Guðlaugur Þór á að opna prófkjörsbókhaldið

Þá er ljóst það sem öllum mátti ljóst vera strax í gær. Ríkisendurskoðun hefur ekki heimild til að taka út störf Guðlaugs Þórs hjá Orkuveitunni. Þessi tilraun til að þvo af sér skítinn virkaði ekki, enda fyrirfram dæmd til að ganga ekki upp að því leyti að klára málið. Eina leiðin fyrir Guðlaug Þór til að bjarga sjálfum sér er að leggja sjálfur spilin á borðið. Hann á að opna prófkjörsbókhaldið frá árinu 2006 og sýna hverjir voru helstu bakhjarlar hans á þeim tíma í persónulegri pólitískri baráttu. Á meðan svo er ekki mun vafinn naga bæði hann og flokkinn inn að beini.

Ég verð að segja það alveg eins og er að ég hef ákaflega litla þolinmæði fyrir því að horfa á svona skítabix halda áfram að versna og versna þegar ellefu dagar eru til þingkosninga. Þetta er átakanlegt mál fyrst og fremst fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Mér finnst alveg óþarfi að vera að hugsa um einstaka persónur umfram flokkshag. Að þeir sem komnir eru í svona fúafen skuli leyfa sér að draga flokkinn með sér í því falli eru ekki merkilegir í mínum augum.

Þetta mál þarf að klára fljótt og vel. Geti Guðlaugur Þór ekki opnað bókhaldið og sýnt á sín spil strax á hann að sjá sóma sinn í að víkja, flokksins vegna.

mbl.is Ríkisendurskoðun hefur ekki heimild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Halldórsson

Eigum við að sameinast um þessa kröfu til Guðlaugs og um leið gera kröfu til þess sama varðandi Kristján Þór Júlíusson?  Mér þætti t.d. fróðlegt að sjá hvert styrkir Samherja hf haf runnið í gegnum tíðina.

Halldór Halldórsson, 14.4.2009 kl. 12:01

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mín vegna er það í góðu lagi að hafa þetta allt á borðinu.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.4.2009 kl. 12:09

3 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Sammála þér um þetta skítabix. Nú á formaðurinn að taka sig á og stíga skrefið frá þessu rugli og reyna að sameina fólk og flokkinn, Guðlaug Þór þar með talinn.
Ef hann heldur áfram að leyfa þessu rugli að grassera þá skaðast flokkurinn illa.

Guðlaugur Þór er ekki að fara neitt og hefur hann fínan stuðning í Reykjavík til að standa áfram. Nú aftur á móti reynir á forystuna og aðra þingmenn kjöræmisins að standa saman og sýna sannan sjálfstæðisanda í samvinnu um að klára þessi mál heiðarlega.

Carl Jóhann Granz, 14.4.2009 kl. 12:23

4 identicon

Stefán færslur þínar undanfarið hafa einkennst af því að réttlætiskennd þinni hefur verið misboðið sem ég er mjög ánægður með.

Mig langaði að segja þér eina 100% sanna sögu sem faðir minn lenti í. Verð bara að vona að þú trúir mér enda græði ég svo sem lítið á því að segja frá þessu núna mörgum árum seinna.

Hann tók þátt í tölvuútboði fyrir tölvur í grunnskólum og var með mjög viðurkennt merki á alþjóðavísu, huyndai og hans fyrirtæki (Tölvuþjónusta Reykjavíkur) undirbauð t.d. Nýherja um tugi milljóna. Á þessum tíma var Guðlaugur borgarfulltrúi og mig minnir að hann hafi verið settur í að sjá um þetta alfarið en ég veit fyrir víst að þeir tóku boði Nýherja. Þá fór faðir minn til hans á fund og kvartaði yfir þessu enda með öllu ólíðandi, Guðlaugur sagðist ætla skoða þetta sem hann auðvitað gerði aldrei. 2 árum síðar minnir mig þá lentu bræðurnar ormsson í sams konar dæmi þar sem nýherji "vann" útboðið en bræðurnar ormsson öfugt við Tölvuþjónustu Reykjavík höfðu fjárhagslega burði til að fara í mál og auðvitað hótuðu því. Þá var þetta lagfært á stundinni.

Eins og ég segi þá er þetta 100% satt og eflaust hægt að grafa upp gögn um þetta einhvers staðar! Núna er líka sennilega hljómgrunnur fyrir þessu.

Svo langar mig að demba einni spurningu á þig. Finnst þér ekkert skrýtið hvað útgerðarfyrirtæki virðast hafa styrk sjálfstæðisflokkinn lítið? Ég er alveg undrandi á því.

Kv. Jóhann

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 12:36

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Mér finnst nú bara réttarríkið og s.k. lýðræði hér á landi komið að fótum fram. Það þarf heildarskoðun á fjárframlögum til flokka og einstaklinga sem náð hafa inn á þing og sveitarstjórnin a.m.k. frá árinu 2002. Það þarf að rannsaka fleiri en Sjálfstæðismenn!

Guðmundur St Ragnarsson, 14.4.2009 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband