Heiður og siðferði verður undir í siðleysinu

Ég er sammála Birni Bjarnasyni um að heiður Sjálfstæðisflokksins verður ekki metinn til fjár. Í gegnum áttatíu ára flokkssögu hafa kjósendur treyst forystumönnum hans fyrir því að leiða íslensk stjórnmál. Ofurstyrkirnir hafa reynt á siðferði þeirra sem treyst var fyrir heiðri flokksins á undanförnum árum en stóðu ekki undir því trausti, því miður, og skilja við flokkinn í mjög vondri stöðu.

Vissulega er þetta mál dapurlegt fyrir flokksheildina en það afhjúpar því miður spillt og rotin vinnubrögð sem eru engum til sóma, allra síst þeim sem fjöldi sjálfstæðismanna um allt land treysti af heilindum og einlægni. Margir styðja sjálfstæðisstefnuna af hugsjón og hafa lagt mikið á sig fyrir þennan flokk á þeim forsendum en ekki til að flækjast inn í sukk og svínarí nokkurra manna.

Pistill Björns er annars áhugaverð samantekt á atburðarás helgarinnar og setur hlutina í gott sjónarhorn. Sérstaklega fannst mér merkilegt að lesa sjónvarpsviðtölin við Guðlaug Þór, sjá áherslurnar og tjáninguna á vissum stöðum á prenti. Stundum er betra að lesa viðtöl en hlusta á þau.

En að öðru; ég hló aðeins þegar ég opnaði páskaeggið mitt í dag. Málshátturinn var: Margur verður af aurum api. :)

mbl.is Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Huginn Guðmundsson

Gleðilega páska frændi .Þessi málsháttur var notaður af Jóni Ásgeiri í Sjálfstæðu fólki hjá Jóni Ársæli,fyir ca 2-3 árum.Svo þessi málsháttur hefur sannað sig

Haraldur Huginn Guðmundsson, 13.4.2009 kl. 12:28

2 Smámynd: ThoR-E

Soldið sérstakt að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að skila 5 milljón króna styrknum frá Landsbankanum. Sá styrkur er talinn vera innan eðlilegra marka.

Þrátt fyrir það gagnrýna þeir t.d Samfylkinguna harðlega fyrir að taka á móti 3-4 milljón króna styrkjum.

Þetta eru soldið sérstök rök ... ekki hægt að neita því

ThoR-E, 13.4.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband