Dramatík og undarleg réttindabarátta

Ég verð að segja eins og er að ég skil ekki dramatíkina varðandi lætin við Vatnsstíg í dag. Allt tal um að neysluréttur sé ofan eignarétti stenst enga skoðun, allavega ekki lagalega túlkun. Mér finnst þetta svolítið yfirdrifið að tala um réttindabaráttu þeirra sem dvelja í húsi sem annar aðili á og vilja nota það gegn vilja eigandans. Slíkt getur aldrei verið í lagi, nema þá að einhverjar tilfinningar ráði för.

En leitt að þurfti að beita hörku. Slíkt er aldrei jákvætt. En með lögum skal land byggja, var forðum sagt.

mbl.is Í vegi fyrir glæsihúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eignarhaldsfélagið gerði sig sekt um valdníð, með því að taka sér vald skipulagsráðs og ákveða upp á sitt einsdæmi í krafti peninga hvaða húsum má farga og níðast þannig á menningararfleifð okkar allra.

Þetta er ólíðandi framkoma og ætti löngu að vera búið að setja lög gegn þessu. Þess vegna eru hústökur nauðsynlegar til að vekja umræðu um málið.

Ég vil benda á leiðina sem var farin í Helsinki: http://www.oranssi.net/ingles.phtml

Forsagan er mjög svipuð því sem hér hefur gerst og vonandi ber stjórnvöldum gæfa til að leiða þetta mál til jafn góðra lykta og þar var gert.

Það er ekkert sjálfsagt mál að einhverjir gróðapungar ákveði fyrir okkur hvað er menningarverðmæti.

Bjarni Þórisson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 20:28

2 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

Já, þegar réttur auðmanna er í húfi þá er lögreglan fljótt að sinna neyðarkallinu... annað mál gegnir um sauðsvartann almúgann ;)

Davíð S. Sigurðsson, 15.4.2009 kl. 20:30

4 identicon

Forðum var sagt; Með lögum skal land byggja og ólögum eyða

Síðari hluta þessa ágæta máltækis má ekki gleyma, sér í lagi þegar dæma á fólk sem er að reyna að fá fram breytingar á ólögum sem því þykir vera að eyðinleggja (eyða)  miðborgina (landið).

Hjörtur Ágústsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband