Fylgið hrynur af Sjálfstæðisflokknum

Augljóst er af skoðanakönnun Gallups í Reykjavík norður að fylgið er að hrynja af Sjálfstæðisflokknum eftir atburði síðustu dagana. Fólk sættir sig ekki við þau vinnubrögð sem tengjast nokkrum mönnum innan Sjálfstæðisflokksins og hugsar sér til hreyfings, hvort sem það eru almennir kjósendur úti í bæ eða fólk sem hefur verið flokksbundið í Sjálfstæðisflokknum lengi.

Þetta eru alvarleg skilaboð til forystu Sjálfstæðisflokksins, sem mikilvægt er að hugsa vel um áður en næstu skref verða ákveðin. 

mbl.is Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er búið að breyta um fyrirsögn, Stefán. Slappasta frá Mbl.is

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 18:24

2 identicon

Stefán,

ég skora á þig að lýsa yfir stuðningi við Borgarahreyfinguna, XO (www.xo.is).

kv

Maggi (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 18:35

3 identicon

thad er nu ordid mikid ad hja ihaldinu thegar thu ert ordinn pirradur a theim.

Palli (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 18:57

4 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Ertu nokkuð hissa á því?

Þú ert næstum farinn sjálfur - og búinn að taka þér "stuðningsfrí" við FLokkinn, - ekki satt?

Benedikt Sigurðarson, 14.4.2009 kl. 19:33

5 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Þetta er nú orðið pínulítið lágkúrulegt.

Sama fylgi nú og í síðustu könnun sem var í enda mars held ég, það var áður en þessi styrktarmál komu upp. Fylgi flokksins í þessum síðustu könnunum hefur ekkert með það að gera að nafn Guðlaugs Þórs komi upp einhverstaðar.

Aftur á móti er talað um það að fólk muni ekki kjósa flokkinn ef hann verði neyddur til að segja af sér út af þessum illilegu árásum á manninn.

Carl Jóhann Granz, 14.4.2009 kl. 21:14

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Stefán.

Almennir kjósendur flokksins sætta sig ekki við þá sjálfsánægju sem landsþing flokksbundinna sýndi með kjöri forystumanna flokksins. Að auki eru umdeildir einstaklingar í efstu sætum framboða XD hér og þar - kosnir þangað af persónulegum klíkum innanflokks en vafasamir frá upphafi séð frá sjónarhóli hins almenna kjósanda.

Rétt ályktun að flokkurinn þurfi nú að hugsa sig vel um. Gerð mistök verða auðvitað ekki aftur tekin, en stærstu mistökin munu endurspeglast í því að Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki mynda það nauðsynlega mótvægi á hægri-miðjuvængnum sem þörf er á í komandi þingkosningum.

Kolbrún Hilmars, 14.4.2009 kl. 21:15

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvað hefur þú hugsað þér Stefán?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.4.2009 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband