Í minningu dr. Kristjáns Eldjárns

Dr. Kristján Eldjárn Í dag eru 90 ár liđin frá fćđingu dr. Kristjáns Eldjárns, ţriđja forseta íslenska lýđveldisins. Ţví verđur minnst međ hátíđardagskrá í Ţjóđminjasafninu í dag. Kristján Eldjárn hefur alltaf ađ mínu mati veriđ einn fremsti forseti ţjóđarinnar - sannkallađur heiđursmađur sem var sameiningartákn í embćttinu. Kristján fćddist ađ Tjörn í Svarfađardal ţann 6. desember 1916. Hann nam fornleifafrćđi viđ Kaupmannahafnarháskóla 1936-1939 og var skipađur ţjóđminjavörđur 1947.

Kristján Eldjárn var kjörinn forseti Íslands í forsetakosningunum 1968. Sat hann á forsetastóli í ţrjú kjörtímabil, 12 ár, eđa allt til ársins 1980. Hann lést á sjúkrahúsi í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum ţann 14. september 1982. Kristján vann afgerandi kosningasigur í forsetakjörinu 1968. Hann var forseti fólksins, honum auđnađist alla tíđ ađ tryggja samstöđu landsmanna um verk sín og naut virđingar allra landsmanna. Kristján var forseti á miklum umbrotatímum hérlendis, bćđi í ţjóđmálum og á vettvangi stjórnmála. Hann var mitt á milli átakalínanna í samfélaginu, en valdatími hans var átakamikill í stjórnmálum landsins.

Kristján var ólíkur ţví sem viđ kynntumst síđar í embćttinu. Hann fór í langa göngutúra á Álftanesi, ferđađist lítiđ og ţótti vera táknmynd alţýđleika hérlendis ásamt eiginkonu sinni, Halldóru Ingólfsdóttur Eldjárn. Deilt var meira ađ segja um ţađ í kosningabaráttunni 1968 ađ Kristján vćri litlaus og kona hans hefđi sést í fatnađi frá Hagkaupsverslunum, svokölluđum Hagkaupssloppi. Lćgra ţótti háttsettum ekki hćgt ađ komast en ađ sjást í slíkum alţýđufatnađi. En Kristjáni og Halldóru auđnađist ađ tryggja samstöđu um embćttiđ og eru metin međ ţeim hćtti í sögubókunum, nú löngu eftir ađ hann lét af embćtti.

Kristján var mjög kraftmikill rćđumađur og rómađur fyrir innihaldsríkar og tilkomumiklar rćđur sínar. Hef ég kynnt mér ítarlega ćvi hans og starfsferil og skrifađi langa ritgerđ um hann í skóla eitt sinn. Ţegar ég kynnti mér verk hans og ćvi ţótti mér helst standa upp úr hversu farsćllega hann vann öll sín verk. Hann var öflugur ţjóđarleiđtogi og ávann sér virđingu fólks međ alţýđlegri og tignarlegri framkomu, jafnt hér heima sem á erlendum vettvangi. Hann var sannkallađ sameiningartákn landsmanna - eitthvađ sem viđ höfum svo sannarlega saknađ frá ţví ađ Vigdís Finnbogadóttir hćtti sem forseti.

Bók Gylfa Gröndals, sem kom út áriđ 1991, um Kristján er stórfengleg lýsing á ţessum merka manni. Merkilegast af öllu viđ ađ kynna mér hann og verk hans í gegnum ţessa bók var ţađ ađ honum var alla tíđ illa viđ Bessastađi og var alltaf stressađur vegna rćđuskrifa sinna - var aldrei sáttur viđ neinar rćđur sínar. Hann var hinsvegar talinn ţá og enn í dag besti rćđumađur sinnar kynslóđar ađ Gunnari Thoroddsen frátöldum. Hann er eini af ţeim ţrem forsetum landsins sem látnir eru sem hvílir ekki ađ Bessastöđum, heldur hvílir hann í Fossvogskirkjugarđi í Reykjavík.

Í fyrra kom út bók Guđna Th. Jóhannessonar, sagnfrćđings, Völundarhús valdsins. Byggđist bókin á ítarlegum minnispunktum og dagbókum Kristjáns frá forsetaferli hans. Var ţar sjónum einkum beint ađ stjórnarmyndunum í forsetatíđ hans og ţví hvernig hann hélt á ţeim málum á ferli sínum. Í ítarlegum pistli í nóvember 2005 fjallađi ég um forsetatíđ dr. Kristjáns Eldjárns og bendi á ţau skrif hér međ. Kristján leiddi átakamál á valdaferli sínum til lykta međ farsćlum hćtti og er ţví farsćll í huga landsmanna í sínum verkum.

mbl.is Hátíđardagskrá á afmćli Kristjáns Eldjárns
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband