, 11.4.2009 kl. 08:39

31 identicon

Svona bloggfærslur fá mig til að trúa því að það sé ennþá sjálfstætt hugsandi fólk í Sjálfstæðisflokknum.  Ég hef alltaf kosið þennan flokk og skammast mín fyrir það þessi misserin.  Mér finnst eins og hendur mínar séu skítugar.

Ég er að lenda í rökræðum við "sanntrúaða" Sjálfstæðismenn sem segja að þetta sé einelti, hinir séu líka svona, svona hafi tíðarandinn verið á þeim tíma sem styrkurinn var veittur og svo framvegis.

Þetta er sorglegt svo ekki sé meira sagt.

Ég get ekki túlkað atkvæði til Sjálfstæðisflokksins þessar kosningarnar öðruvísi en blessun yfir svona siðferði.

Það er virðingarvert að standa saman og styðja sína menn en það verður að vera innan skynsemis- og siðferðismarka.

Flokkurinn verður aldrei betri en fólkið sem í honum er.

Gunnar Aron (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 09:19

32 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Já, Stefán. Það er greinilegt að þínir menn þurfa sterk hreingerningarefni ef þeir ætla að ná þessum skít af sínum innviði. Ég held nú samt að GHH sé að taka eitthvað á sig fyrir aðra. Ólíklegt að hann sé einn í þessu og svo nær nú þessi spilling langt aftur, ef menn eru ekki orðnir þeim mun gleymnari. Hvernig Bjarni ætlar að redda þessu sé ég ekki, mér finnst hann ekki hafa komið svo vel út í þeim viðtalsþáttum sem ég hef heyrt og séð. Og að hægt sé að lofa að skattar hækki ekki, hverum dettur annað eins í hug.

Ég er ekkert hissa þó þér sé nóg boðið Stefán. Fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Bíð spennt eftir að heyra frá fundinum.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 11.4.2009 kl. 12:05

33 Smámynd: Skaz

Ég held eins og margir aðrir hérna greinilega að það þurfi að fara lengra aftur en til Geirs Haarde til að útskýra þær aðferðir sem voru viðhafðar í þessu máli. Þetta virkar bara alltof þjálfað og alltof eitthvað sjálfsagt það sem þessir menn virðast hafa gert, svona eins og að þeir hafi stundað þetta með einhverjum vana. Kjartan Gunnarsson var t.d. framkvæmdarstjóri í 25 ár ekki satt? Ef að hann er innvinklaður í þetta ásamt Geir og fleirum þá gætum við verið að tala um nokkra áratugalanga hegðun þessara manna.

Þess vegna væri það nokkuð gáfulegt að opna þetta mál upp á gátt, en ekki að loka það innan veggja Valhallar eins og Bjarni Ben virðist ætla að gera. Þetta á bara eftir að enda með tárum sko, þannig að afhverju ekki að gera það á heiðvirða og opinbera háttinn?

Skaz, 11.4.2009 kl. 14:15

34 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera . Best væri að skipt væri um nafn á þessu annars skammarlega fyrirbæri í íslenskum stjórnmálum. Undarlegt að engin grínræða heyrist frá Davíð Oddsyni núna !!!!

ÓÁS (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:33

35 identicon

Hugmyndir að nýjum Nöfnum á Sjálfstæðisflokkinn 

SjálftökuFlokkurinn

FjarstæðuFlokkurinn

AfskræmisFlokkurinn

FjárglæfraFlokkurinn

Sjálfsæðisflokkurinn

ÓÁS (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:46

36 Smámynd: Hlédís

 FL-okkurinn hefur fyrr komið út á fólki tárum. Minni á Austurvöll 30. mars 1949 og svo 60 árum síðar.  Annars er margt athæfi þessa liðs þyngra en tárum taki.

Hlédís, 12.4.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband