10.4.2009 | 14:22
Siðleysi forystunnar á Geirstímanum afhjúpað
Sífellt betur kemur í ljós hversu siðlaus forysta Sjálfstæðisflokksins var í formannstíð Geirs H. Haarde, honum til ævarandi skammar. Fólkið sem komst til valda innan flokksins á þessum tíma hefur skemmt gríðarlega fyrir trúverðugleika flokksins og á að sjá sóma sinn í að víkja úr toppstöðum áður en almennir flokksmenn fara að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum í massavís.
Ég get ekki hugsað mér að styðja Sjálfstæðisflokkinn að þessu sinni nema það fólk sem hefur brugðist flokksmönnum og verið staðið að sukki og svínaríi sé sparkað út. Nóg er komið af þessu helvítis kjaftæði og þörf á vorhreingerningu.
Göngum hreint til verks!
Þingflokkur fundar í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Síðuritari
Ég er í fáum orðum sagt: bjartsýnn, jákvæður, áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, Akureyringur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill. Netfang (MSN): stebbifr@simnet.is
Nýjustu færslur
- Gert upp við úrslit kosninga á Akureyri
- Afgerandi umboð Boris - pólitískar áskoranir nýs leiðtoga
- Boris Johnson og Jeremy Hunt berjast um Downingstræti 10
- Boris með fullnaðartök í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins
- Boris hálfnaður í mark - ráðherraslagur um sæti í einvíginu
- Aukin spenna í einvíginu um Downingstræti 10
- Boris Johnson á sigurbraut
- Sögulegur sigur hjá Trump - áfall fyrir demókrata
- Boris í lykilráðuneyti - klókindi hjá Theresu May
- Kvennabylgja fylgir Theresu May í Downingstræti 10
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Adda Laufey
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Steinunn Þengilsdóttir
- Anton Þór Harðarson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Fannar Ólafsson
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Auðun Gíslason
- Auður Björk Guðmundsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Ágúst Bogason
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Árni Árnason
- Árni Helgason
- Árni Matthíasson
- Árni Torfason
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Guðmundsson
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásta Möller
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Barði Bárðarson
- Bárður Ingi Helgason
- Bergur Thorberg
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bessí Jóhannsdóttir
- Birgir Ármannsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Birgir R.
- Birgir Örn Birgisson
- Birgir Örn Birgisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
- Björgvin Þóroddsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Björn Emilsson
- Björn Kr. Bragason
- Björn Magnús Stefánsson
- Bleika Eldingin
- Blog-andinn Eyvar
- Borgar Þór Einarsson
- Bókaútgáfan Hólar
- Braskarinn
- Breki Logason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bryndís Helgadóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Brynja skordal
- Bumba
- Bwahahaha...
- Böðvar Sturluson
- Carl Jóhann Granz
- Daði Einarsson
- Dagný
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Jóhannsson
- Davíð Þór Kristjánsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- DÓNAS
- Dóra litla
- Dunni
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar B Bragason
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Helgi Aðalbjörnsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurjón Oddsson
- Einar Örn Gíslason
- Einhver Ágúst
- Eiríkur Sjóberg
- Elfur Logadóttir
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Elmar Geir Unnsteinsson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- E.Ólafsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- ESB
- Ester Júlía
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eygló Sara
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Fannar Gunnarsson
- Fararstjórinn
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Fishandchips
- FreedomFries
- Freyr Árnason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fræðingur
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerald Häsler
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gísli Blöndal
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Grazyna María Okuniewska
- Grímur Gíslason
- gudni.is
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur Jóhannsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar R. Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gylfi Björgvinsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Götusmiðjan
- HAKMO
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Handtöskuserían
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Haraldsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Haraldur Pálsson
- Haukur Kristinsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Heiða Þórðar
- Heiðrún Lind
- Heimir Hannesson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heimskyr
- Heimssýn
- Helga Dóra
- Helga Lára Haarde
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Helga skjol
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hersir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Himmalingur
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Kristjánsson
- Hlynur Sigurðsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hommalega Kvennagullið
- Hrafn Jökulsson
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Hugrún Jónsdóttir
- Hugsanir
- Hulda Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Hægrimenn í Menntaskólanum á Akureyri
- Icelandic fire sale
- Inga Dagný Eydal
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Gíslason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ívar Jón Arnarson
- Jakob Falur Kristinsson
- JEA
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Alfreð Kristinsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Kristjánsson
- Jóhann Waage
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Agnar Ólason
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Ingi Stefánsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Sigurðsson
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- jósep sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Valsson
- Kafteinninn
- Karl Gauti Hjaltason
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kári Finnsson
- Kári Sölmundarson
- Kári Tryggvason
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Magnússon
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Vídó
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Kristín Hrefna
- Kristján Freyr Halldórsson
- Kristján Hreinsson
- Kristján L. Möller
- Kristján Pétursson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Ingimundardóttir
- Listasumar á Akureyri
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Logi Már Einarsson
- Maður dagsins
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Sverrisdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Guðjóns
- María Magnúsdóttir
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Marta Guðjónsdóttir
- Matthias Freyr Matthiasson
- Mál 214
- Methúsalem Þórisson
- MIS
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Myndlistarfélagið
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Námsmaður bloggar
- Oddur Helgi Halldórsson
- Óðinn
- Óðinn Þórisson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólafur N. Sigurðsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ólafur Valgeirsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Nielsen
- Óli Sveinbjörnss
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf Kristín og Ólöf Rut
- Ólöf Nordal
- Ómar Pétursson
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Sigurðsson
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Óskar Örn Guðbrandsson
- Óttar Felix Hauksson
- Óttarr Makuch
- Óþekki embættismaðurinn
- Panama.is - veftímarit
- Paul Nikolov
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Heimisson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Kristbjörnsson
- Páll Rúnar Elíson
- Páll Sævar Guðjónsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Gunnarsson
- peyverjar
- Pétur Björgvin
- Pétur Sig
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Rafn Gíslason
- Ragnar Arnalds
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar Ólason
- Ragnar Páll Ólafsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Reynir Antonsson
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Þórhallsson
- Ruth
- Rúnar Birgir Gíslason
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Óli Bjarnason
- Rúnar Þórarinsson
- Rýnir
- Samtök Fullveldissinna
- Saumakonan
- Señorita
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gísladóttir
- Sigríður Hrönn Elíasdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigvaldi Kaldalóns
- Sindri Kristjánsson
- Sjálfstæðissinnar
- Sjensinn Bensinn
- Skafti Elíasson
- Snorri Bergz
- Snorri Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Stefanía
- Stefanía Sigurðardóttir
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Þór Helgason
- Stefán Þórsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steingrímur Helgason
- Steini Bjarna
- Steinn E. Sigurðarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stjórn Eyverja
- Sunna Dóra Möller
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Kári Daníelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Tryggvason
- Sverrir Einarsson
- Sverrir Stormsker
- Sverrir Þorleifsson
- Sverrir Þór Garðarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Thelma Ásdísardóttir
- Theodór Bender
- ThoR-E
- Tiger
- Tíðarandinn.is
- TómasHa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trúnó
- Tryggvi F. Elínarson
- Tryggvi Gíslason
- Tryggvi H.
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Úlfur
- Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- valdi
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Ómar Jónsson
- Valsarinn
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vestfirðir
- viddi
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Viktor Borgar Kjartansson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
- Vinir Ítalíu,VITA
- Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag
- VÞV
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þjóðleikhúsið
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Þorleifur Leó Ananíasson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Gunnarsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Magnússon
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Steinn Guðmunds
- Þórður Vilberg Guðmundsson
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Örvar Már Marteinsson
Athugasemdir
Ertu alveg viss um að þú þurfir ekki að leita lengra aftur í tímann en til Geirs varðandi siðleysi og spillingu í flokknum þínum?
Björgvin R. Leifsson, 10.4.2009 kl. 14:38
Vá, allt í einu er Akureyringurinn farinn að birta athugasemdir við skrif sín. Hvað kemur til? Kom heilagur andi yfir Stefán Friðrik? Vonandi fer hann samt ekki að predika. Hef oftar en einu sinni sent honum athugasemdir, en án árangurs. En batnandi Stefáni er best að lifa.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 15:45
Ég spái að Illuga og Gulla verði boðið að yfirgefa skipið (FLokkinn)
Sverrir Einarsson, 10.4.2009 kl. 15:45
Upp með skrúbbinn! Gerum vorhreingerningu og klárum þetta.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 10.4.2009 kl. 16:04
Látum siðleysingja taka pokann sinn en ekki meginþorra félagsmanna. Þeirra er flokkurinn.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 10.4.2009 kl. 16:07
Ég leyfi mér að bjóða ykkur að slást í för með Borgarahreyfingunni á næsta kjörtímabili. Hreyfingin var gagngert stofnuð til að vinna að bættri stjórnsýslu, gagnsæi, lýðræðisumbótum, undanbragðalausu uppgjöri við bankahrunið og síðast en ekki síst til að fást við aðsteðjandi efnahagsvanda með afgerandi hætti. Það eru ófáir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa haft samband við okkur því þeir óska einskis frekar en að flokkurinn sjái að sér og fari í eina allsherjar hreingerningu og uppgjör við það sem á undan er gengið.
Borgarahreyfingin er breytingaframboð sem ætlar sér takmarkaðan líftíma til að hrinda málum sínum í framkvæmd og hætta störfum að því loknu. X-O.
Sigurður Hrellir, 10.4.2009 kl. 16:31
Það kæmi afar mikið á óvart ef Geir Haarde hefur verið höfðingi spillingarinnar í Sjálfstæðisflokknum . . . . því allir vita að hann "innleiddi ekkert nýtt" . . og var sjálfur bara framlenging á Davíðstímanum . . . .
. . . . og það kæmi ekki síður á óvart ef spillingin væri á bak og burt í eitt skipti fyrir öll með því að afsprengi viðskiptaveldis Sveins Ben og fjölskyldu sest í formannsstólinn . . . þó hann heiti Bjarni Benediktsson
Benedikt Sigurðarson, 10.4.2009 kl. 16:35
Ja hérna, heldur þú að þetta jafni sig ekki með tímanum. Árni Johsen er t.d. ennþá á lista hjá ykkur og allir hættir að fárast út af því. Svo er Andri búinn að taka skellinn, væntanlega sem stuðpúði fyrir Guðlaug. Óreiðumaðurinn í Lanzbankanum víkur sér afsíðis og þá strax byrja menn að gleyma.
En, til þess að lina stundarþjáninguna og finna leið út úr reiðinni skaltu bara lesa bloggið hans Lofts, -Allra meinabót!!
Kveðja,
-þ
Þorsteinn Egilson, 10.4.2009 kl. 16:37
sæll Stefán
er svo forvitin - hvaða fólk er það sem þú ert að tala um sem komst til forystu í formannstíð GHH - erum við að tala um allan þingflokkinn, borgarstjórn, sveitarstjórnir um allt land, varaformann og alla stjórn flokksins.. eða er um að ræða einhverja sérstaka?
bíð spennt...
Helga Vala (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 16:43
Ætli Bjarni hafi geð í sér til að takast á við þessi mál. Hann verður í fjölmörg ár að vinna flokkinn út úr þessum flór ef hann þá getur það. Dapurlegt fyrir annars viðfelldinn mann sem greinilega átti framtíð fyrir sér í pólitík að fá yfir sig ábyrgðina á þessu máli ef þeir óábyrgu gefa sig ekki fram. Þá verður lítið eftir af því litla fylgi sem flokkurinn hefur þó í dag samkvæmt könnunum.
Það væri kannski snjallast af Bjarna að hóta afsögn til að fá þá óábyrgu upp úr holunum, varla færi flokkurinn að fórna Bjarna fyrir þá.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 16:47
Ég held ég verði að taka undir með BRL. Mér finnst ósennilegt að þetta sé bundið Geir og hans stjórnartíð.......
Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 16:50
Algjörlega sammála þér. Bara sú staðreynd að jafn spilltur stjórnmálamaður og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson skuli hafa komist upp með að sitja ennþá í trúnaðarstöðu fyrir Sjálfstæðisflokkinn (hann er forseti borgarstjórnar) er einnig hneisa. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum í eitt skipti fyrir öll, allir þeir sem á einhvern hátt tengjast þessum spillingarmálum (hvort sem það tengist móttöku ofurstyrkja, REI málum eða hverju öðru misjöfnu) eiga að hypja sig - og það strax. Því fyrr þeim mun betra. Annars verður þetta bara ömurlegur flokkur áfram - rétt eins og a.m.k. tveir forsvarsmenn flokksins hafa þegar bloggað um.
Ásgeir Eiríksson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 16:55
éins og ég hef áður sagt Stebbi þá get ég aðstoðað þig við að segja þig úr spillingunni....er farinn að taka það að mér
Hilmar Dúi Björgvinsson, 10.4.2009 kl. 17:19
Amen - og það veit ég Stefán Friðrik að það er fjöldi manns þér hjartanlega sammála, tala ég þó aðeins út frá því sem að ég heyri hér í Eyjum. Fór í vinnuna ímorgun, sem er nú varla frásögufærandi, en tók rölt eftir það vestur og suður á Eyju á leiðinni heim og hitti nokkuð af fólki og það var síður en svo sátt við það sem var að gerast, megnið af þessu liði er Sjálfstæðisfólk en fólk sem styður aðra flokka hræðist að sama bullið sé í gangi allsstaðar við því þurfum við að fá svör - göngutúrinn varð eiginlega svona rölt á milli aðila til að spjalla - hehe
Bestu kveðjur til þín og eigðu góða páska helgi
Gísli Foster Hjartarson, 10.4.2009 kl. 17:36
Ánægður með þetta Stebbi.
ThoR-E, 10.4.2009 kl. 17:37
Stefán, ég er ekkert hissa á þessari ákvörðun þinni, þetta ættu fleiri að taka sér til fyrirmyndar.
Björn (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 18:30
Bara skelfilegt!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 10.4.2009 kl. 19:34
Það er ekki síður fréttnæmt að FL-Group og Landsbankinn gátu keypt Samfylkinguna og Framsókn fyrir langtum lægri upphæð.
Verum minnug þess að sex menningarnir í borgarstjórn voru ekki falir fyrir fé. Það voru SF og Framsókn hins vegar. Og það fyrir peanuts.
Ragnhildur Kolka, 10.4.2009 kl. 20:01
Ég veit ekki hversu oft ég hef verið á leiðinni í að afmunstra mig úr flokknum síðustu átta árin, nú er komið að því.
Mér er það ómögulegt að styðja hann í væntanlegum kosningum, því mér er það óhugsandi að vera skráður í flokkinn og styðja hann ekki.
Í dag vantar Sjálfstæðisflokknum forustu, færni og frumkvæði í samfélagslegum málefnum, að gefa það frá sér sem kemur almenningi til að gráta af gleði, hamingju og öryggi.
Gestur Halldórsson, 10.4.2009 kl. 20:36
Það kemur mér svo sem ekki á óvart að þér sé ofboðið Stefán. Þó svo að ég hafi ekki í fan-clubnum þínum þá get ég varla þrætt fyrir að þú hefur töluvert meiri réttlætiskennd en flestir Sjálfstæðismenn og hefur krítiserað ýmislegt í gegnum tíðina.
En ég er forvitin
Hvaða fólk er það sem þarf að sparka út til að þú sættist við þinn flokk?
Heiða B. Heiðars, 10.4.2009 kl. 20:50
Þetta er rosalega erfitt mál Stefán og reynir á formanninn. Ég fylgist grannt með hvað gerist á næstu dögum, veit ekki hvað maður gerir í framhaldi en uppgjör er óhjákvæmilegt.
Davíð Þór Kristjánsson, 10.4.2009 kl. 22:00
Mótlæti eru til að sigrast á en ekki gefst upp/það gerum við/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 10.4.2009 kl. 22:18
Mér finnst þetta sorgarsaga. Í raun held ég að bæði Bjarni og Geir séu prýðismenn, en svo er að sjá sem innviðirnar og hugmyndafræðin innan flokksins séu svo gegnrotin að litið sé svo á að svona lagað sé allt í lagi.
Menn furðuðu sig á þrákelkni Davíðs við að opna bókhald stjórnmálaflokkanna, en nú er komið í ljós hvað olli.
Hvernig ætli síðustu áratugir líti út? Hversu gjörspillt er þetta litla land okkar?
Mokum út, bætum stjórnsýsluna, setjum almennileg viðurlög við vondum stjórnvaldsaðgerðum, látum fólk taka pokann sinn ef það verður uppvíst að vondri stjórnsýslu. Síðast en ekki síst, stofnum nýjan hægri flokk sem ekki burðast með alla þessa siðspillingu og getur staðið sem boðberi heilbrigðra hægri gilda, því þau eru jú til.
Hinrik (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 22:26
Það er sárt að fá hnífinn í bakið frá sínum eigin flokksmönnum-Brútus hét hann hér um árið. Mörgum Sjálfstæðismönnum finnst þeir hafa verið sviknir. Flestir Sjálfstæðismenn vilja vel en að selja sig var ekki hluti af dílnum.
Helga Þórðardóttir, 10.4.2009 kl. 23:36
Það er gott að þú hefur vaknað til vitundar Stefán. Það eru margir Sjálfstæðismenn búnir að sjá þetta fyrir löngu og hafa horfið frá flokknum. En viðurkenni að mér brá að sjá þig viðurkenna þetta. Gat ekki stillt mig um að vitna í þig úr færslu hjá mér. Tek undir spurninguna hennar Heiðu? Fólk er engu nær. Nema að fylgi flokksins fer minnkandi með hverjum klukkutímanum.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 23:41
Stebbi minn... Geir Haarde gerði ekkert sjálfstætt með þennan flokk. Allt það sem nú er að afhjúpast er arfur eldri tíma sem kristallaðist og marfaldaðist undir frjálshyggjuleiðsögn Davíðs og félaga hans. Geir Haarde var síðan sakleysisleg framlenging á Davíð sem hélt áfram að ráða för og ákveða leiðir og stefnu.
Jón Ingi Cæsarsson, 11.4.2009 kl. 00:01
Heyr heyr! Það er gott að heyra að þú ert búinn að átta þig svona afdráttarlaust á þessu. Ég held að sú nauðsynlega siðbót sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda, ætli hann sér að öðlast einhverja sanna reisn að nýju, verði ekki byggð á hröðu útsparki allra reyndra þingmanna flokksins, heldur þurfi þeir að taka þátt í ferlinu og miðla af reynslu sinni. Auðvitað þó af því gefnu að þeir sjái mistökin og skoði leiðir til endurbóta af einlægni. Þetta mun taka tíma og því ættu atkvæðin ekki að fara til xD þann 25. apríl næstkomandi. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að upplifa það að vera í stjórnarandstöðu og hafa ekki völdin til þess að komast almennilega niður á jörðina og tileinka sér betri gildi. Náist það ekki er allt eins gott að hann leysist upp.
Ég ritaði blogg í gær sem ég stíla á sjálfstæðismenn (sem enn eru) og fer þar yfir "afrekalista" flokksins. Hver með réttu ráði getur kosið xD í dag?
Svanur Sigurbjörnsson, 11.4.2009 kl. 03:35
Sæll Stefán,
Það eru erfiðir tímar hjá Sjálfstæðismönnum núna, stefnan hefur brugðist og passar ekki við nútímann og þær aðstæður sem við búum við. Fólkið sem stýrði Sjálfstæðisflokknum hefur líka brugðist og raunar stefnt okkur öllum í mjög hættulegt ástand.
En það er mikils um vert að allt hugsandi fólk á Íslandi taki þátt í stjórnmálum og geri það ekki í blindri flokkshollustu. Ég hef starfað í Framsóknarflokknum í nokkur ár og sá flokkur sveigði á tímabili allhressilega af þeirri leið sem við flestir Framsóknarmenn viljum feta, leið samvinnu og félagshyggju þar sem manngildi er sett ofar auðgildi. Það er erfitt að breyta stjórnmálaflokki en það er betra fyrir Ísland að við gerum öll okkar besta til að breyta þessum fjórum flokkum sem sitja á þingi og hafa möguleika til áframhaldandi þingsetu.
En velkominn í Framsóknarflokkinn ef þú getur ekki hugsað þér að starfa áfram með Sjálfstæðisflokknum!
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.4.2009 kl. 06:28
Fólk sem ekki getur hugsað sér að kjósa D-lista eftir 2 vikur - en vill að Sjálfstæðisflokkurinn fái tíma til að rísa - betri - úr öskunni, hefur þann möguleika að kjósa O í þetta sinn. Þar er á ferðinni hreyfing fólks úr öllum flokkum sem hefur afmörkuð stefnumál og er ekki á leið að skapa nýjan Flokk. Alþingi hefur gott af því að fá nú inn óflokkað og óflekkað fólk.
Stjórnlagaþing er einnig nauðsyn til stórhreingerningar í íslenskri pólitík.
Hlédís, 11.4.2009 kl. 08:31
Spurningar til þín Stefán.
1 ) Hvaða siðferðislegur munur er á stærri styrk - eða - minni styrk - frá sama aðila ?
2 ) Hvernig vilt þú standa að vorhreingerningunni ? - sem þú talar um að þurfi að fara fram.
Benedikta E, 11.4.2009 kl. 08:39
Svona bloggfærslur fá mig til að trúa því að það sé ennþá sjálfstætt hugsandi fólk í Sjálfstæðisflokknum. Ég hef alltaf kosið þennan flokk og skammast mín fyrir það þessi misserin. Mér finnst eins og hendur mínar séu skítugar.
Ég er að lenda í rökræðum við "sanntrúaða" Sjálfstæðismenn sem segja að þetta sé einelti, hinir séu líka svona, svona hafi tíðarandinn verið á þeim tíma sem styrkurinn var veittur og svo framvegis.
Þetta er sorglegt svo ekki sé meira sagt.
Ég get ekki túlkað atkvæði til Sjálfstæðisflokksins þessar kosningarnar öðruvísi en blessun yfir svona siðferði.
Það er virðingarvert að standa saman og styðja sína menn en það verður að vera innan skynsemis- og siðferðismarka.
Flokkurinn verður aldrei betri en fólkið sem í honum er.
Gunnar Aron (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 09:19
Já, Stefán. Það er greinilegt að þínir menn þurfa sterk hreingerningarefni ef þeir ætla að ná þessum skít af sínum innviði. Ég held nú samt að GHH sé að taka eitthvað á sig fyrir aðra. Ólíklegt að hann sé einn í þessu og svo nær nú þessi spilling langt aftur, ef menn eru ekki orðnir þeim mun gleymnari. Hvernig Bjarni ætlar að redda þessu sé ég ekki, mér finnst hann ekki hafa komið svo vel út í þeim viðtalsþáttum sem ég hef heyrt og séð. Og að hægt sé að lofa að skattar hækki ekki, hverum dettur annað eins í hug.
Ég er ekkert hissa þó þér sé nóg boðið Stefán. Fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Bíð spennt eftir að heyra frá fundinum.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 11.4.2009 kl. 12:05
Ég held eins og margir aðrir hérna greinilega að það þurfi að fara lengra aftur en til Geirs Haarde til að útskýra þær aðferðir sem voru viðhafðar í þessu máli. Þetta virkar bara alltof þjálfað og alltof eitthvað sjálfsagt það sem þessir menn virðast hafa gert, svona eins og að þeir hafi stundað þetta með einhverjum vana. Kjartan Gunnarsson var t.d. framkvæmdarstjóri í 25 ár ekki satt? Ef að hann er innvinklaður í þetta ásamt Geir og fleirum þá gætum við verið að tala um nokkra áratugalanga hegðun þessara manna.
Þess vegna væri það nokkuð gáfulegt að opna þetta mál upp á gátt, en ekki að loka það innan veggja Valhallar eins og Bjarni Ben virðist ætla að gera. Þetta á bara eftir að enda með tárum sko, þannig að afhverju ekki að gera það á heiðvirða og opinbera háttinn?
Skaz, 11.4.2009 kl. 14:15
Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera . Best væri að skipt væri um nafn á þessu annars skammarlega fyrirbæri í íslenskum stjórnmálum. Undarlegt að engin grínræða heyrist frá Davíð Oddsyni núna !!!!
ÓÁS (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:33
Hugmyndir að nýjum Nöfnum á Sjálfstæðisflokkinn
SjálftökuFlokkurinn
FjarstæðuFlokkurinn
AfskræmisFlokkurinn
FjárglæfraFlokkurinn
Sjálfsæðisflokkurinn
ÓÁS (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:46
FL-okkurinn hefur fyrr komið út á fólki tárum. Minni á Austurvöll 30. mars 1949 og svo 60 árum síðar. Annars er margt athæfi þessa liðs þyngra en tárum taki.
Hlédís, 12.4.2009 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.