Trúverðugleikinn í húfi - afhjúpa þarf málið

Guðlaugur Þór Þórðarson ætlar greinilega að verjast meðan stætt er í styrkjamálinu. Enn hefur hann hinsvegar ekki svarað með trúverðugum hætti um af hverju hann sagði ekki allan sannleikann strax á miðvikudag í stað þess að láta teyma sig út í það á fimmtudegi hvað væri satt og hvað ekki. Þessi vafi er stór þáttur í því að margir sjálfstæðismenn efast um heiðarleika Guðlaugs Þórs og hvað hann vissi og hvenær.

Mér finnst mjög mikilvægt að þessi saga verði öll afhjúpuð. Hann verður þá að gefa upp hverja hann hafði samband við og tóku þetta verkefni af sér. Þetta styrkjamál er því miður ekki eitt óútskýrt, enda er öllum ljóst að talað er um tengslin þar við REI-málið og átakapunkta þess. Þar brugðust forystumenn Sjálfstæðisflokksins og véluðu óeðlilega um lykilmál í óheillabandalagi með auðmönnum.

Um helgina verður að afhjúpa um alla þræði þessara mála og klára það með trúverðugum hætti. Kominn er tími til að nöfn verði afhjúpuð og allt lagt á borðið, ekki bara nokkrir hlutar atburðarásarinnar. Trúverðugleikinn er undir í þessu máli. Án hans á Sjálfstæðisflokkurinn ekki möguleika á að endurheimta traust almennra flokksmanna.

mbl.is Guðlaugur ítrekar fyrri yfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er slæmt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að láta þetta mál gerjast yfir páskahelgina, æskilegast væri fyrir þá að gera grein fyrir málsatvikum í dag.  Því lengra sem þeir bíða með það,  því meiri óvissa og tortryggni skapast í þeirra garð.

Nú reynir á Bjarna Ben. 

Guðmundur Pétursson, 11.4.2009 kl. 16:17

2 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Þetta mál er allt í veldisvexti.

Guðlaugur Þór er kappsamur í pólitíkinni. Renndi sér meira að segja í Björn Bjarna. Og hafði betur. Óvízt er um fyrirgefningarhæfni þar á bæ.

Maður sem fær vini sína til að afla flokki hans fjár er líklegur til að fá uppskerufréttir. Ekki sízt þegar vel hefur aflazt. Sé fyrir mér að þeir félagar hafi kæzt yfir glæsilegum árangri. Jafnvel á sjúkrabeði Guðlaugs.
Þó, kannski hafa þeir fagnað í þögninni. Vitandi að 55 miljónir er slatti.

Skil að stuðningsmönnum xD líði illa. Upphæðir og tímasetningar í tengzlum við önnur skapadægur eru í bezta falli grunsamlegar.

Hef á tilfinningunni að nú sitji menn að Valhöll og reyni í ofboði að hanna trúverðuga atburðarrás -aftur í tímann.

Á meðan er lýðurinn þreyttur:
-Geir stígur fram. Hann er hvort eð er hættur.
-Guðlaugur fer með sjúkrasöguna
-Þingflokksfundur boðaður og afboðaður og afturboðaður
-Framkvæmdastjórinn hættir
-Atvikalaus þingflokksfundur langt fram yfir háttatíma
-Það næst í Bjarna en ekki Guðlaug
-Bjarni fundar með Guðlaugi og lætur ná í sig aftur
-Svo næst í Guðlaug. Sama. Segir ekkert
-Kjartan þyksit ekkert vita. Prókúruhafinn sjálfur
-Kjartan þykist vita allt. En bara síðan í vikunni
- ...........

Nei, þetta líkist því mest sem kallað er hrein steypa.
Íslenzkir stjórnmálamenn virðast ekki ennþá skilja gildi sannleikanns. Og jafnvel ekki á páskum. Eftir það sem á undan er gengið. Halda áfram að gera ráð fyrir því að hinn rótgróni almenningur sé fífl.

Hafa ekki fattað einfaldleika hans: Segja strax satt og fyrirgefningin kemur á undan játningunni.

Samfjörðungur. Gangi ykkur vel. Held að ekki muni af veita.

Þorsteinn Egilson, 11.4.2009 kl. 17:20

3 Smámynd: Haraldur Huginn Guðmundsson

Eins og Davið Stefánsson sagði '' Þegar húsvilltum hundi er kallt þá flýr hann inn um fyrstu dyr''.Er þetta ekki það sem var að geras,það vantaði pening og því var reddað.Þannig var Ísland og flestir tóku þátt í því.Spurningar eru afhverju kom þetta upp korter fyrir kosningar, og hvað meinar Guðlaugur að Agnes sé að vinna gegn sér?Eru svo allir með hreint mjöl í pokanum?

Haraldur Huginn Guðmundsson, 11.4.2009 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband