Atburðarásin í styrkjamálinu skýrist

Mér finnst mjög mikilvægt að það sé orðið opinbert að hvorki Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir né Kjartan Gunnarsson hafi vitað af styrkjum frá FL Group og Landsbankanum. Mér finnst það mjög alvarlegt mál að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og framkvæmdastjóri hans hafi vélað um þessi mál án þess að hafa aðra í forystunni með í ráðum og reynt að hylma yfir slóðina, eins og skilja má af fréttaflutningi síðustu daga. Atburðarásin í málinu skýrist því óðum og nöfn þeirra sem höfðu frumkvæði að styrkjunum og voru milliliðir hafi komið fram.

Þetta mál tengist aðallega Guðlaugi Þór Þórðarsyni sem leitaði eftir því að styrkjum yrði aflað og ennfremur voru formaður flokksins og framkvæmdastjóri greinilega vel meðvitaðir um hvað var að gerast, án þess að aðrir í forystusveitinni fengju að vita af því. Mér finnst þessi vinnubrögð vægast sagt ámælisverð. Þetta er siðleysi af verstu sort og mér finnst þeir ekki beint merkilegir sem höfðu aðild að málinu. Þetta er siðlaus verknaður og auðvitað er talað um að þetta hafi verið mútur eða óeðlilegar greiðslur. Tengslin inn í REI tryggja það.

Mér fannst kattaþvottur Geirs H. Haarde fyrir nokkrum dögum með hreinum ólíkindum. Þeir hljóta að vera eitthvað veruleikafirrtir sem töldu að slíkur kattaþvottur hafi getað tekið á málinu og klárað. Fréttaflutningur Morgunblaðsins var líka til sóma, enda fæ ég ekki betur séð en fréttaskrif Agnesar Bragadóttur hafi verið algjörlega rétt og fréttin vel unnin hjá henni, enda rétt.

Það var mjög mikilvægt að almennir flokksmenn væru upplýstir um þetta alvarlega siðleysi sem átti sér stað á vaktinni hjá Geir Haarde og þeim sem unnu í umboði hans. Ábyrgð Guðlaugs Þórs er öllum ljós og í raun má segja að það sé flokknum til vansa að hann hafi ekki vikið með heill og hag flokksins að leiðarljósi.

mbl.is Fráleitt að draga nafn Kjartans inn í atburðarásina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Þorgerður Katrín varaformaður flokksins vissi að sjálfsögðu allt um þessa peninga. Það er einfaldlega hlutverk æðstu stjórnar hvers félags að fylgast vel með fjármálum þess.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 12.4.2009 kl. 21:09

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Einar K Guðfinnsson segir á bloggi sínu:

,,Í þessum efnum eins og öðrum ber okkur að virða sannleikann og hafa heiðarleika í hávegum, eins og alltaf. Það hefur og er aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins og því merki höldum við hátt á lofti."

Mér hefði fundist rétt hjá manninum að segja ekki neitt frekar en fara með svona öfugmæli akkúrat á þessum tímapunkti, ekki nokkur maður tekur svona orð alvarlega.

Gísli Sigurðsson, 12.4.2009 kl. 21:32

3 identicon

Miðað við "ég held ekki nei" svarið hans Kjartans, þá er ansi erfitt að kyngja þessum útskýringum Bjarna. Hér er verið að sópa skít undir teppið og Kjartan látinn sleppa. Þú kaupir útskýringar Bjarna hér algjörlega en ekki útskýringar Guðlaugs Þórs! Hver er munurinn??

Persónulega finnst mér líklegast að báðir hafi vitað af þessu ... en þetta viðhorf Bjarna, sem og það að "allt sé komið í ljós" varðandi styrkina... það bendir til þess að Sjallar vonist til að kjósendur sínir séu heimskir til að láta þetta gott heita. Ég er fullviss um að sannleikurinn allur sé ekki kominn í ljós!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 22:57

4 identicon

SFS skrifar: "Mér finnst mjög mikilvægt að það sé orðið opinbert að hvorki Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir né Kjartan Gunnarsson hafi vitað af styrkjum frá FL Group og Landsbankanum".

Í Vísir, 11..04.09 segir "Heimildarmenn fréttastofu úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins fullyrða að Kjartan hafi vitað af styrkjunum, en þegar þeirra var aflað voru aðeins örfáir dagar í að ný lög tækju gildi sem bönnuðu svo háa styrki til stjórnmálaflokkanna" (http://www.visir.is/article/20090411/FRETTIR01/33812992).

12.04.09 segir Vísir: "Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði ósatt um vitneskju sína um risastyrkina tvo  ef marka má orð formanns flokksins, sem telur að báðir framkvæmdastjórar flokksins hafi vitað af styrkjunum" (http://www.visir.is/article/20090412/FRETTIR01/99355302).

SFS veit augljóslega betur en nýbakaður formaður FLokksins.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband